Hætti við að hætta og varð bikarmeistari: „Súrealískt, líkt og í draumi“ Aron Guðmundsson skrifar 26. mars 2024 07:30 Danero Thomas hefur þurft að bíða lengi eftir sínum fyrsta titli í körfubolta á Íslandi. Hann varð bikarmeistari með Keflavík um nýliðna helgi Vísir/Sigurjón Ólason Það er óhætt að segja að undanfarnir mánuðir hafi verið rússíbanareið fyrir Danero Thomas. Eftir að hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna í desember hætti hann við að hætta, gekk til liðs við Keflavík og vann sinn fyrsta stóra titil á Íslandi um nýliðna helgi. Keflavík varð tvöfaldur bikarmeistari um nýliðna helgi. Kvennalið félagsins lagði Þór frá Akureyri og karla megin batt karlaliðið enda á tólf ára bið sína eftir titli með sigri á Tindastól. Í liði Keflvíkinga var að finna íslenska ríkisborgarann Danero Thomas sem hefur leikið hér á landi síðan árið 2012. Þetta var hans fyrsti titill á Íslandi. „Súeralískt. Líkt og í draumi. Ég er enn að átta mig á þessu. Það fylgdi því frábær tilfinning að verða bikarmeistari. Ég er búinn að vera brosandi síðan að við tryggðum okkur titilinn,“ segir Danero í samtali við Vísi. Keflavík, bikarmeistari 2024Vísir/Hulda Margrét Stökk á tækifærið: „Sjáðu hverju það skilaði mér“ Danero Thomas er fæddur árið 1986 í Bandaríkjunum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2012 og gekk til liðs við KR. Síðan þá hefur hann komið nokkuð víða við í íslenskum körfubolta en hann gekk til liðs við Hamar í þriðja sinn á ferlinum fyrir þetta tímabil. Hann lék einnig fyrir Val, Fjölni, ÍR, Tindastól og síðast Breiðablik. Árin 2015-2017 lék hann með Þór frá Akureyri og var einn af lykilleikmönnum liðsins þegar liðið vann sér sæti í úrvalsdeild 2016. Árið 2018 fékk Danero svo íslenskan ríkisborgararétt og lék sinn fyrsta landsleik gegn Noregi í september það ár. Fyrir aðeins þremur mánuðum síðan hafði Danero, sem hóf yfirstandandi tímabil sem leikmaður nýliða Hamars í Subway deildinni, ákveðið að leggja skóna á hilluna. Kallið frá Keflvíkingum kom hins vegar fljótlega eftir þá ákvörðun hans. Kall sem reyndist of hátt til þess að láta um eyru þjóta. „Ég lék einhverja ellefu leiki með liði Hamars. Staðan þar, hvað liðið varðar, gekk bara ekki upp fyrir mig. Ég fékk stórt tækifæri til þess að stökkva yfir í þjálfun frá Brynjari Karli, þjálfara Aþenu að hjálpa honum með liðið þar og svo með þann möguleika að þjálfa karlalið í framhaldinu. Svo kemur tilboð frá Keflavík tveimur vikum síðar. Ég átti samtal með eiginkonu minni á þeim tímapunkti og hún auðveldaði mér þá ákvörðun að snúa aftur inn á völlinn. Ég stökk á tækifærið með Keflavík og sjáðu hverju það skilaði mér.“ Sigur tilfinningin gleymst seint Ákvörðun sem er líklegast þess virði núna að hafa tekið? „Já klárlega þess virði. Ég er búinn að eltast lengi við þá tilfinningu sem maður finnur fyrir þegar að maður vinnur titil. Á mínum tólf ára ferli hér á Íslandi hafði mér aldrei tekist að vinna titil. Ég vann titla í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og þar fram eftir götunum og kannaðist því við tilfinninguna sem því fylgir að vinna titil. Þetta hafa því verið tólf ár hjá mér að reyna upplifa þá tilfinningu aftur. Ár sem eru klárlega þess virði núna. Maður gleymir því aldrei hvernig er að upplifa slíka tilfinningu. Þess vegna hef ég verið að reyna allt sem í mínu valdi stendur til þess að upplifa þá tilfinningu aftur. Vonandi getum við haldið áfram að sækja fram og upplifað þessa tilfinningu aftur saman.“ Nóg eftir á tankinum: Útilokar ekki að halda áfram Verkefni Keflavíkur er ekki lokið á tímabilinu. Liðið er í góðri stöðu fyrir úrslitakeppni Subway deildarinnar og stefnir að frekari sigrum. Og undanfarnar vikur virðast hafa kveikt nýjan neista hjá hinum 37 ára gamla Danero Thomas „Þegar að ég mætti til félagsins var orkan þar ofboðslega góð. Ég vissi frá byrjun að þarna væri eitthvað sérstakt í gangi og að ég gæti komið með eitthvað aukalega að borðinu. Alveg sama hvert mitt hlutverk myndi verða hjá liðinu. Ég myndi alltaf gefa hundrað prósent í verkefnið.“ Eftir að hafa hætt við að hætta segist Danero Thomas nú ekki viss hvort hann muni leggja skóna endanlega á hilluna í lok yfirstandandi tímabils. „Eins og mér líður núna þá myndi ég hiklaust segja já,“ segir Danero aðspurður hvort hann íhugi að halda áfram að spila körfubolta á næsta tímabili. „Ég veit ekki hver staðan verður hjá mér undir lok tímabils en við skulum sjá til. Ég ætla ekki að loka á neitt. Ég á klárlega eitthvað eftir á tankinum. Ég mun íhuga þetta vandlega næstu mánuðina.“ Keflavík ÍF Subway-deild karla VÍS-bikarinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Keflavík varð tvöfaldur bikarmeistari um nýliðna helgi. Kvennalið félagsins lagði Þór frá Akureyri og karla megin batt karlaliðið enda á tólf ára bið sína eftir titli með sigri á Tindastól. Í liði Keflvíkinga var að finna íslenska ríkisborgarann Danero Thomas sem hefur leikið hér á landi síðan árið 2012. Þetta var hans fyrsti titill á Íslandi. „Súeralískt. Líkt og í draumi. Ég er enn að átta mig á þessu. Það fylgdi því frábær tilfinning að verða bikarmeistari. Ég er búinn að vera brosandi síðan að við tryggðum okkur titilinn,“ segir Danero í samtali við Vísi. Keflavík, bikarmeistari 2024Vísir/Hulda Margrét Stökk á tækifærið: „Sjáðu hverju það skilaði mér“ Danero Thomas er fæddur árið 1986 í Bandaríkjunum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2012 og gekk til liðs við KR. Síðan þá hefur hann komið nokkuð víða við í íslenskum körfubolta en hann gekk til liðs við Hamar í þriðja sinn á ferlinum fyrir þetta tímabil. Hann lék einnig fyrir Val, Fjölni, ÍR, Tindastól og síðast Breiðablik. Árin 2015-2017 lék hann með Þór frá Akureyri og var einn af lykilleikmönnum liðsins þegar liðið vann sér sæti í úrvalsdeild 2016. Árið 2018 fékk Danero svo íslenskan ríkisborgararétt og lék sinn fyrsta landsleik gegn Noregi í september það ár. Fyrir aðeins þremur mánuðum síðan hafði Danero, sem hóf yfirstandandi tímabil sem leikmaður nýliða Hamars í Subway deildinni, ákveðið að leggja skóna á hilluna. Kallið frá Keflvíkingum kom hins vegar fljótlega eftir þá ákvörðun hans. Kall sem reyndist of hátt til þess að láta um eyru þjóta. „Ég lék einhverja ellefu leiki með liði Hamars. Staðan þar, hvað liðið varðar, gekk bara ekki upp fyrir mig. Ég fékk stórt tækifæri til þess að stökkva yfir í þjálfun frá Brynjari Karli, þjálfara Aþenu að hjálpa honum með liðið þar og svo með þann möguleika að þjálfa karlalið í framhaldinu. Svo kemur tilboð frá Keflavík tveimur vikum síðar. Ég átti samtal með eiginkonu minni á þeim tímapunkti og hún auðveldaði mér þá ákvörðun að snúa aftur inn á völlinn. Ég stökk á tækifærið með Keflavík og sjáðu hverju það skilaði mér.“ Sigur tilfinningin gleymst seint Ákvörðun sem er líklegast þess virði núna að hafa tekið? „Já klárlega þess virði. Ég er búinn að eltast lengi við þá tilfinningu sem maður finnur fyrir þegar að maður vinnur titil. Á mínum tólf ára ferli hér á Íslandi hafði mér aldrei tekist að vinna titil. Ég vann titla í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og þar fram eftir götunum og kannaðist því við tilfinninguna sem því fylgir að vinna titil. Þetta hafa því verið tólf ár hjá mér að reyna upplifa þá tilfinningu aftur. Ár sem eru klárlega þess virði núna. Maður gleymir því aldrei hvernig er að upplifa slíka tilfinningu. Þess vegna hef ég verið að reyna allt sem í mínu valdi stendur til þess að upplifa þá tilfinningu aftur. Vonandi getum við haldið áfram að sækja fram og upplifað þessa tilfinningu aftur saman.“ Nóg eftir á tankinum: Útilokar ekki að halda áfram Verkefni Keflavíkur er ekki lokið á tímabilinu. Liðið er í góðri stöðu fyrir úrslitakeppni Subway deildarinnar og stefnir að frekari sigrum. Og undanfarnar vikur virðast hafa kveikt nýjan neista hjá hinum 37 ára gamla Danero Thomas „Þegar að ég mætti til félagsins var orkan þar ofboðslega góð. Ég vissi frá byrjun að þarna væri eitthvað sérstakt í gangi og að ég gæti komið með eitthvað aukalega að borðinu. Alveg sama hvert mitt hlutverk myndi verða hjá liðinu. Ég myndi alltaf gefa hundrað prósent í verkefnið.“ Eftir að hafa hætt við að hætta segist Danero Thomas nú ekki viss hvort hann muni leggja skóna endanlega á hilluna í lok yfirstandandi tímabils. „Eins og mér líður núna þá myndi ég hiklaust segja já,“ segir Danero aðspurður hvort hann íhugi að halda áfram að spila körfubolta á næsta tímabili. „Ég veit ekki hver staðan verður hjá mér undir lok tímabils en við skulum sjá til. Ég ætla ekki að loka á neitt. Ég á klárlega eitthvað eftir á tankinum. Ég mun íhuga þetta vandlega næstu mánuðina.“
Keflavík ÍF Subway-deild karla VÍS-bikarinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti