Íslenski boltinn

Baldur heim­sækir Skagann í kvöld: „Var ekki í plönunum að koma heim“

Sindri Sverrisson skrifar
Arnór Smárason og liðsfélagar hans í ÍA fagna því að sigra Lengjudeildina 2023.
Arnór Smárason og liðsfélagar hans í ÍA fagna því að sigra Lengjudeildina 2023. Hafliði Breiðfjörð

Þriðji þáttur nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, þar sem Baldur Sigurðsson heimsækir liðin í Bestu deild karla í fótbolta, verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld.

Í þætti kvöldsins heimsækir Baldur Skagamenn sem nú eru mættir í Bestu deildina á nýjan leik, staðráðnir í að koma ÍA aftur nær þeim sessi sem það skipaði um langt árabil sem ríkjandi stórveldi í íslenskum fótbolta. Hann ræðir meðal annars við Arnór Smárason en brot úr því spjalli má sjá hér að neðan.

Klippa: LUÍH - Arnór í klefaspjalli við Baldur

ÍA hefur alið upp marga af bestu leikmönnum landsins og átti til að mynda þrjá leikmenn (Arnór Sigurðsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson) í 23 manna landsliðshópi Íslands gegn Ísrael á fimmtudaginn. Þegar skipta þurfti einum þeirra (Arnóri) út vegna meiðsla kom annar Skagamaður inn í staðinn (Stefán Teitur Þórðarson).

Geggjað að kynnast íslenskum fótbolta upp á nýtt

Á meðal landsliðsmanna í gegnum tíðina er svo Arnór Smárason sem fór 16 ára gamall í atvinnumennsku en sneri heim til Íslands í lok árs 2020. Þessi 35 ára miðjumaður fór svo heim til ÍA fyrir síðustu leiktíð og átti sinn þátt í að koma liðinu upp í Bestu deildina.

„Ég sagði einhvern tímann að mig langaði að enda ferilinn á Akranesi, en þegar ég kem heim þá var ég búinn að vera meiddur lengi. Búinn að fara í aðgerð á hné, samningurinn minn hjá Lilleström í Noregi var að renna út. Áður en að það allt gerðist var það ekkert rosa mikið í plönunum að koma heim [til Íslands],“ segir Arnór í spjalli við Baldur í þætti kvöldsins.

„En hlutir breytast fljótt í fótbolta og við ákváðum að taka þetta skref. Ég sé ekki eftir því. Það hefur verið geggjað að koma heim aftur í íslenska boltann, og kynnast íslenskum fótbolta upp á nýtt,“ segir Arnór en brot úr spjalli við hann má sjá hér að ofan.

Þátturinn er á dagskrá klukkan 20 í kvöld, á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Drepur varg, smíðar og er fyrirliði í Bestu deildinni

Elmar Atli Garðarsson sker sig talsvert úr á meðal leikmanna í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Hann býr í 200 manna þorpi, er smiður og fyrirliði Vestra, en ver einnig vor- og sumarnóttum í að leita uppi og skjóta meindýr.

Draumastarf Arnars er í Aþenu

Arnar Grétarsson ætlar sér að gera Valsmenn að Íslandsmeisturum í fótbolta í sumar. Hann dreymir hins vegar einnig um að taka einn daginn við gríska stórliðinu AEK Aþenu.

Fyrsta undirbúningstímabil Jökuls: „Þetta er leikur að svæðum“

Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þátta­röð Lengsta undir­búnings­tíma­bils í heimi. Þættirnir eru í um­sjón Baldurs Sigurðs­sonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bak­við tjöldin í undir­búninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fót­bolta.

Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frá­bær upp­­hitun“

Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þátta­röð Lengsta undir­búnings­tíma­bils í heimi. Þættirnir eru í um­sjón Baldurs Sigurðs­sonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bak­við tjöldin í undir­búninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fót­bolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×