Segja Albert hafa gefið langbesta liði Ítalíu grænt ljós Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 12:00 Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöld en í miðju landsliðsverkefni berast fréttir af því að stórlið á Ítalíu reyni að klófesta hann. Getty/Alex Nicodim Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er afar eftirsóttur, vegna frammistöðu sinnar með Genoa á Ítalíu í vetur, og þrennan gegn Ísrael á fimmtudaginn var ekki til þess að minnka áhuga stórliða í Evrópu. Mest lesna íþróttablaðið á Ítalíu, La Gazzetta dello Sport, fullyrðir í blaði sínu í dag að stórlið Inter, sem er langefst í ítölsku A-deildinni, sé komið í forystu í kapphlaupinu um Albert. Albert er einnig í sigti Juventus og Tottenham, og sagður kosta 30 milljónir evra, en samkvæmt La Gazzetta hefur Inter þegar hafist handa við að landa Alberti. Blaðið segir að hann hafi sjálfur gefið grænt ljós varðandi það að fara til Inter í sumar, og kjósi frekar að spila áfram á Ítalíu en að fara til Englands. Inter þarf hins vegar að komast að samkomulagi við Genoa um kaup á Alberti, og ein hugmyndin er sú að Inter fái hann fyrst að láni með tryggingu fyrir kaupum síðar meir. Viðræður gætu átt eftir að taka langan tíma. Albert til Póllands í dag Albert ferðast frá Búdapest til Wroclaw í Póllandi í dag og er eflaust með hugann við úrslitaleikinn við Úkraínu á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland spilar um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Albert hefur skorað tíu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, eftir að hafa skorað ellefu mörk þegar Genoa kom sér upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í A-deildinni í vetur. Genoa er í 12. sæti af 20 liðum, með 34 stig, en Inter er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og ljóst að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, að öllum líkindum sem ítalskur meistari. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Mest lesna íþróttablaðið á Ítalíu, La Gazzetta dello Sport, fullyrðir í blaði sínu í dag að stórlið Inter, sem er langefst í ítölsku A-deildinni, sé komið í forystu í kapphlaupinu um Albert. Albert er einnig í sigti Juventus og Tottenham, og sagður kosta 30 milljónir evra, en samkvæmt La Gazzetta hefur Inter þegar hafist handa við að landa Alberti. Blaðið segir að hann hafi sjálfur gefið grænt ljós varðandi það að fara til Inter í sumar, og kjósi frekar að spila áfram á Ítalíu en að fara til Englands. Inter þarf hins vegar að komast að samkomulagi við Genoa um kaup á Alberti, og ein hugmyndin er sú að Inter fái hann fyrst að láni með tryggingu fyrir kaupum síðar meir. Viðræður gætu átt eftir að taka langan tíma. Albert til Póllands í dag Albert ferðast frá Búdapest til Wroclaw í Póllandi í dag og er eflaust með hugann við úrslitaleikinn við Úkraínu á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland spilar um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Albert hefur skorað tíu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, eftir að hafa skorað ellefu mörk þegar Genoa kom sér upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í A-deildinni í vetur. Genoa er í 12. sæti af 20 liðum, með 34 stig, en Inter er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og ljóst að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, að öllum líkindum sem ítalskur meistari. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira