Ítalski píanistinn Maurizio Pollini látinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 12:36 Maurizio Getty/VIncenzo Lombardo Margrómaði píanistinn Maurizio Pollini lést í gær 23. mars 82 ára að aldri. Tilkynning barst í gær frá óperuhúsinu í Mílanó, La Scala, þar sem hann var tíður flytjandi. Pollini hefur heillað alþjóð með píanóleik sínum í rúmlega sextíu ár. Hann naut mikillar virðingar annarra tónlistarmanna. Maurizio Pollini var fjölhæfur flytjandi og flutti hann verk í mörgum stílum eftir ótal tónskáld. Hvað stílinn hans varðar þótti hann mikill fullkomnunarsinni og spilaði hann allt kristaltært og skýrt, án óþarfa skreytinga. Slík nálgun féll ekki í kram allra, en sumum gagnrýnendum þótti spilamennskan ópersónuleg og tilfinningasnauð. Öðrum fannst nálgunin stórkostleg. Lesa má frekar um ævistörf Pollini til dæmis í þessari grein Washington Post. Víkingur Heiðar minntist píanistans á Facebook í gær. Þar rekur hann skemmtilega hvernig deilt var um ágæti píanistans á æskuheimili hans, faðir hans hafi verið hrifinn en ekki móðir. Tónlist Ítalía Andlát Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Maurizio Pollini var fjölhæfur flytjandi og flutti hann verk í mörgum stílum eftir ótal tónskáld. Hvað stílinn hans varðar þótti hann mikill fullkomnunarsinni og spilaði hann allt kristaltært og skýrt, án óþarfa skreytinga. Slík nálgun féll ekki í kram allra, en sumum gagnrýnendum þótti spilamennskan ópersónuleg og tilfinningasnauð. Öðrum fannst nálgunin stórkostleg. Lesa má frekar um ævistörf Pollini til dæmis í þessari grein Washington Post. Víkingur Heiðar minntist píanistans á Facebook í gær. Þar rekur hann skemmtilega hvernig deilt var um ágæti píanistans á æskuheimili hans, faðir hans hafi verið hrifinn en ekki móðir.
Tónlist Ítalía Andlát Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira