Ólöglegt tímamótamark kom City á bragðið gegn United Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 15:31 Khadija Shaw og Lauren Hemp fagna eftir þriðja markið gegn Manchester United í dag. Getty/Barrington Coombs Það eru stórleikir í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Englandi þessa helgina og hún hófst á Manchester-slagnum í dag þegar Manchester City vann Manchester United, 3-1. Sigurinn kom City-konum á topp deildarinnar en United er ansi langt frá toppnum, í 4. sæti. Það var hin 22 ára gamla Jessica Parker sem kom City í 2-0 með tveimur fyrstu deildarmörkum sínum fyrir liðið, í fyrri hálfleik. Fyrra markið hefði reyndar aldrei átt að standa, vegna rangstöðu. Strax í upphafi seinni hálfleiks bætti hin jamaíska Khadija Shaw við þriðja marki City, og sínu sautjánda marki í vetur en hún er markahæst í deildinni. Litlu máli skipti þó að Kerstin Casparij skoraði sjálfsmark, sem minnkaði muninn í 3-1, og bláa liðið í Manchester gat fagnað vel í leikslok. Með sigrinum náði City þriggja stiga forskoti á Chelsea á toppi deildarinnar og eru liðin núna með jafna markatölu, en Chelsea á leik til góða við West Ham í Lundúnaslag á morgun. United er hins vegar í 4. sæti með 28 stig eftir 17 leiki, nú 15 stigum á eftir City. United á þó enn möguleika á titli í ár en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins í næsta mánuði. Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Sigurinn kom City-konum á topp deildarinnar en United er ansi langt frá toppnum, í 4. sæti. Það var hin 22 ára gamla Jessica Parker sem kom City í 2-0 með tveimur fyrstu deildarmörkum sínum fyrir liðið, í fyrri hálfleik. Fyrra markið hefði reyndar aldrei átt að standa, vegna rangstöðu. Strax í upphafi seinni hálfleiks bætti hin jamaíska Khadija Shaw við þriðja marki City, og sínu sautjánda marki í vetur en hún er markahæst í deildinni. Litlu máli skipti þó að Kerstin Casparij skoraði sjálfsmark, sem minnkaði muninn í 3-1, og bláa liðið í Manchester gat fagnað vel í leikslok. Með sigrinum náði City þriggja stiga forskoti á Chelsea á toppi deildarinnar og eru liðin núna með jafna markatölu, en Chelsea á leik til góða við West Ham í Lundúnaslag á morgun. United er hins vegar í 4. sæti með 28 stig eftir 17 leiki, nú 15 stigum á eftir City. United á þó enn möguleika á titli í ár en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins í næsta mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti