„Ágætt að ég sleppi því bara að mæta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2024 21:05 Þorsteinn Halldórsson er spenntur fyrir komandi verkefni. Vísir/Ívar Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í dag leikmannahóp kvennalandsliðs Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári. Krefjandi verkefni er fram undan. Aðeins ein breyting er frá síðasta hópi er Ísland vann Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni í febrúar. Þorstein fagnar því að hópurinn haldist en segir þó að valinu fylgi ávallt ákveðinn hausverkur. „Það fylgir því alltaf. Maður hefur úr fjölda leikmanna að velja og það er alltaf spurningum hvort maður eigi að gera breytingu eða taka inn nýja leikmenn, gefa einhverjum tækifæri eða eitthvað svoleiðis. En ég var sáttur hópinn síðast og taldi að þetta væri hópurinn sem ég vildi vinna með,“ Pólland og Þýskaland eru mótherjarnir í komandi leikjum og því krefjandi verkefni fram undan. „Þetta eru hörkulið og verða hörkuleikir. Auðvitað snýst þetta um hvernig við nálgumst þetta, hvað við gerum og hvernig við spilum. Við byrjum bara á Póllandi hérna heima og þurfum að undirbúa okkur vel og vera tilbúin til að fá góð úrslit. Markmiðið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vinna,“ segir Þorsteinn. Tekur úrslitaleikinn heima í stofu Sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, spilaði leik Íslands við Ísrael í gær og vakti athygli á blaðamannafundi dagsins þegar hann gagnrýndi blaðamenn fyrir að greina ranglega frá því að víti hefði verið dæmt á soninn. „Það var svolítið fyndið að lesa þetta. Ég las nokkrar umsagnir um leikinn og allir sögðu að hann hefði fengið hann í hendina á sér en það var ekki raunin. Svo sem skipti það ekki máli, ég var bara að gantast með þetta á fundinum,“ segir Þorsteinn. En ætlar Þorsteinn út á leikinn við Úkraínu á þriðjudag? „Ég hef ekkert ákveðið það. Ég efast um það. Þeir unnu meðan ég var ekki þarna í gær þannig að það er ágætt að ég sleppi því bara að mæta, held ég,“ segir Þorsteinn léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
Aðeins ein breyting er frá síðasta hópi er Ísland vann Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni í febrúar. Þorstein fagnar því að hópurinn haldist en segir þó að valinu fylgi ávallt ákveðinn hausverkur. „Það fylgir því alltaf. Maður hefur úr fjölda leikmanna að velja og það er alltaf spurningum hvort maður eigi að gera breytingu eða taka inn nýja leikmenn, gefa einhverjum tækifæri eða eitthvað svoleiðis. En ég var sáttur hópinn síðast og taldi að þetta væri hópurinn sem ég vildi vinna með,“ Pólland og Þýskaland eru mótherjarnir í komandi leikjum og því krefjandi verkefni fram undan. „Þetta eru hörkulið og verða hörkuleikir. Auðvitað snýst þetta um hvernig við nálgumst þetta, hvað við gerum og hvernig við spilum. Við byrjum bara á Póllandi hérna heima og þurfum að undirbúa okkur vel og vera tilbúin til að fá góð úrslit. Markmiðið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vinna,“ segir Þorsteinn. Tekur úrslitaleikinn heima í stofu Sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, spilaði leik Íslands við Ísrael í gær og vakti athygli á blaðamannafundi dagsins þegar hann gagnrýndi blaðamenn fyrir að greina ranglega frá því að víti hefði verið dæmt á soninn. „Það var svolítið fyndið að lesa þetta. Ég las nokkrar umsagnir um leikinn og allir sögðu að hann hefði fengið hann í hendina á sér en það var ekki raunin. Svo sem skipti það ekki máli, ég var bara að gantast með þetta á fundinum,“ segir Þorsteinn. En ætlar Þorsteinn út á leikinn við Úkraínu á þriðjudag? „Ég hef ekkert ákveðið það. Ég efast um það. Þeir unnu meðan ég var ekki þarna í gær þannig að það er ágætt að ég sleppi því bara að mæta, held ég,“ segir Þorsteinn léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti