„Ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. mars 2024 07:00 Ástrós Traustadóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki týpa sem pæli mikið í því hvað öðrum finnst,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Ástrós í heild sinni: Brýtur niður frontinn Ástrós segist oft lenda í því að fólk sé með fyrir fram ákveðnar hugmyndir um hana. „Ég lendi rosalega oft í því að heyra að fólk haldi að ég sé á einhvern ákveðinn veg. Ég var í mikilli keppnisíþrótt í samkvæmisdansinum, þar er maður stöðugt í keppni en ég hef verið að fjarlægja mig frá því. Í dansinum var mér kennt að vera með front og þá væri frekar betra að fólk héldi að ég væri einhvern veginn í staðinn fyrir að það sjái inn fyrir. Ég er vissulega búin að vera mjög dugleg, kannski of dugleg, að sleppa tökum á þessu hugarfari. Til dæmis með því að vera í raunveruleikasjónvarpi og með hlaðvarpið Mömmulífið. Þannig að ég er búin að brjóta þennan vegg svolítið niður.“ Sjálfsvirðingin langt og öflugt ferðalag Ástrós hefur á undanförnum árum farið í mikla sjálfsvinnu sem hún segir að hafi sannarlega skilað sér. „Ég ber mikla virðingu fyrir sjálfri mér og því sem ég geri. Það tók mig langan tíma að komast á þann stað. Ég er manneskja sem elska fjölskylduna mína meira en allt og set hana fram fyrir allt. Það skiptir mig máli hvernig manneskja er, miklu meira máli en það gerði nokkurn tíma þegar ég var yngri. Þá var allt keppni og tengdist náið útliti og fronti. Ég set rosa lítið vald í það hvað öðrum finnst um mig. Það sem skiptir mig máli er það hvað mínu fólki finnst og hvað mér sjálfri finnst.“ Ástrós Traustadóttir ræddi um líf sitt í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Ein af fáum sem fékk ekki Instagram aðganginn til baka frá hakkaranum Ástrós hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum í dágóðan tíma. Sumarið 2021 varð hún fyrir erlendum hakkara sem tók yfir Instagram aðgang hennar. „Þetta var náttúrulega rosalega óþægilegt og setti hlutina í ákveðið sjónarhorn, það er einhver annar sem á þetta forrit sem er mín aðal tekjulind. Það fór allt í biðstöðu en sem betur fer stóðu samstarfsaðilar mínir við bakið á mér, sem var ekki hjá öllum. Þetta var alveg erfitt og mjög kvíðavaldandi og það er vond tilfinning að eitthvað sem er þitt sé svona tekið af þér.“ Ástrós var ein af örfáum sem endurheimti að lokum ekki aðganginn sinn. „Ég lenti svo í því að vera aftur hökkuð eftir að ég hafði fengið aðganginn minn til baka. Ég byrjaði því með nýjan Instagram reikning. Það var líka frelsandi en ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur. Ég get sagt það núna að þetta hafi verið frelsandi en þetta fór alveg inn á sálina manns.“ Hakkarinn gekk ansi langt og bjó meðal annars til gervi samtöl undir nafni Ástrósar. „Þetta var ekki vel photoshoppað þannig að maður var ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. En það er ákveðinn trigger fyrir mig þegar fólk segir að ég sé að gera eitthvað sem ég er ekki að gera eða snúa sannleikanum í eitthvað annað. Ég hafði þó ekki miklar áhyggjur af þessu en ég vissi ekkert hvað maður ætti að gera í þessu, hvort ég ætti að leita til lögreglu eða hvað.“ Ástrós Traustadóttir vissi ekki hvert hún ætti að leita þegar hakkarinn tók yfir Instagram aðgang hennar. Vísir/Vilhelm Pælir ekki í áliti annarra Viðbrögð fólks við þessu voru misjöfn og var meðal annars umræða á Twitter á sínum tíma um það hversu auðvelt það væri fyrir marga að gera lítið úr þessu. „Fólk skilur ekki það sem það þekkir ekki. Ég er ekki týpa sem pæli mikið í hvað öðrum finnst.“ Aðspurð hvort hún verði eitthvað vör við mikið áreiti á samfélagsmiðlum segir Ástrós ekki svo vera. Þó hiki hún ekki við að ýta á block takkann. „Ég blokka bara, sérstaklega ef það tengist dóttur minni á einhvern hátt.“ Ástrós segist sömuleiðis alltaf leggja upp úr því að vera samkvæm sjálfri sér. „Fólk vill mynda sér skoðun á manni og telur sig geta það því það hefur átt í einhverjum mjög litlum samskiptum við þig. Mér finnst það eiginlega bara fyndið. Að fólk telji sig geta myndað sér skoðun á einhverjum þegar það þekkir manneskjuna ekki neitt. En þegar að fólk vill eiga eitthvað á þig eða fá eitthvað frá þér, það er kannski svona óþægilegast.“ Einkalífið Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 17. mars 2024 07:01 Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 14. mars 2024 07:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Ástrós í heild sinni: Brýtur niður frontinn Ástrós segist oft lenda í því að fólk sé með fyrir fram ákveðnar hugmyndir um hana. „Ég lendi rosalega oft í því að heyra að fólk haldi að ég sé á einhvern ákveðinn veg. Ég var í mikilli keppnisíþrótt í samkvæmisdansinum, þar er maður stöðugt í keppni en ég hef verið að fjarlægja mig frá því. Í dansinum var mér kennt að vera með front og þá væri frekar betra að fólk héldi að ég væri einhvern veginn í staðinn fyrir að það sjái inn fyrir. Ég er vissulega búin að vera mjög dugleg, kannski of dugleg, að sleppa tökum á þessu hugarfari. Til dæmis með því að vera í raunveruleikasjónvarpi og með hlaðvarpið Mömmulífið. Þannig að ég er búin að brjóta þennan vegg svolítið niður.“ Sjálfsvirðingin langt og öflugt ferðalag Ástrós hefur á undanförnum árum farið í mikla sjálfsvinnu sem hún segir að hafi sannarlega skilað sér. „Ég ber mikla virðingu fyrir sjálfri mér og því sem ég geri. Það tók mig langan tíma að komast á þann stað. Ég er manneskja sem elska fjölskylduna mína meira en allt og set hana fram fyrir allt. Það skiptir mig máli hvernig manneskja er, miklu meira máli en það gerði nokkurn tíma þegar ég var yngri. Þá var allt keppni og tengdist náið útliti og fronti. Ég set rosa lítið vald í það hvað öðrum finnst um mig. Það sem skiptir mig máli er það hvað mínu fólki finnst og hvað mér sjálfri finnst.“ Ástrós Traustadóttir ræddi um líf sitt í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Ein af fáum sem fékk ekki Instagram aðganginn til baka frá hakkaranum Ástrós hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum í dágóðan tíma. Sumarið 2021 varð hún fyrir erlendum hakkara sem tók yfir Instagram aðgang hennar. „Þetta var náttúrulega rosalega óþægilegt og setti hlutina í ákveðið sjónarhorn, það er einhver annar sem á þetta forrit sem er mín aðal tekjulind. Það fór allt í biðstöðu en sem betur fer stóðu samstarfsaðilar mínir við bakið á mér, sem var ekki hjá öllum. Þetta var alveg erfitt og mjög kvíðavaldandi og það er vond tilfinning að eitthvað sem er þitt sé svona tekið af þér.“ Ástrós var ein af örfáum sem endurheimti að lokum ekki aðganginn sinn. „Ég lenti svo í því að vera aftur hökkuð eftir að ég hafði fengið aðganginn minn til baka. Ég byrjaði því með nýjan Instagram reikning. Það var líka frelsandi en ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur. Ég get sagt það núna að þetta hafi verið frelsandi en þetta fór alveg inn á sálina manns.“ Hakkarinn gekk ansi langt og bjó meðal annars til gervi samtöl undir nafni Ástrósar. „Þetta var ekki vel photoshoppað þannig að maður var ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. En það er ákveðinn trigger fyrir mig þegar fólk segir að ég sé að gera eitthvað sem ég er ekki að gera eða snúa sannleikanum í eitthvað annað. Ég hafði þó ekki miklar áhyggjur af þessu en ég vissi ekkert hvað maður ætti að gera í þessu, hvort ég ætti að leita til lögreglu eða hvað.“ Ástrós Traustadóttir vissi ekki hvert hún ætti að leita þegar hakkarinn tók yfir Instagram aðgang hennar. Vísir/Vilhelm Pælir ekki í áliti annarra Viðbrögð fólks við þessu voru misjöfn og var meðal annars umræða á Twitter á sínum tíma um það hversu auðvelt það væri fyrir marga að gera lítið úr þessu. „Fólk skilur ekki það sem það þekkir ekki. Ég er ekki týpa sem pæli mikið í hvað öðrum finnst.“ Aðspurð hvort hún verði eitthvað vör við mikið áreiti á samfélagsmiðlum segir Ástrós ekki svo vera. Þó hiki hún ekki við að ýta á block takkann. „Ég blokka bara, sérstaklega ef það tengist dóttur minni á einhvern hátt.“ Ástrós segist sömuleiðis alltaf leggja upp úr því að vera samkvæm sjálfri sér. „Fólk vill mynda sér skoðun á manni og telur sig geta það því það hefur átt í einhverjum mjög litlum samskiptum við þig. Mér finnst það eiginlega bara fyndið. Að fólk telji sig geta myndað sér skoðun á einhverjum þegar það þekkir manneskjuna ekki neitt. En þegar að fólk vill eiga eitthvað á þig eða fá eitthvað frá þér, það er kannski svona óþægilegast.“
Einkalífið Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 17. mars 2024 07:01 Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 14. mars 2024 07:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 17. mars 2024 07:01
Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 14. mars 2024 07:00