Dreymir um hitalagnir og höll Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 14:01 Baldur Sigurðsson og Davíð Smári Lamude fóru yfir vallarmál Vestramanna í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport Vallarmál Vestramanna hafa verið nokkuð í umræðunni í vetur og óvíst er hvort þeir geti spilað á nýjum heimavelli í næsta mánuði, þegar keppni í Bestu deildinni hefst. Þjálfarinn Davíð Smári Lamude fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Fyrstu tveir leikir nýliðanna eru á útivelli, gegn Fram 7. apríl og við Breiðablik 13. apríl, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður 20. apríl, gegn KA á Kerecisvellinum. Myndu reyna að skipta við hin liðin Til þess þurfa veðurguðirnir hins vegar að vera afar hliðhollir Vestfirðingum, því bíða þarf eftir þíðu til að leggja gervigras á völlinn sem áður var með náttúrulegt gras. En hvað ef það tekst ekki í tæka tíð? „Þá verðum við að reyna að færa þessa fyrstu heimaleiki, svissa við hin liðin,“ segir Davíð Smári. Baldur var með á æfingu á æfingavelli Vestra, þar sem nýtt gervigras var lagt í október í fyrra. Frost í jörðu hafði hins vegar áhrif á gæði æfingarinnar, líkt og í allan vetur, og draumur Davíðs Smára er að fá hitalagnir undir nýja völlinn. Klippa: LUÍH - Baldur fékk að kynnast völlunum á Ísafirði Algjört lykilatriði að fá lagnir „Auðvitað er verið að vinna í því að bæta alla aðstöðu hérna en staðreyndin er samt sú að við erum með tvo frosna velli í staðinn fyrir einn. Það er bara staðreyndin. Auðvitað verðum við að fá lagnir undir völlinn svo það sé hægt að hita hann upp seinna meir, því það er ekki framkvæmd sem farið er í eftir á. Það er algjörlega krúsjal fyrir mér að við getum verið að byggja hérna upp starf sem er allt árið, en ekki eftir veðri og vindum,“ segir Davíð Smári. En er ekki eina leiðin að fá knattspyrnuhöll, til að geta æft allt árið um kring? „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Ég held að stærsta málið sé að fá lagnir undir þennan völl. Þú sérð að stóru félögin í Reykjavík eru svolítið mikið að fara út úr höllunum. Ég er ekki að segja að það væri ekki frábært að fá höll hérna. Það væri alveg frábært. En eitt skref í einu og ef hægt væri að fá lagnir í þennan völl þá væri það algjört lykilatriði í að reyna að búa til unga leikmenn hérna sem geta spilað fyrir meistaraflokk Vestra,“ segir Davíð Smári. Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01 Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00 Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Fyrstu tveir leikir nýliðanna eru á útivelli, gegn Fram 7. apríl og við Breiðablik 13. apríl, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður 20. apríl, gegn KA á Kerecisvellinum. Myndu reyna að skipta við hin liðin Til þess þurfa veðurguðirnir hins vegar að vera afar hliðhollir Vestfirðingum, því bíða þarf eftir þíðu til að leggja gervigras á völlinn sem áður var með náttúrulegt gras. En hvað ef það tekst ekki í tæka tíð? „Þá verðum við að reyna að færa þessa fyrstu heimaleiki, svissa við hin liðin,“ segir Davíð Smári. Baldur var með á æfingu á æfingavelli Vestra, þar sem nýtt gervigras var lagt í október í fyrra. Frost í jörðu hafði hins vegar áhrif á gæði æfingarinnar, líkt og í allan vetur, og draumur Davíðs Smára er að fá hitalagnir undir nýja völlinn. Klippa: LUÍH - Baldur fékk að kynnast völlunum á Ísafirði Algjört lykilatriði að fá lagnir „Auðvitað er verið að vinna í því að bæta alla aðstöðu hérna en staðreyndin er samt sú að við erum með tvo frosna velli í staðinn fyrir einn. Það er bara staðreyndin. Auðvitað verðum við að fá lagnir undir völlinn svo það sé hægt að hita hann upp seinna meir, því það er ekki framkvæmd sem farið er í eftir á. Það er algjörlega krúsjal fyrir mér að við getum verið að byggja hérna upp starf sem er allt árið, en ekki eftir veðri og vindum,“ segir Davíð Smári. En er ekki eina leiðin að fá knattspyrnuhöll, til að geta æft allt árið um kring? „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Ég held að stærsta málið sé að fá lagnir undir þennan völl. Þú sérð að stóru félögin í Reykjavík eru svolítið mikið að fara út úr höllunum. Ég er ekki að segja að það væri ekki frábært að fá höll hérna. Það væri alveg frábært. En eitt skref í einu og ef hægt væri að fá lagnir í þennan völl þá væri það algjört lykilatriði í að reyna að búa til unga leikmenn hérna sem geta spilað fyrir meistaraflokk Vestra,“ segir Davíð Smári. Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01 Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00 Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01
Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00
Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31