Kornabörn þurfa sér sæti á ÓL: „Vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2024 14:51 Ungt barn í stúkunni á HM 2019 í fótbolta. Getty Foreldrar ungabarna kvarta yfir reglubreytingu í kringum Ólympíuleikana í París þar sem börnunum verður meinaður aðgangur nema búið sé að greiða fyrir miða í sér sæti. Margaux Giddings, hjúkrunarfræðingur úr suðvesturhluta Frakklands, er meðal þeirra sem keypti miða á fimleikakeppni leikanna þegar þeir fóru fyrst í sölu á síðasta ári. Eftir það varð hún ólétt og eignaðist nýlega barn. „Dóttir mín er á brjósti og verður fimm mánaða gömul þegar leikarnir fara fram. Það pirrar mig að þurfa að skilja hana eftir. Ég hefði viljað hafa hana með,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Giddings. Bretinn Tom Baker segir svipaða sögu en hann keypti miða áður en kona hans varð ólétt. „Ég trúði því ekki þegar ég komst að því að barnið þyrfti sitt eigið sæti,“ segir Baker sem á von á barni í maí með konu sinni Kate. Þegar hann hafði samband við þjónustu leikanna fékk hann þau skilaboð að hann ætti að skoða miða á Ólympíumót fatlaðra þar sem sama krafa gildir ekki. „Við keyptum miðana einu og hálfu ári fyrir leikana, við vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni. Við gátum ekki vitað þetta og það er ekki hægt að leysa þetta því núna eru miðarnir uppseldir,“ bætir Baker við. Stuðningsmaður Sunderland fagnar í leik gegn Sheffield Wednesday með barni sínu. Fagnaðarlæti sem eru ef til vill ekki til fyrirmyndar.Getty Fulltrúar leikanna í París sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en skipuleggjendur hafa einnig sætt gagnrýni vegna hás miðaverðs. Ekki er mælt með því að börn séu með í för á viðburði á leikunum. „Almennt mælir París 2024 ekki með því að foreldar hafi börn undir fjögurra ári með í för á keppnisviðburði. Mælst er til að foreldrar taki tillit til umhverfisins sem skapast á keppnisviðburðum, sem geti verið óholl ungum börnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí og standa til 11. ágúst. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Margaux Giddings, hjúkrunarfræðingur úr suðvesturhluta Frakklands, er meðal þeirra sem keypti miða á fimleikakeppni leikanna þegar þeir fóru fyrst í sölu á síðasta ári. Eftir það varð hún ólétt og eignaðist nýlega barn. „Dóttir mín er á brjósti og verður fimm mánaða gömul þegar leikarnir fara fram. Það pirrar mig að þurfa að skilja hana eftir. Ég hefði viljað hafa hana með,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Giddings. Bretinn Tom Baker segir svipaða sögu en hann keypti miða áður en kona hans varð ólétt. „Ég trúði því ekki þegar ég komst að því að barnið þyrfti sitt eigið sæti,“ segir Baker sem á von á barni í maí með konu sinni Kate. Þegar hann hafði samband við þjónustu leikanna fékk hann þau skilaboð að hann ætti að skoða miða á Ólympíumót fatlaðra þar sem sama krafa gildir ekki. „Við keyptum miðana einu og hálfu ári fyrir leikana, við vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni. Við gátum ekki vitað þetta og það er ekki hægt að leysa þetta því núna eru miðarnir uppseldir,“ bætir Baker við. Stuðningsmaður Sunderland fagnar í leik gegn Sheffield Wednesday með barni sínu. Fagnaðarlæti sem eru ef til vill ekki til fyrirmyndar.Getty Fulltrúar leikanna í París sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en skipuleggjendur hafa einnig sætt gagnrýni vegna hás miðaverðs. Ekki er mælt með því að börn séu með í för á viðburði á leikunum. „Almennt mælir París 2024 ekki með því að foreldar hafi börn undir fjögurra ári með í för á keppnisviðburði. Mælst er til að foreldrar taki tillit til umhverfisins sem skapast á keppnisviðburðum, sem geti verið óholl ungum börnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí og standa til 11. ágúst.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn