Fórnaði Arsenal fyrir konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2024 12:00 Emmanuel Petit fagnar marki með þeim Nicolas Anelka og Dennis Bergkamp á 1997-98 tímabilinu. Getty/Mark Leech Franski fótboltamaðurinn Emmanuel Petit sér mikið eftir því í dag að hafa yfirgefið Arsenal á sínum tíma. Þessi fyrrum heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu vildi í raun ekki fara frá London en aðrir þættir í lífi hans réðu ákvörðun hans. Petit var í risastóru hlutverki í fyrstu meistaraliðunum undir stjórn Arsene Wenger. Wenger þekkti hann frá Mónakó og fékk hann því til enska félagsins. Petit spilaði með Arsenal frá 1997 til 2000 og var í aðalhlutverki í liðinu sem vann tvöfalt vorið 1998. "I would have picked a different option"Emmanuel Petit opens up about the reason he left Arsenal when he did and why he came to regret it in a brand new episode of League of Legends this Saturday.#AstroEPL #Arsenal #Barcelona pic.twitter.com/0VsTDj04We— Stadium Astro (@stadiumastro) March 14, 2024 Petit mætti í hlaðvarpsþátt Stadium Astro á dögunum og sagði þá frá ástæðunni fyrir því að hann yfirgaf Arsenal árið 2000 þá þrítugur. En af hverju fór hann frá Arsenal. „Vegna konu,“ svaraði Petit og leyndi ekki eftirsjá sinni. Emmanuel Petit og Agathe De La Fontaine sem hann gitist árið 2000.Getty/Dave Benett „Ég elskaði alltaf Barcelona og [Real] Madrid, tvö af stærstu félögum heims en ég hefði átt að vera áfram hjá Arsenal. Engin spurning,“ sagði Petit. „Stundum er grasið ekki grænna annars staðar. Það hefði verið betra að spila áfram hér þar sem ég fékk mikla ást, var mjög ánægður og náði árangri. Af hverju þá að fara? Engin spurning að ég sé mikið eftir því,“ sagði Petit. „Ef ég gæti farið aftur í tímann þá hefði ég örugglega tekið aðra ákvörðun,“ sagði Petit. Hann segir að kona hafi viljað komast í heitara og sólríkara loftslag á Spáni og hann hafi látið undan pressunni. Þegar Petit kom síðan aftur í ensku úrvalsdeildina ári síðar þá fór hann ekki aftur í Arsenal heldur til Chelsea þar sem hann lék síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Petit giftist frönsku leikkonunni Agathe de La Fontaine árið 2000 en þau skildu árið 2002 eftir að hafa eignast eitt barn saman. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Þessi fyrrum heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu vildi í raun ekki fara frá London en aðrir þættir í lífi hans réðu ákvörðun hans. Petit var í risastóru hlutverki í fyrstu meistaraliðunum undir stjórn Arsene Wenger. Wenger þekkti hann frá Mónakó og fékk hann því til enska félagsins. Petit spilaði með Arsenal frá 1997 til 2000 og var í aðalhlutverki í liðinu sem vann tvöfalt vorið 1998. "I would have picked a different option"Emmanuel Petit opens up about the reason he left Arsenal when he did and why he came to regret it in a brand new episode of League of Legends this Saturday.#AstroEPL #Arsenal #Barcelona pic.twitter.com/0VsTDj04We— Stadium Astro (@stadiumastro) March 14, 2024 Petit mætti í hlaðvarpsþátt Stadium Astro á dögunum og sagði þá frá ástæðunni fyrir því að hann yfirgaf Arsenal árið 2000 þá þrítugur. En af hverju fór hann frá Arsenal. „Vegna konu,“ svaraði Petit og leyndi ekki eftirsjá sinni. Emmanuel Petit og Agathe De La Fontaine sem hann gitist árið 2000.Getty/Dave Benett „Ég elskaði alltaf Barcelona og [Real] Madrid, tvö af stærstu félögum heims en ég hefði átt að vera áfram hjá Arsenal. Engin spurning,“ sagði Petit. „Stundum er grasið ekki grænna annars staðar. Það hefði verið betra að spila áfram hér þar sem ég fékk mikla ást, var mjög ánægður og náði árangri. Af hverju þá að fara? Engin spurning að ég sé mikið eftir því,“ sagði Petit. „Ef ég gæti farið aftur í tímann þá hefði ég örugglega tekið aðra ákvörðun,“ sagði Petit. Hann segir að kona hafi viljað komast í heitara og sólríkara loftslag á Spáni og hann hafi látið undan pressunni. Þegar Petit kom síðan aftur í ensku úrvalsdeildina ári síðar þá fór hann ekki aftur í Arsenal heldur til Chelsea þar sem hann lék síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Petit giftist frönsku leikkonunni Agathe de La Fontaine árið 2000 en þau skildu árið 2002 eftir að hafa eignast eitt barn saman.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira