Leikurinn hafði allt upp á að bjóða sem stórleikur í bikar á að hafa. Liðin skiptust á forystunni í leiknum og Manchester United skoraði jöfnunarmark í lok venjulegs leiktíma sem þýddi að leikurinn var framlengdur.
Í framlengingunni náði Liverpool forystunni en tvö mörk frá United í síðari hluta framlengingar tryggðu liði United sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Championship-liði Coventry.
Leikurinn í dag var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og það Guðmundur Benediktsson sem lýsti því sem fyrir augu bar.
Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Gummi Ben fer á kostum eins og svo oft áður.