Sport

Thelma skrifaði fim­leika­söguna á Ís­lands­mótinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Thelma Aðalsteinsdóttir gerði það gott á Íslandsmótinu í fimleikum um helgina.
Thelma Aðalsteinsdóttir gerði það gott á Íslandsmótinu í fimleikum um helgina. FSÍ

Í dag lauk Íslandsmótinu í áhaldafimleikum þegar keppt var á einstökum áhöldum. Thelma Aðalsteinsdóttir skrifaði sig í fimleikasöguna með æfingu sinni á tvíslá.

Mótið var haldið í fimleiksasal Ármanns og fimm efstu keppendur á hverju áhaldi í fjölþrautinni í gær sem fengu keppnisrétt á því áhaldi.

Thelma Aðalsteinsdóttir vann sigur í fjölþraut í gær og hélt áfram að gera það gott í dag. Hún vann Íslandsmeistaratitil á stökki, slá og gólfi en Margrét Lea Kristinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á tvíslá.

Ekki nóg með að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla þá skrifaði Thelma sig í fimleikasöguna með því að vera sú fyrsta til að gera nýja æfingu á stórmóti. Æfingin hefur ekki enn fengið nafn en verður nefnd eftir Thelmu samkvæmt frétt á heimasíðu Fimleiksambandsins.

Verðlaunahafar í stökki.FSÍ

Æfingin er framhringur á tvíslá tengdur í beint framheljarstökk.

Í karlaflokki skiptust verðlaunin jafnar á milli. Ágúst Ingi Davíðsson stóð uppi sem sigurvegari á gólfi, Arnþór Daði Jónasson á bogahesti og Jón Sigurður Gunnarsson á hringjum. Þá vann Martin Bjarni Guðmundsson til gullverðlauna í stökki og Valgarð Reinhardsson vann bæði á tvíslá og svifrá en hann vann sigur í fjölþraut í gær.

Úrslit í kvennaflokki

Stökk

1. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla

2. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla

3. sæti: Freyja Hannesdóttir, Grótta

Tvíslá

1. sæti Margrét Lea Kristinsdóttir, Stjarnan

2. sæti Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla

3. sæti Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla

Slá

1. sæti Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla

2. sæti Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla

3. sæti Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Gerpla

Gólf

1. sæti Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla

2. sæti Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla

3. sæti Margrét Lea Kristinsdóttir, Stjarnan

Úrslit í karlaflokki

Gólf

1. sæti Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla

2. sæti Martin Guðmundsson, Gerpla

3. sæti Dagur Kári Ólafsson, Gerpla

Bogahestur

1. sæti Arnþór Daði Jónasson, Gerpla

2. sæti Dagur Kári Ólafsson, Gerpla

3. sæti Atli Snær Valgeirsson, Gerpla

Hringir

1. sæti Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann

2. sæti Valgarð Reinhardsson, Gerpla

3. sæti Ágúst Ini Davíðsson, Gerpla

Stökk

1. sæti Martin Guðmundsson, Gerpla

2. sæti Valdimar Matthíasson, Gerpla

3. sæti Sigurður Ari Stefánsson, Gerpla

Tvíslá

1. sæti Valgarð Reinhardsson, Gerpla

2. sæti Atli Snær Valgerisson, Gerpla

3. sæti Sigurður Ari Stefánsson, Gerpla og Dagur Kári Ólafsson, Gerpla

Svifrá

1. sæti Valgarð Reinhardsson, Gerpla

2. sæti Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann

3. sæti Martin Guðmundsson, Gerpla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×