Menn voru ennþá að jafna sig eftir dramatíkina í leik Manchester United og Liverpool þegar komið var að því að draga í undanúrslit. Núverandi meistarar Manchester City, Chelsea, Manchester United og Coventry sem leikur í Championship deildinni voru í pottinum.
Og það má heldur betur segja að lið United geti verið áfram á bleiku skýi eftir dráttinn. Þeir drógust á móti liði Coventry sem var eflaust draumadráttur allra liðanna þriggja úr úrvalsdeildinni.
Manchester City og Chelsea mætast í hinum leiknum en leikið verður á Wembley 20. og 21. apríl.
The draw for the #EmiratesFACup semi-finals is complete
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024
We're off to Wembley