Enski boltinn

Búið að draga í undan­úr­slit enska bikarsins

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes eru eflaust ánægðir með mótherjana í undanúrslitum bikarsins.
Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes eru eflaust ánægðir með mótherjana í undanúrslitum bikarsins. Vísir/Getty

Strax að loknum leik Liverpool og Manchester United í 8-liða úrslitum enska bikarsins var dregið í undanúrslitin. Þrjú lið úr úrvalsdeildinni og eitt úr næst efstu deild voru í pottinum.

Menn voru ennþá að jafna sig eftir dramatíkina í leik Manchester United og Liverpool þegar komið var að því að draga í undanúrslit. Núverandi meistarar Manchester City, Chelsea, Manchester United og Coventry sem leikur í Championship deildinni voru í pottinum.

Og það má heldur betur segja að lið United geti verið áfram á bleiku skýi eftir dráttinn. Þeir drógust á móti liði Coventry sem var eflaust draumadráttur allra liðanna þriggja úr úrvalsdeildinni.

Manchester City og Chelsea mætast í hinum leiknum en leikið verður á Wembley 20. og 21. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×