Þreytandi grænþvottur Birgitta Stefánsdóttir skrifar 18. mars 2024 07:30 „Grænt“ - „Náttúrulegt“ - „Vistvænt“ - „Umhverfisvænt“ - „Sjálfbært“ Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif og flestir gera sitt besta til að versla umhverfisvænna. Seljendur hafa brugðist við þessu með að reyna að lyfta upp vörum sem eru betri kostur fyrir umhverfið og reyna að auðvelda neytendum valið. Þetta getur leitt til grænþvottar sem birtist í óútskýrðum fullyrðingum, röngum upplýsingum eða villandi orðanotkun. Nýleg norræn könnun sýndi fram á að íslenskir neytendur eru farnir að upplifa „græna þreytu“ vegna grænþvottar. Birtingarmyndin er sú að neytendur telja fyrirtæki ýkja hversu umhverfisvænar vörurnar þeirra eru, þeir pirra sig á grænni markaðssetningu sem engin innistæða er fyrir og eiga erfitt með að velja rétt þegar kemur að umhverfisvænni vörum. Dæmi um óskýrt eða villandi orðalag og myndmál. Þetta eru ekki áreiðanleg, óháð umhverfismerki. Umhverfismerkið Svanurinn gefur fyrirtækjum hér góð ráð til að forðast grænþvott: VERA NÁKVÆM Forðist loðið orðalag og hafið í huga að öll framleiðsla hefur í för með sér einhver áhrif á umhverfið svo sem losun gróðurhúsalofttegunda og mengun. Engar vörur eru 100% sjálfbærar! Segið nákvæmlega að hvaða leyti varan er umhverfisvænni en sambærileg vara. Til dæmis „framleitt með 30% minna vatni“ eða „inniheldur ekki hormónaraskandi efni“. VERA VISS UM AÐ SÖNNUNARGÖGNIN SÉU TIL Ef þið segið að varan sé framleidd með 30% minna vatni en sambærileg vara verðið þið að eiga gögn sem sýna fram á og sanna að sú fullyrðing sé rétt. Gögnin þurfa að sýna vatnsnotkun við framleiðslu á ykkar vöru í samanburði við aðra vöru. VERA VISS UM AÐ UPPLÝSINGARNAR EIGI VIÐ Fullyrðingar sem þið setjið fram þurfa að eiga við vöruna sjálfa og skipta máli fyrir heildarumhverfisáhrif hennar. Ef þú ætlar að markaðssetja gallabuxur sem umhverfisvænar er ekki nóg að heimsendingin sé á rafbíl eða að fyrirtækið notist aðeins við rafræna reikninga þar sem slíkt á ekki við um umhverfisáhrif buxnanna sem slíkra. SETJA VÖRUNA Í SAMHENGI VIÐ STÖÐUNA Á MARKAÐNUM Ef þið haldið því fram að varan sé umhverfisvænni en vara keppinautar verður að vera hægt að sýna fram á það (sjá punkt 2) en einnig ætti ekki að nota fullyrðingar í markaðssetningu sem vísa til lágmarksviðmiða samkvæmt lögum. Til dæmis að snyrtivara innihaldi ekki formaldehýð sem hefur verið bannað innan ESB. VERA VARKÁR Í NOTKUN MYNDEFNIS OG LITA Myndmál, lógó og litir geta látið vöruna líta út fyrir að vera umhverfisvænni en þú getur sýnt fram á. Grænt laufblað eða grænn hnöttur á umbúðunum eru líkleg til að fella ykkur í grænþvottaprófinu. Notist frekar við myndmál sem tengist ykkar sérstöðu, til dæmis sem tengist minni vatnsnotkun ef það er umhverfisþátturinn sem gerir vöruna sérstæða. EKKI SPILA Á ÓTTA OG SAMVISKUBIT Ekki notfæra þér þá staðreynd að sumir neytendur hafa miklar áhyggjur af umhverfismálum, ekki ala á ótta. Enginn bjargar heiminum með að kaupa vöruna þína! Það væri betra fyrir umhverfið að kaupa ekkert 🙂 Aftur – verið nákvæm og hreinskilin um að hvaða leyti varan er betra val. KYNNA SÉR REGLUR OG LEIÐBEININGAR Fyrirtæki ættu að kynna sér gildandi lög um auglýsingar, svo sem lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Einnig hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur um auglýsingar og umhverfisvernd þar sem fjallað er sérstaklega um umhverfisfullyrðingar. NOTA TRÚVERÐUGAR VOTTANIR Neytendur bera lítið traust til eigin umhverfisyfirlýsinga fyrirtækja en umtalsvert meira traust til traustverðugra umhverfisvottana eins og Svansins. Sækist eftir óháðri vottun á vöruna ykkar! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Grænt“ - „Náttúrulegt“ - „Vistvænt“ - „Umhverfisvænt“ - „Sjálfbært“ Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif og flestir gera sitt besta til að versla umhverfisvænna. Seljendur hafa brugðist við þessu með að reyna að lyfta upp vörum sem eru betri kostur fyrir umhverfið og reyna að auðvelda neytendum valið. Þetta getur leitt til grænþvottar sem birtist í óútskýrðum fullyrðingum, röngum upplýsingum eða villandi orðanotkun. Nýleg norræn könnun sýndi fram á að íslenskir neytendur eru farnir að upplifa „græna þreytu“ vegna grænþvottar. Birtingarmyndin er sú að neytendur telja fyrirtæki ýkja hversu umhverfisvænar vörurnar þeirra eru, þeir pirra sig á grænni markaðssetningu sem engin innistæða er fyrir og eiga erfitt með að velja rétt þegar kemur að umhverfisvænni vörum. Dæmi um óskýrt eða villandi orðalag og myndmál. Þetta eru ekki áreiðanleg, óháð umhverfismerki. Umhverfismerkið Svanurinn gefur fyrirtækjum hér góð ráð til að forðast grænþvott: VERA NÁKVÆM Forðist loðið orðalag og hafið í huga að öll framleiðsla hefur í för með sér einhver áhrif á umhverfið svo sem losun gróðurhúsalofttegunda og mengun. Engar vörur eru 100% sjálfbærar! Segið nákvæmlega að hvaða leyti varan er umhverfisvænni en sambærileg vara. Til dæmis „framleitt með 30% minna vatni“ eða „inniheldur ekki hormónaraskandi efni“. VERA VISS UM AÐ SÖNNUNARGÖGNIN SÉU TIL Ef þið segið að varan sé framleidd með 30% minna vatni en sambærileg vara verðið þið að eiga gögn sem sýna fram á og sanna að sú fullyrðing sé rétt. Gögnin þurfa að sýna vatnsnotkun við framleiðslu á ykkar vöru í samanburði við aðra vöru. VERA VISS UM AÐ UPPLÝSINGARNAR EIGI VIÐ Fullyrðingar sem þið setjið fram þurfa að eiga við vöruna sjálfa og skipta máli fyrir heildarumhverfisáhrif hennar. Ef þú ætlar að markaðssetja gallabuxur sem umhverfisvænar er ekki nóg að heimsendingin sé á rafbíl eða að fyrirtækið notist aðeins við rafræna reikninga þar sem slíkt á ekki við um umhverfisáhrif buxnanna sem slíkra. SETJA VÖRUNA Í SAMHENGI VIÐ STÖÐUNA Á MARKAÐNUM Ef þið haldið því fram að varan sé umhverfisvænni en vara keppinautar verður að vera hægt að sýna fram á það (sjá punkt 2) en einnig ætti ekki að nota fullyrðingar í markaðssetningu sem vísa til lágmarksviðmiða samkvæmt lögum. Til dæmis að snyrtivara innihaldi ekki formaldehýð sem hefur verið bannað innan ESB. VERA VARKÁR Í NOTKUN MYNDEFNIS OG LITA Myndmál, lógó og litir geta látið vöruna líta út fyrir að vera umhverfisvænni en þú getur sýnt fram á. Grænt laufblað eða grænn hnöttur á umbúðunum eru líkleg til að fella ykkur í grænþvottaprófinu. Notist frekar við myndmál sem tengist ykkar sérstöðu, til dæmis sem tengist minni vatnsnotkun ef það er umhverfisþátturinn sem gerir vöruna sérstæða. EKKI SPILA Á ÓTTA OG SAMVISKUBIT Ekki notfæra þér þá staðreynd að sumir neytendur hafa miklar áhyggjur af umhverfismálum, ekki ala á ótta. Enginn bjargar heiminum með að kaupa vöruna þína! Það væri betra fyrir umhverfið að kaupa ekkert 🙂 Aftur – verið nákvæm og hreinskilin um að hvaða leyti varan er betra val. KYNNA SÉR REGLUR OG LEIÐBEININGAR Fyrirtæki ættu að kynna sér gildandi lög um auglýsingar, svo sem lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Einnig hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur um auglýsingar og umhverfisvernd þar sem fjallað er sérstaklega um umhverfisfullyrðingar. NOTA TRÚVERÐUGAR VOTTANIR Neytendur bera lítið traust til eigin umhverfisyfirlýsinga fyrirtækja en umtalsvert meira traust til traustverðugra umhverfisvottana eins og Svansins. Sækist eftir óháðri vottun á vöruna ykkar! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun