Vampíra vann Músíktilraunir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2024 00:19 Vampíra fagnaði sigri. Aðsend Hljómsveitin Vampíra stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum sem lauk í kvöld að loknum fjórum undankvöldum í Hörpu. Eló hafnaði í öðru sæti og Chögma í því þriðja. Alls tóku 43 tónlistaratriði þátt í tilraununum í ár. Undankvöldin voru fjögur í Hörpu þar sem áhorfendur hlustuðu á 86 frumsamin lög. Í tilkynningu segir að þau hafi verið einstaklega fjölbreytt, sterk, skemmtileg og úr allskonar tónlistarstefnum og margskonar tilraunum. Eló hafnaði í öðru sæti.Aðsend Að lokum unnu tíu hljómsveitir sér rétt til þátttöku á úrslitakvöldinu en það voru þær Chögma, Cloud Cinema, Eló, Flórurnar, Frýs, Slysh, Social Suicide, Tommi G, Vampíra og Þögn sem spiluðu fyrir fullu húsi og góðri stemmningu í kvöld. Fyrsta sæti Músíktilrauna 2024 hlaut hljómsveitin Vampíra, annað sætið hreppti Eló og þriðja sætið hlaut Chögma. Chögma voru að vonum ánægð með þriðja sætið.Aðsend Í almennri símakosningu tók hljómsveitin Frýs titilinn Hljómsveit fólksins. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, styrkir úr Minningarsjóði Péturs W. Kristjánssonar og frá FTT, spilamennska á tónlistarhátíðum og sigurvegararnir munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair. Öll þau sem komust í úrslit hljóta frábæran fræðslupakka Hitakassans sem undirbýr ungt tónlistarfólk fyrir atvinnumennsku í tónlist, námskeiðið er haldið í samstarfi við Útón og Tónlistarborgina Reykjavík. Ýmiss verðlaun Hljómsveit fólksins: Frýs Einstaklingsverðlaun: Söngur: Gísli Freyr Sigurðursson í Slysh Bassi: Árni Hrafn Hrólfsson í Spiritual Reflections Hljómborð: Ríkharður Ingi Steinarsson í Áttavillt Gítar: Þórsteinn Léó Gunnarsson í Vampíra Trommur: Jónatan Emil Sigurþórsson í Chögma Rafheili: Emil Ingo Lupnaav Atlason í Emidex Höfundaverðlaun FTT: Elísabet Guðnadóttir í Eló Íslenskir textar: Urður Óliversdóttir í Urður Tónlist Harpa Reykjavík Músíktilraunir Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Alls tóku 43 tónlistaratriði þátt í tilraununum í ár. Undankvöldin voru fjögur í Hörpu þar sem áhorfendur hlustuðu á 86 frumsamin lög. Í tilkynningu segir að þau hafi verið einstaklega fjölbreytt, sterk, skemmtileg og úr allskonar tónlistarstefnum og margskonar tilraunum. Eló hafnaði í öðru sæti.Aðsend Að lokum unnu tíu hljómsveitir sér rétt til þátttöku á úrslitakvöldinu en það voru þær Chögma, Cloud Cinema, Eló, Flórurnar, Frýs, Slysh, Social Suicide, Tommi G, Vampíra og Þögn sem spiluðu fyrir fullu húsi og góðri stemmningu í kvöld. Fyrsta sæti Músíktilrauna 2024 hlaut hljómsveitin Vampíra, annað sætið hreppti Eló og þriðja sætið hlaut Chögma. Chögma voru að vonum ánægð með þriðja sætið.Aðsend Í almennri símakosningu tók hljómsveitin Frýs titilinn Hljómsveit fólksins. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, styrkir úr Minningarsjóði Péturs W. Kristjánssonar og frá FTT, spilamennska á tónlistarhátíðum og sigurvegararnir munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair. Öll þau sem komust í úrslit hljóta frábæran fræðslupakka Hitakassans sem undirbýr ungt tónlistarfólk fyrir atvinnumennsku í tónlist, námskeiðið er haldið í samstarfi við Útón og Tónlistarborgina Reykjavík. Ýmiss verðlaun Hljómsveit fólksins: Frýs Einstaklingsverðlaun: Söngur: Gísli Freyr Sigurðursson í Slysh Bassi: Árni Hrafn Hrólfsson í Spiritual Reflections Hljómborð: Ríkharður Ingi Steinarsson í Áttavillt Gítar: Þórsteinn Léó Gunnarsson í Vampíra Trommur: Jónatan Emil Sigurþórsson í Chögma Rafheili: Emil Ingo Lupnaav Atlason í Emidex Höfundaverðlaun FTT: Elísabet Guðnadóttir í Eló Íslenskir textar: Urður Óliversdóttir í Urður
Tónlist Harpa Reykjavík Músíktilraunir Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira