Grindvíkingar líklegastir til að taka þann stóra: „Þetta var ógeðslega sannfærandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 12:31 Grindvíkingar fóru illa með topplið Vals í Subway-deild karla í körfubolta í gær. Vísir/Diego Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja að Grindavík sé líklegasta liðið til að fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta í vor. Þeir Ómar Örn Sævarsson og Teitur Örlygsson voru mættir í þátt gærkvöldsins, ásamt stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni, til að gera upp 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Síðasti leikur umferðarinnar fór fram í gærkvöldi þegar Grindavík tók á móti toppliði Vals þar sem Grindvíkingar völtuðu yfir Valsmenn með 31 stigs mun, 98-67. „Orkan í Grindavíkurliðinu var frábær í kvöld og varnarlega séð mæta þeir til leiks, eru ekkert eðlilega flottir og Valsmenn skora bara 67 stig,“ sagði Stefán Árni í upphafi innslagsins. „Þetta var oft og tíðum bara vandræðalegt hjá Val og þeir svona sýndu öðrum liðum hvað Valsmenn geta verið veikri. Það er kannski smá áhyggjuefni fyrir Val,“ bætti Teitur við eftir að þeir félagar höfðu lofsamað varnarleik Grindavíkur í dágóðan tíma. „Þetta var svo áberandi að Grindavík var búið að berja úr þeim allt sjálfstraust og þá var þetta bara eiginlega einstefna. Ef þeir væru að spila ennþá núna þá væri munurinn kominn í 60 stig.“ Næst fóru þeir yfir frábæran leik Dedrick Deon Basile sem skilaði 24 stigum og tíu stoðsendingum áður en þeir veltu fyrir sér hvort Grindvíkingar væru líklegastir til að fagna þeim stóra í vor. „Já, þeir tóku þann vafasama heiður af Val núna,“ sagði Teitur. „Þetta var ógeðslega sannfærandi,“ bætti Ómar við. „Eiginlega of sannfærandi. Þetta stressaði mig eiginlega smá. Að þetta myndi gefa manni einhverja falska von,“ sagði Ómar, sem lék með Grindavík í átta ár, að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grinvíkingar líklegastir til að taka þann stóra Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Þeir Ómar Örn Sævarsson og Teitur Örlygsson voru mættir í þátt gærkvöldsins, ásamt stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni, til að gera upp 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Síðasti leikur umferðarinnar fór fram í gærkvöldi þegar Grindavík tók á móti toppliði Vals þar sem Grindvíkingar völtuðu yfir Valsmenn með 31 stigs mun, 98-67. „Orkan í Grindavíkurliðinu var frábær í kvöld og varnarlega séð mæta þeir til leiks, eru ekkert eðlilega flottir og Valsmenn skora bara 67 stig,“ sagði Stefán Árni í upphafi innslagsins. „Þetta var oft og tíðum bara vandræðalegt hjá Val og þeir svona sýndu öðrum liðum hvað Valsmenn geta verið veikri. Það er kannski smá áhyggjuefni fyrir Val,“ bætti Teitur við eftir að þeir félagar höfðu lofsamað varnarleik Grindavíkur í dágóðan tíma. „Þetta var svo áberandi að Grindavík var búið að berja úr þeim allt sjálfstraust og þá var þetta bara eiginlega einstefna. Ef þeir væru að spila ennþá núna þá væri munurinn kominn í 60 stig.“ Næst fóru þeir yfir frábæran leik Dedrick Deon Basile sem skilaði 24 stigum og tíu stoðsendingum áður en þeir veltu fyrir sér hvort Grindvíkingar væru líklegastir til að fagna þeim stóra í vor. „Já, þeir tóku þann vafasama heiður af Val núna,“ sagði Teitur. „Þetta var ógeðslega sannfærandi,“ bætti Ómar við. „Eiginlega of sannfærandi. Þetta stressaði mig eiginlega smá. Að þetta myndi gefa manni einhverja falska von,“ sagði Ómar, sem lék með Grindavík í átta ár, að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grinvíkingar líklegastir til að taka þann stóra
Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum