Segir son sinn hafa beitt konur ofbeldi í mörg ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 10:30 Móðir Jerome Boateng fer ekki fögrum orðum um son sinn í tölvupósti sem Der Spiegel hefur undir höndunum. Martin Rose/Getty Images Móðir þýska knattspyrnumannsins Jerome Boateng segir að leikmaðurinn, sem var dæmdur fyrir heimilisofbeldi árið 2021, hafi beitt konur andlegu og líkamlegu ofbeldi í mörg ár. Árið 2021 var Boateng dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Sherin Senler. Upphaflega var honum gert að greiða dagsektir upp á 30 þúsund evrur í 60 daga, en ári síðar var dómnum breytt og hann þurfti að greiða 10 þýsund evrur á dag í 120 daga, samtals 1,2 milljónir evra sam samsvarar um 179 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Nú fjallar þýski miðillinn Der Spiegel hins vegar um annað mál að hendur Boateng þar sem hann er sakaður um ofbeldi gegn annarri fyrrverandi kærustu. Sú hét Kasia Lenhardt, en hún tók sitt eigið líf þann 9. febrúar árið 2021. Þegar andlát Kasiu Lenhardt var rannsakað fundust yfir 25 klukkustundir af hljóðupptökum á síma hennar sem hún hafði notað mánuðina fyrir andlátið. Þær upptökur styðja við ásakanir á hendur Boateng og lögfræðingur í Berlín staðfestir einnig í samtali við Der Spiegel að Lenhardt hafi ætlað sér að leggja fram kæru á hendur Boateng fyrir líkamsmeiðingar stuttu áður en hún tók sitt eigið líf. 🗣️ Jerome Boateng’s mother: "My son has been mentally and physically abusing women for years, now Kasia Lenhardt has taken his own life and he still doesn't want to face the consequences for his behavior." [@derspiegel] pic.twitter.com/wmbmxGY3qt— SimplyGoal (@SimplyGoal) March 15, 2024 Þá segist þýski miðillinn einnig hafa undir höndum tölvupóstsamskipti móður Boatengs og þýsks lögfræðings þar sem móðir hans, Martina Boateng, segir að sonur sinn hafi lengi stundað það að beita konur ofbeldi. „Sonur minn hefur beitt konur bæði líkamnlegu og andlegu ofbeldi í mörg ár. Nú er Kasia Lenhardt búin að taka eigið líf en hann vill enn ekki horfast í augu við afleiðingar hegðunnar sinnar,“ segir í tölvupósti móður Boatengs. Der Spiegel greinir einnig frá því að miðillinn hafi skilaboð undir höndunum sem ná alla leið til ársins 2019 þar sem Lenhardt sakar Boateng um ofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að Lenhardt sakar knattspyrnumanninn um að hafa nánast brotið á sér þumalinn og að hafa kastað glösum í átt að sér, ásamt myndum af ýmsum áverkum. Boateng á að baki 76 leiki fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Hann leikur í dag með ítalska liðinu Salernitana, en varð á sínum tíma enskur bikarmeistari með Manchester City áður en hann gekk í raðir Bayern München þar sem hann vann þýsku deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang. Heimilisofbeldi Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Árið 2021 var Boateng dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Sherin Senler. Upphaflega var honum gert að greiða dagsektir upp á 30 þúsund evrur í 60 daga, en ári síðar var dómnum breytt og hann þurfti að greiða 10 þýsund evrur á dag í 120 daga, samtals 1,2 milljónir evra sam samsvarar um 179 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Nú fjallar þýski miðillinn Der Spiegel hins vegar um annað mál að hendur Boateng þar sem hann er sakaður um ofbeldi gegn annarri fyrrverandi kærustu. Sú hét Kasia Lenhardt, en hún tók sitt eigið líf þann 9. febrúar árið 2021. Þegar andlát Kasiu Lenhardt var rannsakað fundust yfir 25 klukkustundir af hljóðupptökum á síma hennar sem hún hafði notað mánuðina fyrir andlátið. Þær upptökur styðja við ásakanir á hendur Boateng og lögfræðingur í Berlín staðfestir einnig í samtali við Der Spiegel að Lenhardt hafi ætlað sér að leggja fram kæru á hendur Boateng fyrir líkamsmeiðingar stuttu áður en hún tók sitt eigið líf. 🗣️ Jerome Boateng’s mother: "My son has been mentally and physically abusing women for years, now Kasia Lenhardt has taken his own life and he still doesn't want to face the consequences for his behavior." [@derspiegel] pic.twitter.com/wmbmxGY3qt— SimplyGoal (@SimplyGoal) March 15, 2024 Þá segist þýski miðillinn einnig hafa undir höndum tölvupóstsamskipti móður Boatengs og þýsks lögfræðings þar sem móðir hans, Martina Boateng, segir að sonur sinn hafi lengi stundað það að beita konur ofbeldi. „Sonur minn hefur beitt konur bæði líkamnlegu og andlegu ofbeldi í mörg ár. Nú er Kasia Lenhardt búin að taka eigið líf en hann vill enn ekki horfast í augu við afleiðingar hegðunnar sinnar,“ segir í tölvupósti móður Boatengs. Der Spiegel greinir einnig frá því að miðillinn hafi skilaboð undir höndunum sem ná alla leið til ársins 2019 þar sem Lenhardt sakar Boateng um ofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að Lenhardt sakar knattspyrnumanninn um að hafa nánast brotið á sér þumalinn og að hafa kastað glösum í átt að sér, ásamt myndum af ýmsum áverkum. Boateng á að baki 76 leiki fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Hann leikur í dag með ítalska liðinu Salernitana, en varð á sínum tíma enskur bikarmeistari með Manchester City áður en hann gekk í raðir Bayern München þar sem hann vann þýsku deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang.
Heimilisofbeldi Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira