Højlund og Salah klárir í stórleikinn: „Vitum að þessi leikur skiptir öllu máli“ Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2024 14:34 Rasmus Højlund hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en gæti snúið aftur á sunnudag í risaleikinn við Virgil Van Dijk og félaga. Getty/Clive Brunskill „Sumir leikir eru stærri en aðrir,“ sagði Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi í dag fyrir bikarslaginn mikla við Liverpool á sunnudag. Liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag klukkan 15.30. Bikarkeppnin er síðasti séns fyrir United til að landa titli á leiktíðinni, og mögulega fyrir Ten Hag til að halda starfinu. Jürgen Klopp er hins vegar með Liverpool á flugi og 9.000 stuðningsmenn liðsins munu mæta á Old Trafford til að styðja liðið. Þrír snúa aftur hjá United Ten Hag segist reikna með að þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Højlund verði allir til taks á ný, eftir meiðsli. „Þeir hafa allir snúið aftur út á völlinn. Að hluta til í byrjun vikunnar og í dag áttum við æfingu þar sem þeir æfðu allir,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. Klopp sagði Mohamed Salah hafa náð sér vel af meiðslum og að hann væri klárlega tilbúinn í leikinn á sunnudaginn. Sjá þyrfti til með Ibrahima Konate sem ekki hefði æft í dag og væri því ólíklegur. Curtis Jones, Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold þuri hins vegar að bíða fram yfir landsleikjahléið. „Spurðu mig frekar eftir leik“ „Ég hlakka til. Ég er ekki viss um að það að „njóta“ sé rétta orðið. Við fáum 9.000 manns með okkur á Old Trafford en já, spurðu mig frekar eftir leik hvort ég hafi notið hans. Fram að leik er þetta bara vinna. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum,“ sagði Klopp og benti á að álagið væri meira á Liverpool sem spilaði í Evrópudeildinni í gær, á meðan að United fær heila viku til undirbúnings. „Ég veit ekki margt um tímabilið þeirra en hef séð nokkra mjög góða leiki. Þeir hafa átt í vandræðum með meiðsli en kannski er Rasmus Højlund tilbúinn aftur? Og Wan-Bissaka nálægt því? Það skiptir auðvitað máli en við sjáum til á sunnudaginn,“ sagði Klopp og bætti við: „Þetta er alltaf erfiður staður fyrir okkur og við vitum að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða. Við ætlum að sýna það á vellinum með vinnuframlagi en maður veit aldrei. Það er ekkert öruggt í þessu, bara tækifæri. Við reynum okkar besta,“ sagði Klopp. Leikur Manchester United og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Upphitun hefst klukkan 15 og leikurinn sjálfur hálftíma síðar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag klukkan 15.30. Bikarkeppnin er síðasti séns fyrir United til að landa titli á leiktíðinni, og mögulega fyrir Ten Hag til að halda starfinu. Jürgen Klopp er hins vegar með Liverpool á flugi og 9.000 stuðningsmenn liðsins munu mæta á Old Trafford til að styðja liðið. Þrír snúa aftur hjá United Ten Hag segist reikna með að þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Højlund verði allir til taks á ný, eftir meiðsli. „Þeir hafa allir snúið aftur út á völlinn. Að hluta til í byrjun vikunnar og í dag áttum við æfingu þar sem þeir æfðu allir,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. Klopp sagði Mohamed Salah hafa náð sér vel af meiðslum og að hann væri klárlega tilbúinn í leikinn á sunnudaginn. Sjá þyrfti til með Ibrahima Konate sem ekki hefði æft í dag og væri því ólíklegur. Curtis Jones, Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold þuri hins vegar að bíða fram yfir landsleikjahléið. „Spurðu mig frekar eftir leik“ „Ég hlakka til. Ég er ekki viss um að það að „njóta“ sé rétta orðið. Við fáum 9.000 manns með okkur á Old Trafford en já, spurðu mig frekar eftir leik hvort ég hafi notið hans. Fram að leik er þetta bara vinna. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum,“ sagði Klopp og benti á að álagið væri meira á Liverpool sem spilaði í Evrópudeildinni í gær, á meðan að United fær heila viku til undirbúnings. „Ég veit ekki margt um tímabilið þeirra en hef séð nokkra mjög góða leiki. Þeir hafa átt í vandræðum með meiðsli en kannski er Rasmus Højlund tilbúinn aftur? Og Wan-Bissaka nálægt því? Það skiptir auðvitað máli en við sjáum til á sunnudaginn,“ sagði Klopp og bætti við: „Þetta er alltaf erfiður staður fyrir okkur og við vitum að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða. Við ætlum að sýna það á vellinum með vinnuframlagi en maður veit aldrei. Það er ekkert öruggt í þessu, bara tækifæri. Við reynum okkar besta,“ sagði Klopp. Leikur Manchester United og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Upphitun hefst klukkan 15 og leikurinn sjálfur hálftíma síðar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira