Veður

Norð­læg átt og víðast dá­lítil él

Atli Ísleifsson skrifar
Það verður frostlaust sunnanlands í dag, en annars vægt frost – núll til sex stig.
Það verður frostlaust sunnanlands í dag, en annars vægt frost – núll til sex stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum í flestum landshlutum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði frostlaust sunnanlands að deginum, annars vægt frost – núll til sex stig.

„Á morgun þokast smálægð norður skammt fyrir vestan land. Henni fylgir ákveðin suðaustanátt og má búast við slyddu eða snjókomu með köflum, einkum síðdegis og annað kvöld. Á Norðaustur- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og litla sem enga úrkomu. Frost 0 til 8 stig, en hiti um eða yfir frostmarki suðvestantil.

Á laugardag er spáð heldur mildara veðri, sunnan kalda eða stinningskalda með lítilsháttar slyddu, en samfelldri rigningu suðaustanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort á landinu fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum. Hægari og að mestu þurrt austantil, en snjókoma á Suðausturlandi um kvöldið. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust suðvestanlands.

Á laugardag: Suðaustlæg eða breytileg átt, víða 5-13 og lítilsháttar slydda, en samfelld rigning suðaustantil. Hiti 0 til 6 stig. Vaxandi norðaustanátt á Vestfjörðum um kvöldið og kólnar.

Á sunnudag: Norðaustan 10-18 og snjókoma, frost 0 til 5 stig. Hægari og rigning eða slydda á Austfjörðum og sunnanlands, hiti 0 til 6 stig.

Á mánudag: Norðaustanátt og snjókoma norðvestantil, frost 0 til 7 stig. Dálítil væta sunnan- og austanlands, en él og kólnar um kvöldið.

Á þriðjudag og miðvikudag: Norðlæg átt og snjókoma eða él, en úrkomulítið sunnan heiða. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×