Sagður þukla á mömmu sinni í myndbandi sem veldur hneykslun Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 07:31 Aroldis Chapman hefur tvívegis orðið bandarískur meistari í hafnabolta en einnig komist í fréttirnar af mun verri ástæðum. Getty/Daniel Shirey Aroldis Chapman hefur valdið mikilli hneykslun á meðal hafnboltaáhugafólks með myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum, þar sem hann sést þukla á brjóstum eldri konu, utan klæða. Talið er að konan sé móðir hans. Chapman er 36 ára stjarna í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni. Hann er kastari hjá Pittsburgh Pirates og hefur unnið tvo meistaratitla; í fyrra með Texas Rangers og árið 2016 með Chicago Cubs. Sjö sinnum hefur hann verið valinn í stjörnulið deildarinnar. En Chapman hefur einnig komist í fréttirnar af óæskilegum ástæðum og núna vegna myndbands sem hann birti sjálfur. Myndbandið var sett í Instagram Story á þriðjudag og er nú horfið þaðan en víða í dreifingu á samfélagsmiðlum. Aroldis Chapman posted this on his IG story https://t.co/SAPPUcVLrQ— Baseball King (@BasebaIlKing) March 13, 2024 Í fullri útgáfu myndbandsins sést Chapman liggja í sófanum ásamt eldri konu, og er þriðji aðili að taka upp myndbandið. Þau ræða saman á spænsku á meðan að Chapman þuklar á brjóstum konunnar sem er fullklædd. Hún virðist ekki kippa sér mikið upp við það en reynir að færa hönd Chapmans í burtu og klappar honum á bakið. Chapman smellir jafnframt kossi á annað brjóstið. Samkvæmt bandarískum miðlum á borð við Sports Illustrated er talið að konan, sem áður hefur sést á samfélagsmiðlum Chapmans, sé móðir hans. Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið eftir því. Fyrirsögn SI er einfaldlega: „Hvað í fjandanum var ég að sjá?“ Stuðningsmenn fullir viðbjóðs yfir sjokkerandi myndbandi af fyrrverandi kastara Texas Rangers og Yankees. New York Post talar um að myndbandið sé „disturbing“, það er að segja áhrifamikið en á neikvæðan hátt, og Fox News segir Chapman hafa sjokkerað hafnaboltaáhugafólk með furðulegu myndbandi. Fékk þrjátíu leikja bann vegna heimilisofbeldis Chapman hefur áður verið í fréttum af óæskilegum ástæðum en hann var sakaður um að ráðast á kærustu sína, ýta henni og þrengja að öndunarvegi hennar, í október 2015. Chapman var jafnframt talinn hafa skotið átta sinnum úr byssu. Lögreglan í Flórída lagði þó aldrei fram ákæru, vegna ósamræmis í framburði vitna, en MLB-deildin úrskurðaði Chapman í þrjátíu leikja bann. Hafnabolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira
Chapman er 36 ára stjarna í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni. Hann er kastari hjá Pittsburgh Pirates og hefur unnið tvo meistaratitla; í fyrra með Texas Rangers og árið 2016 með Chicago Cubs. Sjö sinnum hefur hann verið valinn í stjörnulið deildarinnar. En Chapman hefur einnig komist í fréttirnar af óæskilegum ástæðum og núna vegna myndbands sem hann birti sjálfur. Myndbandið var sett í Instagram Story á þriðjudag og er nú horfið þaðan en víða í dreifingu á samfélagsmiðlum. Aroldis Chapman posted this on his IG story https://t.co/SAPPUcVLrQ— Baseball King (@BasebaIlKing) March 13, 2024 Í fullri útgáfu myndbandsins sést Chapman liggja í sófanum ásamt eldri konu, og er þriðji aðili að taka upp myndbandið. Þau ræða saman á spænsku á meðan að Chapman þuklar á brjóstum konunnar sem er fullklædd. Hún virðist ekki kippa sér mikið upp við það en reynir að færa hönd Chapmans í burtu og klappar honum á bakið. Chapman smellir jafnframt kossi á annað brjóstið. Samkvæmt bandarískum miðlum á borð við Sports Illustrated er talið að konan, sem áður hefur sést á samfélagsmiðlum Chapmans, sé móðir hans. Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið eftir því. Fyrirsögn SI er einfaldlega: „Hvað í fjandanum var ég að sjá?“ Stuðningsmenn fullir viðbjóðs yfir sjokkerandi myndbandi af fyrrverandi kastara Texas Rangers og Yankees. New York Post talar um að myndbandið sé „disturbing“, það er að segja áhrifamikið en á neikvæðan hátt, og Fox News segir Chapman hafa sjokkerað hafnaboltaáhugafólk með furðulegu myndbandi. Fékk þrjátíu leikja bann vegna heimilisofbeldis Chapman hefur áður verið í fréttum af óæskilegum ástæðum en hann var sakaður um að ráðast á kærustu sína, ýta henni og þrengja að öndunarvegi hennar, í október 2015. Chapman var jafnframt talinn hafa skotið átta sinnum úr byssu. Lögreglan í Flórída lagði þó aldrei fram ákæru, vegna ósamræmis í framburði vitna, en MLB-deildin úrskurðaði Chapman í þrjátíu leikja bann.
Hafnabolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira