Þetta má sjá á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar hafa þau birt myndir af sér saman umkringd pálmatrjám, að sjálfsögðu með sólgleraugu. Parið hefur undanfarin ár gert það gott í sitthvoru lagi.
Unnur starfar eins og áður segir hjá Seðlabankanum. Samhliða því er hún með eitt fárra hlaðvarpa landsins um mannauðsmál, hlaðvarpið Á mannauðsmáli. Hugi er öllu betur þekktur en margir muna eftir honum sem Ofur-Huga í skemmtiþáttunum 70 mínútur.
Undanfarið hefur Hugi verið með samnefnda hlaðvarpsþætti auk Sigmars Vilhjálmssonar vinar síns, sem betur er þekktur sem Simmi Vill. Þar hefur hann rætt einkalíf sitt á opinskáan hátt en hann greindi þar frá því í maí í fyrra að hann væri orðinn einhleypur. Áður hafði hann verið með Ástrósu Signýjardóttur verkefnastjóra í sextán ár.