„Ef hann væri að spila í dag værum við að tala um hann eins og Trae Young“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2024 08:32 Allen Iverson gerði garðinn frægan með Philadelphia 76ers en lék einnig með Denver Nuggets, Memphis Grizzlies og Detroit Pistons. EPA/JEFF KOWALSKY Nei eða Já var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var meðal annars farið yfir hversu sigurstrangleg Bandaríkin eru á Ólympíuleikunum 2024 og hvort Allen Iversson hafi verið ofmetinn leikmaður. Liðurinn Nei eða Já virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svar sitt. Að þessu sinni voru þeir Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson sérfræðingar. Bandaríska landsliðið vinnur Ólympíuleikana 2024 „Ef þeir taka mitt lið. Ef þeir taka stjörnuhópinn – ef þeir fara að taka Duncan Robinson, Derrick White of alltof marga svoleiðis þá nei, Þá vinna þeir ekki,“ sagði Tómas áður en Hörður fékk orðið. „Ég segi að þeir vinni, aðallega út af því að Joel Embiid ákvað að vera ekki Frakki.“ „Ef franska landsliðið hefði getað stillt upp Rudy Gobert, Victor Wembanyama og Embiid hefði allavega verið mjög áhugavert að sjá liðið spila,“ skaut Tómas inn í. „Það er verið að ræna mann því, það er það sem er svo svekkjandi,“ bætti Hörður við. Wembanyama er 2.24 metri á hæð, Gobert er 2.16 metri og Embiid 2.13. Kjartan Atli hefði viljað sjá þá leiðast saman í vörn við mikla kátínu sérfræðinganna tveggja. Klippa: Lögmál leiksins: Ef hann væri að spila í dag værum við að tala um hann eins og Trae Young Allen Iverson var ofmetinn leikmaður „Að vissu leyti er hann það. Hann er metinn betri. Hann hafði stórkostleg áhrif eins og við minntumst á. Bæði spilastíllinn hans, áhrif hans á menninguna og kúltúrinn. En hann spilaði ómannlega mikið af mínútum, spilaði 40 mínútur að meðaltali í leik í 10 ár. Hann er hættur í körfubolta 33 ára, gjörsamlega búinn.“ „Ofmetinn að því leyti að ef hann væri að spila í dag værum við að tala um hann eins og Trae Young.“ „Algjörlega sammála. Iverson var minn maður. Átti geggjað run þegar þeir fara í úrslitin gegn Lakers. Hann er ofmetinn sko. Ef við horfum í hráa tölfræði.“ Kjartan var ekki alveg sammála sérfræðingunum sínum hér. Skoðun Kjartans má sjá og heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Önnur umræðuefni í Nei eða Já að þessu sinni voru 90´s boltinn er snúinn aftur og Philadelphia getur keppt um titil í ár með heilan Embiid. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Boston verður í vandræðum undir lok stóru leikjanna Í þættinum Lögmál leiksins í kvöld verður farið yfir lokaandartökin í leik Boston Celtics og Denver Nuggets sem fram fór á dögunum en Nuggets vann þann leik nokkuð tæpt undir lokin. 11. mars 2024 17:01 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Liðurinn Nei eða Já virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svar sitt. Að þessu sinni voru þeir Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson sérfræðingar. Bandaríska landsliðið vinnur Ólympíuleikana 2024 „Ef þeir taka mitt lið. Ef þeir taka stjörnuhópinn – ef þeir fara að taka Duncan Robinson, Derrick White of alltof marga svoleiðis þá nei, Þá vinna þeir ekki,“ sagði Tómas áður en Hörður fékk orðið. „Ég segi að þeir vinni, aðallega út af því að Joel Embiid ákvað að vera ekki Frakki.“ „Ef franska landsliðið hefði getað stillt upp Rudy Gobert, Victor Wembanyama og Embiid hefði allavega verið mjög áhugavert að sjá liðið spila,“ skaut Tómas inn í. „Það er verið að ræna mann því, það er það sem er svo svekkjandi,“ bætti Hörður við. Wembanyama er 2.24 metri á hæð, Gobert er 2.16 metri og Embiid 2.13. Kjartan Atli hefði viljað sjá þá leiðast saman í vörn við mikla kátínu sérfræðinganna tveggja. Klippa: Lögmál leiksins: Ef hann væri að spila í dag værum við að tala um hann eins og Trae Young Allen Iverson var ofmetinn leikmaður „Að vissu leyti er hann það. Hann er metinn betri. Hann hafði stórkostleg áhrif eins og við minntumst á. Bæði spilastíllinn hans, áhrif hans á menninguna og kúltúrinn. En hann spilaði ómannlega mikið af mínútum, spilaði 40 mínútur að meðaltali í leik í 10 ár. Hann er hættur í körfubolta 33 ára, gjörsamlega búinn.“ „Ofmetinn að því leyti að ef hann væri að spila í dag værum við að tala um hann eins og Trae Young.“ „Algjörlega sammála. Iverson var minn maður. Átti geggjað run þegar þeir fara í úrslitin gegn Lakers. Hann er ofmetinn sko. Ef við horfum í hráa tölfræði.“ Kjartan var ekki alveg sammála sérfræðingunum sínum hér. Skoðun Kjartans má sjá og heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Önnur umræðuefni í Nei eða Já að þessu sinni voru 90´s boltinn er snúinn aftur og Philadelphia getur keppt um titil í ár með heilan Embiid.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Boston verður í vandræðum undir lok stóru leikjanna Í þættinum Lögmál leiksins í kvöld verður farið yfir lokaandartökin í leik Boston Celtics og Denver Nuggets sem fram fór á dögunum en Nuggets vann þann leik nokkuð tæpt undir lokin. 11. mars 2024 17:01 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Boston verður í vandræðum undir lok stóru leikjanna Í þættinum Lögmál leiksins í kvöld verður farið yfir lokaandartökin í leik Boston Celtics og Denver Nuggets sem fram fór á dögunum en Nuggets vann þann leik nokkuð tæpt undir lokin. 11. mars 2024 17:01
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum