Þjóðarskömmin mikla Sigmar Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 08:01 Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Frábær meðferðarúrræði okkar eru langt því frá fullnýtt þrátt fyrir að mörg hundruð manns séu á biðlista. Ríkið dregur lappirnar í því að fjármagna gagnlega og gagnreynda viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíóðafíkn sem eru nöturleg skilaboð í þeim faraldri sem nú geisar. Afleiðingin af þeirri vanfjármögnun er sú að SÁÁ þarf að taka fjármagn úr öðru meðferðarstarfi á Vogi og Vík til að þjónusta meira en 300 einstaklinga með ópíóðafíkn. Ríkið greiðir ekki einu sinni þriðjung af þeim kostnaði sem fellur til í ópíóðameðferðinni. Samningurinn við sjúkratryggingar nær ekki lengra en svo, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Viðhaldsmeðferðin bjargar mannslífum og eykur lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Sú meðferð dregur líka stórlega úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Ég myndi skilja tregðu ríkisvaldsins við að fjármagna þetta af fullu ef upphæðin sem um ræðir væri mjög há. En það er hún aldeilis ekki. Það vantar um 100 milljónir til að hægt sé að gera þetta sómasamlega. Ef þessi upphæð er mælistika á það hversu hátt við verðleggjum mannslíf þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, þá getum við ekki lengur kallað okkur velferðarsamfélag. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um að heilbrigðis og fjármálaráðherra tryggi, í eitt skipti fyrir öll, að þessi viðhaldsmeðferð verði greidd að fullu af sjúkratryggingum. Það mætir þörfum þessa fólks og losar um fjármagn til að hægt sé að keyra Vog á fullum afköstum. Þannig má byrja á að höggva niður þennan skammarlega biðlista sem hangir yfir okkur sem eilífur minnisvarði um fordóma gagnvart veiku fólki. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að það sé þjóðarskömm ef þingið sameinast ekki um að kosta til þessum 100 milljónum á ári. Þessar 100 milljónir bjarga mörgum mannslífum og lina þær þjáningar sem þúsundir fjölskyldna búa við vegna vandans. Orðum þetta svona: Ef samfélagið girðir sig ekki í brók og bætir þjónustuna við þetta veika fólk, þá er það alger uppgjöf gagnvart því hlutverki sem heilbrigðisþjónustan á sinna. Það eru þá líka skilaboð til aðstandenda og barna þeirra sem veikir eru að fólkið þeirra skipti samfélagið minna máli en annað veikt fólk. Börn eiga rétt á því að mamma þeirra eða pabbi geti fengið aðstoð í heilbrigðiskerfinu þegar veikindin gera vart við sig. Flóknara er það ekki. Við myndum aldrei, aldrei nokkurn tímann, sætta okkur við að hjartveikir eða krabbameinssjúkir væru jafn afskiptir og fólk með fíknisjúkdóm. Við verðum að hætta því að líta á það sem eðlilegt ástand að fársjúkt fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir heilbrigðisþjónustu. Íslenska velferðarsamfélagið á ekki að gera mannamun þegar kemur að alvarlega veiku fólki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Frábær meðferðarúrræði okkar eru langt því frá fullnýtt þrátt fyrir að mörg hundruð manns séu á biðlista. Ríkið dregur lappirnar í því að fjármagna gagnlega og gagnreynda viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíóðafíkn sem eru nöturleg skilaboð í þeim faraldri sem nú geisar. Afleiðingin af þeirri vanfjármögnun er sú að SÁÁ þarf að taka fjármagn úr öðru meðferðarstarfi á Vogi og Vík til að þjónusta meira en 300 einstaklinga með ópíóðafíkn. Ríkið greiðir ekki einu sinni þriðjung af þeim kostnaði sem fellur til í ópíóðameðferðinni. Samningurinn við sjúkratryggingar nær ekki lengra en svo, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Viðhaldsmeðferðin bjargar mannslífum og eykur lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Sú meðferð dregur líka stórlega úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Ég myndi skilja tregðu ríkisvaldsins við að fjármagna þetta af fullu ef upphæðin sem um ræðir væri mjög há. En það er hún aldeilis ekki. Það vantar um 100 milljónir til að hægt sé að gera þetta sómasamlega. Ef þessi upphæð er mælistika á það hversu hátt við verðleggjum mannslíf þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, þá getum við ekki lengur kallað okkur velferðarsamfélag. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um að heilbrigðis og fjármálaráðherra tryggi, í eitt skipti fyrir öll, að þessi viðhaldsmeðferð verði greidd að fullu af sjúkratryggingum. Það mætir þörfum þessa fólks og losar um fjármagn til að hægt sé að keyra Vog á fullum afköstum. Þannig má byrja á að höggva niður þennan skammarlega biðlista sem hangir yfir okkur sem eilífur minnisvarði um fordóma gagnvart veiku fólki. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að það sé þjóðarskömm ef þingið sameinast ekki um að kosta til þessum 100 milljónum á ári. Þessar 100 milljónir bjarga mörgum mannslífum og lina þær þjáningar sem þúsundir fjölskyldna búa við vegna vandans. Orðum þetta svona: Ef samfélagið girðir sig ekki í brók og bætir þjónustuna við þetta veika fólk, þá er það alger uppgjöf gagnvart því hlutverki sem heilbrigðisþjónustan á sinna. Það eru þá líka skilaboð til aðstandenda og barna þeirra sem veikir eru að fólkið þeirra skipti samfélagið minna máli en annað veikt fólk. Börn eiga rétt á því að mamma þeirra eða pabbi geti fengið aðstoð í heilbrigðiskerfinu þegar veikindin gera vart við sig. Flóknara er það ekki. Við myndum aldrei, aldrei nokkurn tímann, sætta okkur við að hjartveikir eða krabbameinssjúkir væru jafn afskiptir og fólk með fíknisjúkdóm. Við verðum að hætta því að líta á það sem eðlilegt ástand að fársjúkt fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir heilbrigðisþjónustu. Íslenska velferðarsamfélagið á ekki að gera mannamun þegar kemur að alvarlega veiku fólki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun