Þjóðarskömmin mikla Sigmar Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 08:01 Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Frábær meðferðarúrræði okkar eru langt því frá fullnýtt þrátt fyrir að mörg hundruð manns séu á biðlista. Ríkið dregur lappirnar í því að fjármagna gagnlega og gagnreynda viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíóðafíkn sem eru nöturleg skilaboð í þeim faraldri sem nú geisar. Afleiðingin af þeirri vanfjármögnun er sú að SÁÁ þarf að taka fjármagn úr öðru meðferðarstarfi á Vogi og Vík til að þjónusta meira en 300 einstaklinga með ópíóðafíkn. Ríkið greiðir ekki einu sinni þriðjung af þeim kostnaði sem fellur til í ópíóðameðferðinni. Samningurinn við sjúkratryggingar nær ekki lengra en svo, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Viðhaldsmeðferðin bjargar mannslífum og eykur lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Sú meðferð dregur líka stórlega úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Ég myndi skilja tregðu ríkisvaldsins við að fjármagna þetta af fullu ef upphæðin sem um ræðir væri mjög há. En það er hún aldeilis ekki. Það vantar um 100 milljónir til að hægt sé að gera þetta sómasamlega. Ef þessi upphæð er mælistika á það hversu hátt við verðleggjum mannslíf þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, þá getum við ekki lengur kallað okkur velferðarsamfélag. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um að heilbrigðis og fjármálaráðherra tryggi, í eitt skipti fyrir öll, að þessi viðhaldsmeðferð verði greidd að fullu af sjúkratryggingum. Það mætir þörfum þessa fólks og losar um fjármagn til að hægt sé að keyra Vog á fullum afköstum. Þannig má byrja á að höggva niður þennan skammarlega biðlista sem hangir yfir okkur sem eilífur minnisvarði um fordóma gagnvart veiku fólki. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að það sé þjóðarskömm ef þingið sameinast ekki um að kosta til þessum 100 milljónum á ári. Þessar 100 milljónir bjarga mörgum mannslífum og lina þær þjáningar sem þúsundir fjölskyldna búa við vegna vandans. Orðum þetta svona: Ef samfélagið girðir sig ekki í brók og bætir þjónustuna við þetta veika fólk, þá er það alger uppgjöf gagnvart því hlutverki sem heilbrigðisþjónustan á sinna. Það eru þá líka skilaboð til aðstandenda og barna þeirra sem veikir eru að fólkið þeirra skipti samfélagið minna máli en annað veikt fólk. Börn eiga rétt á því að mamma þeirra eða pabbi geti fengið aðstoð í heilbrigðiskerfinu þegar veikindin gera vart við sig. Flóknara er það ekki. Við myndum aldrei, aldrei nokkurn tímann, sætta okkur við að hjartveikir eða krabbameinssjúkir væru jafn afskiptir og fólk með fíknisjúkdóm. Við verðum að hætta því að líta á það sem eðlilegt ástand að fársjúkt fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir heilbrigðisþjónustu. Íslenska velferðarsamfélagið á ekki að gera mannamun þegar kemur að alvarlega veiku fólki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Frábær meðferðarúrræði okkar eru langt því frá fullnýtt þrátt fyrir að mörg hundruð manns séu á biðlista. Ríkið dregur lappirnar í því að fjármagna gagnlega og gagnreynda viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíóðafíkn sem eru nöturleg skilaboð í þeim faraldri sem nú geisar. Afleiðingin af þeirri vanfjármögnun er sú að SÁÁ þarf að taka fjármagn úr öðru meðferðarstarfi á Vogi og Vík til að þjónusta meira en 300 einstaklinga með ópíóðafíkn. Ríkið greiðir ekki einu sinni þriðjung af þeim kostnaði sem fellur til í ópíóðameðferðinni. Samningurinn við sjúkratryggingar nær ekki lengra en svo, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Viðhaldsmeðferðin bjargar mannslífum og eykur lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Sú meðferð dregur líka stórlega úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Ég myndi skilja tregðu ríkisvaldsins við að fjármagna þetta af fullu ef upphæðin sem um ræðir væri mjög há. En það er hún aldeilis ekki. Það vantar um 100 milljónir til að hægt sé að gera þetta sómasamlega. Ef þessi upphæð er mælistika á það hversu hátt við verðleggjum mannslíf þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, þá getum við ekki lengur kallað okkur velferðarsamfélag. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um að heilbrigðis og fjármálaráðherra tryggi, í eitt skipti fyrir öll, að þessi viðhaldsmeðferð verði greidd að fullu af sjúkratryggingum. Það mætir þörfum þessa fólks og losar um fjármagn til að hægt sé að keyra Vog á fullum afköstum. Þannig má byrja á að höggva niður þennan skammarlega biðlista sem hangir yfir okkur sem eilífur minnisvarði um fordóma gagnvart veiku fólki. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að það sé þjóðarskömm ef þingið sameinast ekki um að kosta til þessum 100 milljónum á ári. Þessar 100 milljónir bjarga mörgum mannslífum og lina þær þjáningar sem þúsundir fjölskyldna búa við vegna vandans. Orðum þetta svona: Ef samfélagið girðir sig ekki í brók og bætir þjónustuna við þetta veika fólk, þá er það alger uppgjöf gagnvart því hlutverki sem heilbrigðisþjónustan á sinna. Það eru þá líka skilaboð til aðstandenda og barna þeirra sem veikir eru að fólkið þeirra skipti samfélagið minna máli en annað veikt fólk. Börn eiga rétt á því að mamma þeirra eða pabbi geti fengið aðstoð í heilbrigðiskerfinu þegar veikindin gera vart við sig. Flóknara er það ekki. Við myndum aldrei, aldrei nokkurn tímann, sætta okkur við að hjartveikir eða krabbameinssjúkir væru jafn afskiptir og fólk með fíknisjúkdóm. Við verðum að hætta því að líta á það sem eðlilegt ástand að fársjúkt fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir heilbrigðisþjónustu. Íslenska velferðarsamfélagið á ekki að gera mannamun þegar kemur að alvarlega veiku fólki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun