Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2024 18:28 Hera tekur þátt í Eurovision eftir allt saman. Vísir/Hulda Margrét Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. „Eftir að hafa legið yfir þessu, enda sannarlega hvorki einföld né auðveld ákvörðun, af svo mörgum ástæðum, þá komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri ekki annað hægt en að svara kalli þjóðarinnar í ljósi þess að Hera vann þennan sigur í kosningunum, og í ljósi þess að Hera hefur lýst því yfir að hún hafi fullan hug á því að vera með í keppninni og fylgja eftir þessum sigri. Þannig að það varð bara ofan á, og mat okkar að samþykkja þátttöku í keppninni,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir, líkt og ítarlega hefur verið fjallað um, að atkvæðagreiðsla á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins hafi verið gölluð. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með lagið Scared of Heights, en hún hafði betur í úrslitaeinvígi gegn Bashar Murad með lagið Wild West. „Sem við tökum sannarlega ekki léttvægt. Við hlustum á þær gagnrýnisraddir sem eru á sveimi,“ segir Skarphéðinn. Búið sé að rýna ítarlega í málið á marga vegu, en sú skoðun hafi verið eitt af því sem olli því að ákvörðun um þátttöku Íslands dróst. Í dag var síðasti dagurinn sem sjónvarpsstöðvar Evrópu höfðu til að staðfesta þátttöku í Eurovision. Afstaða Ásdísar ráði miklu Skarphéðinn segir Heru staðráðna í að fylgja eftir sigri sínum í Söngvakeppninni með því að flytja lagið í Malmö. Einn höfunda lags Heru, Ásdís María Viðarsdóttir, hefur lýst því yfir að hún fari ekki með til Malmö til að fylgja laginu eftir í Eurovision. Skarphéðinn segir Ásdísi þó hafa lýst því yfir að hún standi með Heru og setji sig ekki upp á móti því að Hera fari út. „Það ræður heilmiklu um ákvörðun okkar, að Ásdís styðji Heru þó að hún sjálf ætli sér ekki að vera með í Malmö. Við virðum þá ákvörðun Ásdísar en erum líka þakklát henni fyrir að styðja svona vel við bakið á Heru.“ Skarphéðinn Guðmundsson (til vinstri) er dagskrárstjóri hjá Ríkisútvarpinu.Kristín Ásta Kristinsdóttir Mikil ólga Skarphéðinn segir málið hafa valdið mikilli ólgu og margir orðið fyrir ónæði vegna þess, en mismiklu þó. „Þeir hafa kannski orðið fyrir mestu ónæði sem hafa verið hvað sýnilegastir, þátttakendur, kynnar og helstu aðstandendur. Það hefur sannarlega ekki verið sérstaklega þægilegt að horfa upp á það og fylgjast með því.“ Skarphéðinn vísar til tilkynningar frá RÚV um þátttöku Íslands í Eurovision sem send var út síðdegis í dag, en þar er haft eftir Heru að umræðan í kjölfar Söngvakeppninnar hryggi hana. Bæði hvernig fólk hafi talað um hana og henni gerðar upp annarlegar skoðanir og meiningar, en ekki síður hvernig margir hafi leyft sér að tala um Bashar. Vonar að þjóðin styðji við bakið á Heru Skarphéðinn segir fulltrúa RÚV vona að nú geti þeir farið að einbeita sér að því sem Eurovision eigi að snúast um. „Þetta er sönglagakeppni sem er til þess gerð að skemmta áhorfendum, skemmta íbúum Evrópu, og við erum að vonast til þess að við getum farið að einbeita okkur að því. Þessum jákvæða þætti sem á að vera á þessari Eurovision-keppni, og raun og veru Söngvakeppninni líka. Þannig að við vonumst til að eftir að ákvörðun hefur legið fyrir að þjóðin flykki sér að baki Heru og styðji hana í einu og öllu, enda frábær söngkona og frábær fulltrúi okkar í þessari keppni.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Er Eurovision komið út í öfgar? Síðan Hera Björk var valin til þátttöku í Eurovision hefur hatursherferð gegn henni hafist, meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision. 10. mars 2024 14:01 Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. 8. mars 2024 18:36 Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
„Eftir að hafa legið yfir þessu, enda sannarlega hvorki einföld né auðveld ákvörðun, af svo mörgum ástæðum, þá komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri ekki annað hægt en að svara kalli þjóðarinnar í ljósi þess að Hera vann þennan sigur í kosningunum, og í ljósi þess að Hera hefur lýst því yfir að hún hafi fullan hug á því að vera með í keppninni og fylgja eftir þessum sigri. Þannig að það varð bara ofan á, og mat okkar að samþykkja þátttöku í keppninni,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir, líkt og ítarlega hefur verið fjallað um, að atkvæðagreiðsla á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins hafi verið gölluð. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með lagið Scared of Heights, en hún hafði betur í úrslitaeinvígi gegn Bashar Murad með lagið Wild West. „Sem við tökum sannarlega ekki léttvægt. Við hlustum á þær gagnrýnisraddir sem eru á sveimi,“ segir Skarphéðinn. Búið sé að rýna ítarlega í málið á marga vegu, en sú skoðun hafi verið eitt af því sem olli því að ákvörðun um þátttöku Íslands dróst. Í dag var síðasti dagurinn sem sjónvarpsstöðvar Evrópu höfðu til að staðfesta þátttöku í Eurovision. Afstaða Ásdísar ráði miklu Skarphéðinn segir Heru staðráðna í að fylgja eftir sigri sínum í Söngvakeppninni með því að flytja lagið í Malmö. Einn höfunda lags Heru, Ásdís María Viðarsdóttir, hefur lýst því yfir að hún fari ekki með til Malmö til að fylgja laginu eftir í Eurovision. Skarphéðinn segir Ásdísi þó hafa lýst því yfir að hún standi með Heru og setji sig ekki upp á móti því að Hera fari út. „Það ræður heilmiklu um ákvörðun okkar, að Ásdís styðji Heru þó að hún sjálf ætli sér ekki að vera með í Malmö. Við virðum þá ákvörðun Ásdísar en erum líka þakklát henni fyrir að styðja svona vel við bakið á Heru.“ Skarphéðinn Guðmundsson (til vinstri) er dagskrárstjóri hjá Ríkisútvarpinu.Kristín Ásta Kristinsdóttir Mikil ólga Skarphéðinn segir málið hafa valdið mikilli ólgu og margir orðið fyrir ónæði vegna þess, en mismiklu þó. „Þeir hafa kannski orðið fyrir mestu ónæði sem hafa verið hvað sýnilegastir, þátttakendur, kynnar og helstu aðstandendur. Það hefur sannarlega ekki verið sérstaklega þægilegt að horfa upp á það og fylgjast með því.“ Skarphéðinn vísar til tilkynningar frá RÚV um þátttöku Íslands í Eurovision sem send var út síðdegis í dag, en þar er haft eftir Heru að umræðan í kjölfar Söngvakeppninnar hryggi hana. Bæði hvernig fólk hafi talað um hana og henni gerðar upp annarlegar skoðanir og meiningar, en ekki síður hvernig margir hafi leyft sér að tala um Bashar. Vonar að þjóðin styðji við bakið á Heru Skarphéðinn segir fulltrúa RÚV vona að nú geti þeir farið að einbeita sér að því sem Eurovision eigi að snúast um. „Þetta er sönglagakeppni sem er til þess gerð að skemmta áhorfendum, skemmta íbúum Evrópu, og við erum að vonast til þess að við getum farið að einbeita okkur að því. Þessum jákvæða þætti sem á að vera á þessari Eurovision-keppni, og raun og veru Söngvakeppninni líka. Þannig að við vonumst til að eftir að ákvörðun hefur legið fyrir að þjóðin flykki sér að baki Heru og styðji hana í einu og öllu, enda frábær söngkona og frábær fulltrúi okkar í þessari keppni.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Er Eurovision komið út í öfgar? Síðan Hera Björk var valin til þátttöku í Eurovision hefur hatursherferð gegn henni hafist, meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision. 10. mars 2024 14:01 Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. 8. mars 2024 18:36 Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13
Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45
Er Eurovision komið út í öfgar? Síðan Hera Björk var valin til þátttöku í Eurovision hefur hatursherferð gegn henni hafist, meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision. 10. mars 2024 14:01
Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. 8. mars 2024 18:36