Var heimilislaus þegar hún reyndi fyrir sér í Idol Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 07:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata er mikil söngkona. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir tók þátt í allra fyrstu seríunni af Idol Stjörnuleit árið 2004, þá 21 árs gömul. Hún komst áfram eftir fyrstu áheyrnarprufurnar en komst ekki í þá síðustu eftir að hafa fengið ofsakvíðakast og endað í sjúkrabíl. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Arndís Anna er gestur. Þar segist Arndís Anna alla tíð hafa verið mikil tónlistarkona. Hún sé meðal annars öflug í karaokí og eigi langan lista af karaokí lögum. Hún segir Idol ævintýrið ekki hafa endað vel. Þáttinn má horfa á hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Svaf ekki í nokkra daga „Þegar prufurnar voru í gangi þá var ég að vinna mjög mikið og heimilislaus og svona, nýhætt með kærastanum. Það var einhvern veginn bara allt. Þá helgi svaf ég ekki í einhverja nokkra daga og enda bara í sjúkrabíl,“ segir Arndís lauflétt í bragði. Hún útskýrir að á þessum tíma hafi hún verið að vinna á skemmtistaðnum Sólon. Það hafi verið hrikalega gaman en á þessum tiltekna tíma hafi verið mikið að gera, þar sem hún var einnig að sinna laganáminu. Hún hafi þarna gist á gólfinu hjá vinkonu sinni. „Ég var semsagt búin að vera að vinna þarna og mæta í Idol prufuna, þetta voru einhver tveir og hálfur sólarhringur sem ég var ekki búin að sofa. Ég var bara í vinnunni. Og átti að mæta í Idol prufuna næstu, af því að ég komst áfram, þá átti ég að mæta í næstu eftir tvo tíma,“ segir Arndís. Eins og væri gripið fyrir andlitið Þetta hafi verið klukkan sex á sunnudagsmorgni eftir langa helgarvakt, viku í skólanum og heilan dag af bið eftir Idol prufu á Hótel Loftleiðum. Arndís hafi skyndilega upplifað það að það væri gripið fyrir andlitið á henni. „Það var eins og ég hefði fengið plastpoka yfir andlitið og allt í einu get ég ekki andað. Þá byrjar maður eins og í bíómyndunum að ofanda. Og maður nær ekki andanum. Þetta var rosa skrítið.“ Arndís segir ástandið hafa versnað og versnað. Hún hafi dofnað upp en upplifað að þetta væri frekar vandræðalegt. Samstarfskona hennar hafi ákveðið að hringja á sjúkrabíl. „Hún fer með mig út fyrst af því að ég hugsaði bara með mér að ég þyrfti bara frískt loft. En þá semsagt líður yfir mig og ég man að síðan vakna ég bara í súkrabíl.” Pokatrikkið virkar Arndís Anna segir sjúkraflutningamennina vitað um leið hvað væri um að vera. Hún væri að fá ofsakvíðakast. Það lýsi sér þannig að líkaminn hætti að taka koltvíoxíð úr loftinu. „Ég var hissa á að heyra það, af því að manni líður eins og maður fái ekki súrefni en í rauninni færðu ekki koltvíoxíð og þá ferðu að ofanda. Þá skapast vítahringur af því að þá nær líkaminn ekki að taka koltvíoxíð úr og þú færð í rauninni of mikið súrefni og þá líði yfir mann.“ Hún hafi síðar upplifað sambærileg köst, meðal annars þegar hún starfaði á lögmannsstofu en þökk sé sjúkraflutningamönnunum kunnað að takast á við það. Þar komi pokatrikkið svokallaða, að setja bréfpoka yfir munninn líkt og í bíómyndum sér vel. „Þú getur stjórnað þessu. Þér líður eins og þú getir það ekki en þú getur það. Það sem þú þarft að gera er að finna bréfpoka, það er ein leið. Eða bara að stýra önduninni, hægja á önduninni.“ Einkalífið Idol Ástin og lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Arndís Anna er gestur. Þar segist Arndís Anna alla tíð hafa verið mikil tónlistarkona. Hún sé meðal annars öflug í karaokí og eigi langan lista af karaokí lögum. Hún segir Idol ævintýrið ekki hafa endað vel. Þáttinn má horfa á hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Svaf ekki í nokkra daga „Þegar prufurnar voru í gangi þá var ég að vinna mjög mikið og heimilislaus og svona, nýhætt með kærastanum. Það var einhvern veginn bara allt. Þá helgi svaf ég ekki í einhverja nokkra daga og enda bara í sjúkrabíl,“ segir Arndís lauflétt í bragði. Hún útskýrir að á þessum tíma hafi hún verið að vinna á skemmtistaðnum Sólon. Það hafi verið hrikalega gaman en á þessum tiltekna tíma hafi verið mikið að gera, þar sem hún var einnig að sinna laganáminu. Hún hafi þarna gist á gólfinu hjá vinkonu sinni. „Ég var semsagt búin að vera að vinna þarna og mæta í Idol prufuna, þetta voru einhver tveir og hálfur sólarhringur sem ég var ekki búin að sofa. Ég var bara í vinnunni. Og átti að mæta í Idol prufuna næstu, af því að ég komst áfram, þá átti ég að mæta í næstu eftir tvo tíma,“ segir Arndís. Eins og væri gripið fyrir andlitið Þetta hafi verið klukkan sex á sunnudagsmorgni eftir langa helgarvakt, viku í skólanum og heilan dag af bið eftir Idol prufu á Hótel Loftleiðum. Arndís hafi skyndilega upplifað það að það væri gripið fyrir andlitið á henni. „Það var eins og ég hefði fengið plastpoka yfir andlitið og allt í einu get ég ekki andað. Þá byrjar maður eins og í bíómyndunum að ofanda. Og maður nær ekki andanum. Þetta var rosa skrítið.“ Arndís segir ástandið hafa versnað og versnað. Hún hafi dofnað upp en upplifað að þetta væri frekar vandræðalegt. Samstarfskona hennar hafi ákveðið að hringja á sjúkrabíl. „Hún fer með mig út fyrst af því að ég hugsaði bara með mér að ég þyrfti bara frískt loft. En þá semsagt líður yfir mig og ég man að síðan vakna ég bara í súkrabíl.” Pokatrikkið virkar Arndís Anna segir sjúkraflutningamennina vitað um leið hvað væri um að vera. Hún væri að fá ofsakvíðakast. Það lýsi sér þannig að líkaminn hætti að taka koltvíoxíð úr loftinu. „Ég var hissa á að heyra það, af því að manni líður eins og maður fái ekki súrefni en í rauninni færðu ekki koltvíoxíð og þá ferðu að ofanda. Þá skapast vítahringur af því að þá nær líkaminn ekki að taka koltvíoxíð úr og þú færð í rauninni of mikið súrefni og þá líði yfir mann.“ Hún hafi síðar upplifað sambærileg köst, meðal annars þegar hún starfaði á lögmannsstofu en þökk sé sjúkraflutningamönnunum kunnað að takast á við það. Þar komi pokatrikkið svokallaða, að setja bréfpoka yfir munninn líkt og í bíómyndum sér vel. „Þú getur stjórnað þessu. Þér líður eins og þú getir það ekki en þú getur það. Það sem þú þarft að gera er að finna bréfpoka, það er ein leið. Eða bara að stýra önduninni, hægja á önduninni.“
Einkalífið Idol Ástin og lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira