Chelsea nálgast efri hluta töflunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2024 22:00 Þessir tveir komu mikið við sögu í kvöld. James Gill/Getty Images Chelsea nálgast efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Newcastle United í kvöld. Cole Palmer var allt í öllu framan af hjá heimamönnum en hann kom að fyrstu tveimur mörkum liðsins í kvöld. Á sjöttu mínútu átti Palmer skot að marki sem fór af framherjanum Nicolas Jackson og þaðan framhjá Martin Dúbravka í marki gestanna. Adam Sandler watching on at Stamford Bridge #CHENEW | @AdamSandler pic.twitter.com/SXAEuJMlZr— Premier League (@premierleague) March 11, 2024 Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks þurfti Anthony Gordon að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í hans stað kom Jacob Murphy inn hjá Newcastle. Ekki löngu síðar jafnaði Alexander Isak metin fyrir gestina með góðu skoti fyrir utan teig. Jackson hélt hann hefði komið Chelsea yfir á nýjan leik í uppbótartíma fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Staðan 1-1 í hálfleik. Palmer kom Chelsea yfir eftir tæpa klukkustund með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínunni. Þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka bætti varamaðurinn Mykhailo Mudryk þriðja marki Chelsea við eftir að hafa aðeins verið á vellinum í tæpar fimm mínútur. Mykhailo Mudryk scores just 5 minutes after coming on as a substitute Chelsea now lead 3-1 at home to Newcastle! #CHENEW pic.twitter.com/mYxAvgr7Lr— Premier League (@premierleague) March 11, 2024 Það mark reyndist heldur betur mikilvægt því varamaðurinn Murphy skoraði annað mark Newcastle í þann mund sem venjulegur leiktími rann sitt skeið. Mörkin urðu ekki fleiri á Brúnni og 3-2 sigur Chelsea staðreynd. Sigurinn þýðir að nú er aðeins eitt stig á milli Newcastle og Chelsea í 10. og 11. sæti deildarinnar. Newcastle með 40 eftir 28 leiki en Chelsea með 39 stig eftir 27 leiki. Enski boltinn Fótbolti
Chelsea nálgast efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Newcastle United í kvöld. Cole Palmer var allt í öllu framan af hjá heimamönnum en hann kom að fyrstu tveimur mörkum liðsins í kvöld. Á sjöttu mínútu átti Palmer skot að marki sem fór af framherjanum Nicolas Jackson og þaðan framhjá Martin Dúbravka í marki gestanna. Adam Sandler watching on at Stamford Bridge #CHENEW | @AdamSandler pic.twitter.com/SXAEuJMlZr— Premier League (@premierleague) March 11, 2024 Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks þurfti Anthony Gordon að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í hans stað kom Jacob Murphy inn hjá Newcastle. Ekki löngu síðar jafnaði Alexander Isak metin fyrir gestina með góðu skoti fyrir utan teig. Jackson hélt hann hefði komið Chelsea yfir á nýjan leik í uppbótartíma fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Staðan 1-1 í hálfleik. Palmer kom Chelsea yfir eftir tæpa klukkustund með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínunni. Þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka bætti varamaðurinn Mykhailo Mudryk þriðja marki Chelsea við eftir að hafa aðeins verið á vellinum í tæpar fimm mínútur. Mykhailo Mudryk scores just 5 minutes after coming on as a substitute Chelsea now lead 3-1 at home to Newcastle! #CHENEW pic.twitter.com/mYxAvgr7Lr— Premier League (@premierleague) March 11, 2024 Það mark reyndist heldur betur mikilvægt því varamaðurinn Murphy skoraði annað mark Newcastle í þann mund sem venjulegur leiktími rann sitt skeið. Mörkin urðu ekki fleiri á Brúnni og 3-2 sigur Chelsea staðreynd. Sigurinn þýðir að nú er aðeins eitt stig á milli Newcastle og Chelsea í 10. og 11. sæti deildarinnar. Newcastle með 40 eftir 28 leiki en Chelsea með 39 stig eftir 27 leiki.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti