Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Jakob Bjarnar og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 11. mars 2024 10:45 Hera Björk lætur lítið fyrir sér fara, sem þýðir væntanlega að ekkert hefur breyst. Hún vill út. Ótrauð. En meðan kraumar umræðan og Bubba Morthens líst ekki á hana: Látið Heru í friði! Vísir/Hulda Margrét Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. Bubbi blandar sér í það sem hann telur óvægna umræðu um fyrirhugaða hugsanlega þátttöku Heru Bjarkar í Eurovision. Hera hafði áður kveðið skýrt á um að hún myndi taka þátt ef svo færi að hún myndi vinna keppnina. Hún vann ekki keppnina, hana sigraði Bashar Murad en hún vann einvígið. Hvernig að því var staðið hefur það verið gagnrýnt af nokkurri hörku. Og hafa meinlegar skopmyndir af Heru Björk birtst í fjölmiðlum eins og til að mynda í Heimildinni. „Hera Björk vann þessa blessuðu keppni. Hún ákvað að fara til Svíþjóðar og syngja. Það er hennar val og óþarfi að pönkast í henni,“ segir Bubbi á Facebook-síðu sinni. Látiði Heru í friði! Eftir að Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði að samviska hennar leyfði ekki að hún myndi fylgja laginu út í lokakeppnina, sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð, hafa átök um hugsanlega þátttöku Heru magnast. Ásdís María segist ósátt við svör forsvarsmanna Ríkisútvarpsins en framkvæmd úrslitanna hafa verið gagnrýnd: „Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís María. Menn bíða nú ákvörðunar Ríkisútvarpsins, um hvað verður en þar vísar hver á annan. Óháð rannsókn er hafin á atkvæðagreiðslunni úrslitakvöldið. Meðan kraumar umræðan á samfélagsmiðlum og er með þeim hætti að Bubba blöskrar: „Mér líkar ekki hvernig fólk kemur fram við hana á samfélagsmiðlum. Hún tók þátt af heilindum og góðri trú. Látið hana í friði,“ segir Bubbi. Bubbi ekki sá eini Meðal þeirra fyrstu til að lýsa sig hjartanlega sammála Bubba er útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson. Þá kemur skáldið, rithöfundurinn og þýðandinn Valerio Gargiulo henni jafnframt til varnar í aðsendri grein á Vísi. Þar segir að hann að síðan hún hafi sigrað Söngvakeppnina hafi verið hafin hatursherferð gegn henni. „Meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision.“ Valerio segist velta fyrir sér hvort ekki sé um að ræða öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið sé talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði en í þessu tilviki leggi margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti. „Saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af?“ Hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti Valerio segir fólk ekki átta sig á því að það sé auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps en á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem viðkomandi hafi kannski stutt áður. „(Í þessu tilviki kona sem vinnur starf sitt sem söngkona). Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti.“ Valerio segir engan eiga að verða fyrir obeldi, sérstaklega ekki vegna einhvers eins og tónlistar. Tími sé kominn til að hætta að ýta undir þessa hatursherferð og virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi. „Þó svo að það það sé með ólikindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sýna samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. 9. mars 2024 15:27 Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. 9. mars 2024 10:17 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Bubbi blandar sér í það sem hann telur óvægna umræðu um fyrirhugaða hugsanlega þátttöku Heru Bjarkar í Eurovision. Hera hafði áður kveðið skýrt á um að hún myndi taka þátt ef svo færi að hún myndi vinna keppnina. Hún vann ekki keppnina, hana sigraði Bashar Murad en hún vann einvígið. Hvernig að því var staðið hefur það verið gagnrýnt af nokkurri hörku. Og hafa meinlegar skopmyndir af Heru Björk birtst í fjölmiðlum eins og til að mynda í Heimildinni. „Hera Björk vann þessa blessuðu keppni. Hún ákvað að fara til Svíþjóðar og syngja. Það er hennar val og óþarfi að pönkast í henni,“ segir Bubbi á Facebook-síðu sinni. Látiði Heru í friði! Eftir að Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði að samviska hennar leyfði ekki að hún myndi fylgja laginu út í lokakeppnina, sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð, hafa átök um hugsanlega þátttöku Heru magnast. Ásdís María segist ósátt við svör forsvarsmanna Ríkisútvarpsins en framkvæmd úrslitanna hafa verið gagnrýnd: „Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís María. Menn bíða nú ákvörðunar Ríkisútvarpsins, um hvað verður en þar vísar hver á annan. Óháð rannsókn er hafin á atkvæðagreiðslunni úrslitakvöldið. Meðan kraumar umræðan á samfélagsmiðlum og er með þeim hætti að Bubba blöskrar: „Mér líkar ekki hvernig fólk kemur fram við hana á samfélagsmiðlum. Hún tók þátt af heilindum og góðri trú. Látið hana í friði,“ segir Bubbi. Bubbi ekki sá eini Meðal þeirra fyrstu til að lýsa sig hjartanlega sammála Bubba er útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson. Þá kemur skáldið, rithöfundurinn og þýðandinn Valerio Gargiulo henni jafnframt til varnar í aðsendri grein á Vísi. Þar segir að hann að síðan hún hafi sigrað Söngvakeppnina hafi verið hafin hatursherferð gegn henni. „Meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision.“ Valerio segist velta fyrir sér hvort ekki sé um að ræða öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið sé talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði en í þessu tilviki leggi margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti. „Saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af?“ Hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti Valerio segir fólk ekki átta sig á því að það sé auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps en á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem viðkomandi hafi kannski stutt áður. „(Í þessu tilviki kona sem vinnur starf sitt sem söngkona). Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti.“ Valerio segir engan eiga að verða fyrir obeldi, sérstaklega ekki vegna einhvers eins og tónlistar. Tími sé kominn til að hætta að ýta undir þessa hatursherferð og virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi. „Þó svo að það það sé með ólikindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sýna samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. 9. mars 2024 15:27 Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. 9. mars 2024 10:17 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. 9. mars 2024 15:27
Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. 9. mars 2024 10:17