Besta sætið: Þorvaldur þarf að fara í sjálfsskoðun sem formaður KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 22:05 Þorvaldur Örlygsson, nýkjörinn formaður KSÍ, flytur hér þrumuræðu á ársþinginu. vísir / anton brink Verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands jafnleiðinlegur í viðtölum sem formaður og hann var sem þjálfari? Besta sætið ræddi fjölmiðlafælni nýja formannsins. Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Það var breyting í yfirstjórn stærsta sambandsins innan ÍSÍ þegar Þorvaldur Örlygsson var kosinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á dögunu. Besta sætið ræddi hvað bíður Þorvaldar í starfinu. Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni? „Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni,“ spurði Henry Birgir. „Já ég hef það alveg. Hann þarf að í smá sjálfsskoðun varðandi karakterinn. Hann þarf aðeins að breyta sér. Hann veit það sjálfur að hann er ekkert fáránlega sjarmerandi maður,“ sagði Stefán Árni. „Þegar maður hefur verið að taka viðtöl við hann í gegnum tíðina þá er það stundum alveg drepleiðinlegt,“ sagði Stefán. Sami leiðinlegi gæinn og í sjónvarpinu „Hann var spurður af því daginn fyrir þingið á fundi með ÍTF. Þá spurði einhver út í sal: Ef þú verður formaður ætlar þú að vera sami leiðinlegi gæinn og þú ert búinn að vera alltaf í sjónvarpinu sem þjálfari,“ sagði Henry. „Toddi tók þá spurningu og svaraði henni algjörlega fullkomlega. Sagði bara að honum líkaði ekkert sérstaklega vel að vera í fjölmiðlum og auðvitað væri hann fúll í viðtölum eftir leiki,“ sagði Henry. Konan væri farin ef hann væri svona leiðinlegur „Benti svo á að hann væri búinn að vera með sömu konunni í hundrað ár og hún væri líklega ekki búin að vera svona lengi hjá honum ef hann væri svona hundleiðinlegur,“ sagði Henry. „Enda segja allir sem þekkja Todda að hann sé helvíti hress. Einhver sagði: Ef leikmenn myndu kjósa þá hefði Þorvaldur fengið hundrað prósent atkvæða,“ sagði Henry. Það elska allir þennan mann „Ég hef talað við marga leikmenn sem hafa spilað undir hans stjórn og það elska allir þennan mann. Partur af því að vera í þessu starfi er að vera í fjölmiðlum,“ sagði Stefán. „Við skulum bara tala hreint út. Fyrrverandi formenn, bæði Vanda og Guðni, tóku bara ekki oft símann þegar það voru mál í gangi sem samkvæmt þeirra starfslýsingu þau eiga að fronta. Fóru bara ítrekað í felur,“ sagði Henry. Það má heyra meira af spjallinu um Þorvald og formannsstöðuna sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. KSÍ Besta sætið Tengdar fréttir „Auðvelt að mæta í fjölmiðla er þarft bara að sýna skrifstofuna“ Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins. 8. mars 2024 15:00 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. 1. mars 2024 07:30 Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 28. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Það var breyting í yfirstjórn stærsta sambandsins innan ÍSÍ þegar Þorvaldur Örlygsson var kosinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á dögunu. Besta sætið ræddi hvað bíður Þorvaldar í starfinu. Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni? „Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni,“ spurði Henry Birgir. „Já ég hef það alveg. Hann þarf að í smá sjálfsskoðun varðandi karakterinn. Hann þarf aðeins að breyta sér. Hann veit það sjálfur að hann er ekkert fáránlega sjarmerandi maður,“ sagði Stefán Árni. „Þegar maður hefur verið að taka viðtöl við hann í gegnum tíðina þá er það stundum alveg drepleiðinlegt,“ sagði Stefán. Sami leiðinlegi gæinn og í sjónvarpinu „Hann var spurður af því daginn fyrir þingið á fundi með ÍTF. Þá spurði einhver út í sal: Ef þú verður formaður ætlar þú að vera sami leiðinlegi gæinn og þú ert búinn að vera alltaf í sjónvarpinu sem þjálfari,“ sagði Henry. „Toddi tók þá spurningu og svaraði henni algjörlega fullkomlega. Sagði bara að honum líkaði ekkert sérstaklega vel að vera í fjölmiðlum og auðvitað væri hann fúll í viðtölum eftir leiki,“ sagði Henry. Konan væri farin ef hann væri svona leiðinlegur „Benti svo á að hann væri búinn að vera með sömu konunni í hundrað ár og hún væri líklega ekki búin að vera svona lengi hjá honum ef hann væri svona hundleiðinlegur,“ sagði Henry. „Enda segja allir sem þekkja Todda að hann sé helvíti hress. Einhver sagði: Ef leikmenn myndu kjósa þá hefði Þorvaldur fengið hundrað prósent atkvæða,“ sagði Henry. Það elska allir þennan mann „Ég hef talað við marga leikmenn sem hafa spilað undir hans stjórn og það elska allir þennan mann. Partur af því að vera í þessu starfi er að vera í fjölmiðlum,“ sagði Stefán. „Við skulum bara tala hreint út. Fyrrverandi formenn, bæði Vanda og Guðni, tóku bara ekki oft símann þegar það voru mál í gangi sem samkvæmt þeirra starfslýsingu þau eiga að fronta. Fóru bara ítrekað í felur,“ sagði Henry. Það má heyra meira af spjallinu um Þorvald og formannsstöðuna sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
KSÍ Besta sætið Tengdar fréttir „Auðvelt að mæta í fjölmiðla er þarft bara að sýna skrifstofuna“ Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins. 8. mars 2024 15:00 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. 1. mars 2024 07:30 Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 28. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
„Auðvelt að mæta í fjölmiðla er þarft bara að sýna skrifstofuna“ Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins. 8. mars 2024 15:00
Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01
„Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. 1. mars 2024 07:30
Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 28. febrúar 2024 18:36
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti