Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 10:17 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir frekari upplýsingar ekki fyrirliggjandi. Vísir/Samsett Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. Mikil óánægja hefur ríkt í sambandi við niðurstöður lokakeppninnar laugardaginn síðasta þegar Hera Björk bar sigur úr býtum í einvíginu gegn Bashar Murad þrátt fyrir að Bashar hafi hlotið talsvert fleiri atkvæði í fyrri umferð kosningarinnar ásamt í atkvæðagreiðslu dómara. Fljótlega eftir að niðurstöður lágu ljósar fyrir í úrslitunum fóru að berast fregnir af meintum göllum á kosningakerfinu. Nokkur fjöldi fólks sagðist hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn og að samband hafi slitnað þegar reynt var að hringja inn atkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri að nánari upplýsingar varðandi úttektina liggi ekki fyrir á þessum tímapunkti. „Leitað hefur verið til sérhæfðs aðila á þessu sviði til að framkvæma óháða úttekt, annað er ekki fyrirliggjandi nú,“ segir Stefán. Teymi Bashars krafðist rannsóknar Lagahöfundur lagsins Wild West sem Bashar flutti í keppninni hefur meðal annars skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann fer fram á að slík sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd. Einar Hrafn Stefánsson, trommari og lagahödfundur, segir í bréfinu að það geti aldrei verið yfir vafa hafið að kosningin hafi verið réttmæt eftir að talsvert magn skilaboða bárust teymi Bashars frá fólki sem sagðist ekki hafa getað kosið hann þetta örlagaríka kvöld. Hann telur óeðlilegt að RÚV hafi talið að stofnunin geti sjálf staðið að slíkri rannsókn. Svo virðist sem hann hafi fengið ósk sína uppfyllta að minnsta kosti að hluta til. „Réttmætar athugasemdir“ um atkvæðagreiðsluna Í gær kom einnig fram að Ásdís María Viðarsdóttir höfundur lags Heru stefni ekki á að fylgja laginu í lokakeppnina í Malmö og sé það samviskunni vegna. Hún segist hafa viljað að Bashar færi út sem fulltrúi Íslands og að úrslitin sitji í sér. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís í samtali við RÚV. Í sömu frétt hefur RÚV eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra að framhald málsins væri enn í skoðun og að afstaða Ásdísar yrði tekin með í reikninginn varðandi hvort Ísland myndi yfirhöfuð senda lag í lokakeppnina. Ýmislegt óljóst Þar kemur fram að RÚV hafi ákveðið að fá óháðan aðila til að gera úttekt á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Stefán vildi ekki tjá sig um hver það væri sem framkvæmdi þessa úttekt, eða hve langan tíma hún muni vara. Frestur til að skila inn gögnum og þar með skráningu í lokakeppnina í Malmö rennur út á mánudaginn og því ekki mikill tími til stefnu sé áætlunin að afgreiða málið áður en lokaákvörðun varðandi þátttöku Íslands sé tekin. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sonurinn gat ekki kosið Bashar Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. 3. mars 2024 14:29 Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. 3. mars 2024 18:41 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira
Mikil óánægja hefur ríkt í sambandi við niðurstöður lokakeppninnar laugardaginn síðasta þegar Hera Björk bar sigur úr býtum í einvíginu gegn Bashar Murad þrátt fyrir að Bashar hafi hlotið talsvert fleiri atkvæði í fyrri umferð kosningarinnar ásamt í atkvæðagreiðslu dómara. Fljótlega eftir að niðurstöður lágu ljósar fyrir í úrslitunum fóru að berast fregnir af meintum göllum á kosningakerfinu. Nokkur fjöldi fólks sagðist hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn og að samband hafi slitnað þegar reynt var að hringja inn atkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri að nánari upplýsingar varðandi úttektina liggi ekki fyrir á þessum tímapunkti. „Leitað hefur verið til sérhæfðs aðila á þessu sviði til að framkvæma óháða úttekt, annað er ekki fyrirliggjandi nú,“ segir Stefán. Teymi Bashars krafðist rannsóknar Lagahöfundur lagsins Wild West sem Bashar flutti í keppninni hefur meðal annars skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann fer fram á að slík sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd. Einar Hrafn Stefánsson, trommari og lagahödfundur, segir í bréfinu að það geti aldrei verið yfir vafa hafið að kosningin hafi verið réttmæt eftir að talsvert magn skilaboða bárust teymi Bashars frá fólki sem sagðist ekki hafa getað kosið hann þetta örlagaríka kvöld. Hann telur óeðlilegt að RÚV hafi talið að stofnunin geti sjálf staðið að slíkri rannsókn. Svo virðist sem hann hafi fengið ósk sína uppfyllta að minnsta kosti að hluta til. „Réttmætar athugasemdir“ um atkvæðagreiðsluna Í gær kom einnig fram að Ásdís María Viðarsdóttir höfundur lags Heru stefni ekki á að fylgja laginu í lokakeppnina í Malmö og sé það samviskunni vegna. Hún segist hafa viljað að Bashar færi út sem fulltrúi Íslands og að úrslitin sitji í sér. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís í samtali við RÚV. Í sömu frétt hefur RÚV eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra að framhald málsins væri enn í skoðun og að afstaða Ásdísar yrði tekin með í reikninginn varðandi hvort Ísland myndi yfirhöfuð senda lag í lokakeppnina. Ýmislegt óljóst Þar kemur fram að RÚV hafi ákveðið að fá óháðan aðila til að gera úttekt á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Stefán vildi ekki tjá sig um hver það væri sem framkvæmdi þessa úttekt, eða hve langan tíma hún muni vara. Frestur til að skila inn gögnum og þar með skráningu í lokakeppnina í Malmö rennur út á mánudaginn og því ekki mikill tími til stefnu sé áætlunin að afgreiða málið áður en lokaákvörðun varðandi þátttöku Íslands sé tekin.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sonurinn gat ekki kosið Bashar Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. 3. mars 2024 14:29 Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. 3. mars 2024 18:41 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira
Sonurinn gat ekki kosið Bashar Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. 3. mars 2024 14:29
Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. 3. mars 2024 18:41
Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56