„Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 12:30 DeAndre Kane tekur hér utan um eyrað sitt í leiknum í Keflavík í gær. S2 Sport Grindvíkingar unnu frábæran sigur í Sláturhúsinu í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í gær og það þótt að lykilmaðurinn DeAndre Kane gengi ekki alveg heill til skógar. Kane harkaði af sér og leiddi Grindavíkurliðið til níunda sigursins í röð. Subway Körfuboltakvöld ræddi veikindi Kane og hlutverk hans í Grindavíkurliðinu. „Það bárust fréttir af því í vikunni að DeAndre Kane hefði fengið heljarinanar eyrnabólgu og sýkingu í kjölfarið. Hann heyrir víst illa með öðru eyranu,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hélt það væru bara börn sem fengu eyrnasýkingu og rör í eyrun,“ skaut Teitur Örlygsson inn í. „Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt. Það sést ekkert á manni,“ sagði Helgi Már Magnússon. Það voru síðan sýndar myndir af DeAndre Kane taka utan um eyrað á sér. Þurfti samþykki læknis „Þarna er hann að taka utan um eyrað. Það var alveg tvísýnt hvort hann myndi spila þennan leik. Það var bara samþykkt af lækni í dag (í gær). Gaurinn skorar 19 stig og tekur 9 fráköst,“ sagði Stefán Árni. „Hann virkaði bara vel stilltur í leiknum. Ég hafði áhyggjur af því að hann kæmi inn með þetta á herðunum. Hann kom inn, spilaði hörku vörn á Remy Martin fannst mér þegar hann var á honum. Hann var mjög vel stilltur,“ sagði Helgi. Dansar á línunni Helgi vildi ekki taka undir það að Kane væri svokallaður „Hot head“ leikmaður. „Hefur hann einhvern tímann misst sig? Hann er að dansa á ákveðinni línu og maður sér það í fasi hans að þetta er tilfinningavera. Mér finnst hann bara vera að dansa mjög vel á þessari línu hingað til. Hann hefur ekki tekið sig út úr leik með einhverri vitleysu,“ sagði Helgi. „Síðan er þetta bara þannig að það eru engar tvær persónur eins. Hann er bara svona og það voðalega auðvelt að láta þetta fara í taugarnar á sér. Grindavík lærir bara að lifa með þessu og þjálfarinn á örugglega stóran part í því. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi farið í taugarnar á Óla Óla einhvern tímann,“ sagði Teitur. Þú tókst bara utan um þá „Þeir eru allir nógu þroskaðir til að segja: Hann er svona og við höldum áfram. Maður hefur margoft verið með skrýtnum gæjum í liði en þú tókst bara utan um þá,“ sagði Teitur. Það má horfa á umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Eyrað á DeAndre Kane Subway-deild karla Körfuboltakvöld Grindavík Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld ræddi veikindi Kane og hlutverk hans í Grindavíkurliðinu. „Það bárust fréttir af því í vikunni að DeAndre Kane hefði fengið heljarinanar eyrnabólgu og sýkingu í kjölfarið. Hann heyrir víst illa með öðru eyranu,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hélt það væru bara börn sem fengu eyrnasýkingu og rör í eyrun,“ skaut Teitur Örlygsson inn í. „Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt. Það sést ekkert á manni,“ sagði Helgi Már Magnússon. Það voru síðan sýndar myndir af DeAndre Kane taka utan um eyrað á sér. Þurfti samþykki læknis „Þarna er hann að taka utan um eyrað. Það var alveg tvísýnt hvort hann myndi spila þennan leik. Það var bara samþykkt af lækni í dag (í gær). Gaurinn skorar 19 stig og tekur 9 fráköst,“ sagði Stefán Árni. „Hann virkaði bara vel stilltur í leiknum. Ég hafði áhyggjur af því að hann kæmi inn með þetta á herðunum. Hann kom inn, spilaði hörku vörn á Remy Martin fannst mér þegar hann var á honum. Hann var mjög vel stilltur,“ sagði Helgi. Dansar á línunni Helgi vildi ekki taka undir það að Kane væri svokallaður „Hot head“ leikmaður. „Hefur hann einhvern tímann misst sig? Hann er að dansa á ákveðinni línu og maður sér það í fasi hans að þetta er tilfinningavera. Mér finnst hann bara vera að dansa mjög vel á þessari línu hingað til. Hann hefur ekki tekið sig út úr leik með einhverri vitleysu,“ sagði Helgi. „Síðan er þetta bara þannig að það eru engar tvær persónur eins. Hann er bara svona og það voðalega auðvelt að láta þetta fara í taugarnar á sér. Grindavík lærir bara að lifa með þessu og þjálfarinn á örugglega stóran part í því. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi farið í taugarnar á Óla Óla einhvern tímann,“ sagði Teitur. Þú tókst bara utan um þá „Þeir eru allir nógu þroskaðir til að segja: Hann er svona og við höldum áfram. Maður hefur margoft verið með skrýtnum gæjum í liði en þú tókst bara utan um þá,“ sagði Teitur. Það má horfa á umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Eyrað á DeAndre Kane
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Grindavík Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum