Guðni forseti heimsótti Glódísi Perlu hjá Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 09:31 Glódís Perla Viggósdóttir með þeim Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. FC Bayern Frauen Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti þýsku meistarana í kvennaliði Bayern München í vikunni. Þetta var vel við hæfi í tilefni af Alþjóða baráttudegi kvenna í gær. Bayern sagði frá heimsókninni á miðlum sínum enda ekki á hverjum degi sem forsetar mæta á svæðið. Guðni var ekki einn á ferðinni því með honum var einnig Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. @jayjayrech33: Eine große Ehre" Der Besuch des isländischen Präsidenten Guðni Jóhannesson am FC Bayern Campus.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/ozw4pb48gG— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 7, 2024 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og fyrirliði Bayern München, tók á móti Guðna og Guðlaugi og sýndi þeim aðstöðuna sem stelpurnar eru stoltar af. „FC Bayern er mjög vinsælt á Íslandi og ekki síst kvennaliðið þar sem þær Glódís, Cecilía og Karólína spila. Glódís spilar stórt hlutverk hjá FC Bayern en líka hjá íslenska landsliðinu. Við erum mjög stolt af henni. Hún er mikil fyrirmynd sem fyrirliði Bayern og landsliðsins,“ sagði Guðni í samtali við heimasíðu Bayern. „Ég hef fylgst lengi með ferli Glódísar af því að hún spilaði áður fyrir liðið úr mínum heimabæ. Glódís er ekki aðeins öflugur leikmaður heldur er hún einnig sterkur karakter. Hún góður sendiherra fyrir Ísland hér í München og í Þýskalandi. Við krossum fingurna að hún og FC Bayern liðið náði að verja þýska meistaratitilinn,“ sagði Guðni. „Þetta var óvæntur en ánægjulegur dagur. Ég er ánægð að hafa geta sýnt Guðna forseta æfingaaðstöðu okkar og við gátum skipts á hugmyndum. Hann var mjög hrifinn af aðstöðunni og ég er sammála honum þar. Það eru forréttindi að fá að æfa hér á hverjum degi. Ég er mjög ánægð með áhuga hans á kvennafótbolta og okkar lífi hér í München,“ sagði Glódís. Þýski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Bayern sagði frá heimsókninni á miðlum sínum enda ekki á hverjum degi sem forsetar mæta á svæðið. Guðni var ekki einn á ferðinni því með honum var einnig Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. @jayjayrech33: Eine große Ehre" Der Besuch des isländischen Präsidenten Guðni Jóhannesson am FC Bayern Campus.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/ozw4pb48gG— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 7, 2024 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og fyrirliði Bayern München, tók á móti Guðna og Guðlaugi og sýndi þeim aðstöðuna sem stelpurnar eru stoltar af. „FC Bayern er mjög vinsælt á Íslandi og ekki síst kvennaliðið þar sem þær Glódís, Cecilía og Karólína spila. Glódís spilar stórt hlutverk hjá FC Bayern en líka hjá íslenska landsliðinu. Við erum mjög stolt af henni. Hún er mikil fyrirmynd sem fyrirliði Bayern og landsliðsins,“ sagði Guðni í samtali við heimasíðu Bayern. „Ég hef fylgst lengi með ferli Glódísar af því að hún spilaði áður fyrir liðið úr mínum heimabæ. Glódís er ekki aðeins öflugur leikmaður heldur er hún einnig sterkur karakter. Hún góður sendiherra fyrir Ísland hér í München og í Þýskalandi. Við krossum fingurna að hún og FC Bayern liðið náði að verja þýska meistaratitilinn,“ sagði Guðni. „Þetta var óvæntur en ánægjulegur dagur. Ég er ánægð að hafa geta sýnt Guðna forseta æfingaaðstöðu okkar og við gátum skipts á hugmyndum. Hann var mjög hrifinn af aðstöðunni og ég er sammála honum þar. Það eru forréttindi að fá að æfa hér á hverjum degi. Ég er mjög ánægð með áhuga hans á kvennafótbolta og okkar lífi hér í München,“ sagði Glódís.
Þýski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira