Stefnir til Parísar og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2024 08:01 Hákon Þór Svavarsson á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands. vísir/sigurjón Haglabyssuskyttan Hákon Þór Svavarsson setur stefnuna á að komast inn á Ólympíuleikana í París. Við hittum hann á dögunum og fengum að kynnast honum í leik og starfi. Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur núna við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn. Hákon kveðst bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana sem hefjast í París 26. júlí næstkomandi. „Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon. Hann keppir á tveimur mótum á næstunni, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu. „Það er besta leiðin,“ sagði Hákon aðspurður hvar leiðin inn á Ólympíuleikana væri greiðust. „En svo er alltaf möguleiki á boðssæti (e. wildcard),“ bætti skyttan við. Hákon gerir sig tilbúinn ...vísir/sigurjón En af hverju lagði Hákon skotfimi fyrir sig? „Ég er úr sveit, Húnvetningur að upplagi, og byrjaði að veiða áður en ég mátti,“ sagði Hákon hlæjandi. „Svo dró félagi minn mig á skotæfingu. Þar vel tekið vel á móti manni og maður fór á fullt í þetta.“ Nokkur ár eru síðan Hákon byrjaði að sjá Ólympíuleikana í hillingum. „Maður fór að sjá glitta í þetta á Evrópumeistaramótinu á Kýpur 2022. Þar munaði mjög litlu að ég kæmist í úrslit og þá fór maður að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Hákon. En hver er lykilinn að því að vera góð skytta? „Að hafa gaman að því að vera til eins og í flestu öðru. En þú þarft að vera í mjög góðu formi, andlegu og líkamlegu, og vera með fólk á bak við þig. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt,“ sagði Hákon sem segir samkeppnina í haglabyssuskotfimi hér heima ekki mikla. „Hún mætti alveg vera meiri en það eru margir sem geta skotið vel. En þetta er svolítið dýrt og hvað veðrið varðar er aðstaðan hérna kannski ekki sú besta. Það er það sem skortir,“ sagði Hákon. Sem fyrr sagði starfar hann á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn. Og aðstoðarþjálfararnir Óðinn og Loki fylgja honum hvert fótmál. „Það er örugglega hægt að gera þetta auðveldar en maður gerir það sem þarf að gera. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Hákon sem sýndi fréttamanni svo vopnið sem hann keppir með. „Þetta er Beretta DT11. Það eru til 75 svona byssur í heiminum. Við Íslendingar erum ýktir og það eru til tvær svona hérna. Þetta er góð græja,“ sagði Hákon. ... og lætur vaða.vísir/sigurjón „Ég fór til Grikklands og lét smíða skeftið fyrir mig,“ sagði Hákon en byssa eins og hann notast við kostar um tvær milljónir króna. Hann játar því að haglabyssuskotfimi sé dýr íþrótt en hann sér ekki eftir peningnum sem fer í hana. „Maður græðir ekkert á því að vera með peninga með sér í kistunni. Það er um að gera að eyða þessu í einhverja vitleysu,“ sagði Hákon léttur að lokum. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur núna við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn. Hákon kveðst bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana sem hefjast í París 26. júlí næstkomandi. „Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon. Hann keppir á tveimur mótum á næstunni, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu. „Það er besta leiðin,“ sagði Hákon aðspurður hvar leiðin inn á Ólympíuleikana væri greiðust. „En svo er alltaf möguleiki á boðssæti (e. wildcard),“ bætti skyttan við. Hákon gerir sig tilbúinn ...vísir/sigurjón En af hverju lagði Hákon skotfimi fyrir sig? „Ég er úr sveit, Húnvetningur að upplagi, og byrjaði að veiða áður en ég mátti,“ sagði Hákon hlæjandi. „Svo dró félagi minn mig á skotæfingu. Þar vel tekið vel á móti manni og maður fór á fullt í þetta.“ Nokkur ár eru síðan Hákon byrjaði að sjá Ólympíuleikana í hillingum. „Maður fór að sjá glitta í þetta á Evrópumeistaramótinu á Kýpur 2022. Þar munaði mjög litlu að ég kæmist í úrslit og þá fór maður að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Hákon. En hver er lykilinn að því að vera góð skytta? „Að hafa gaman að því að vera til eins og í flestu öðru. En þú þarft að vera í mjög góðu formi, andlegu og líkamlegu, og vera með fólk á bak við þig. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt,“ sagði Hákon sem segir samkeppnina í haglabyssuskotfimi hér heima ekki mikla. „Hún mætti alveg vera meiri en það eru margir sem geta skotið vel. En þetta er svolítið dýrt og hvað veðrið varðar er aðstaðan hérna kannski ekki sú besta. Það er það sem skortir,“ sagði Hákon. Sem fyrr sagði starfar hann á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn. Og aðstoðarþjálfararnir Óðinn og Loki fylgja honum hvert fótmál. „Það er örugglega hægt að gera þetta auðveldar en maður gerir það sem þarf að gera. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Hákon sem sýndi fréttamanni svo vopnið sem hann keppir með. „Þetta er Beretta DT11. Það eru til 75 svona byssur í heiminum. Við Íslendingar erum ýktir og það eru til tvær svona hérna. Þetta er góð græja,“ sagði Hákon. ... og lætur vaða.vísir/sigurjón „Ég fór til Grikklands og lét smíða skeftið fyrir mig,“ sagði Hákon en byssa eins og hann notast við kostar um tvær milljónir króna. Hann játar því að haglabyssuskotfimi sé dýr íþrótt en hann sér ekki eftir peningnum sem fer í hana. „Maður græðir ekkert á því að vera með peninga með sér í kistunni. Það er um að gera að eyða þessu í einhverja vitleysu,“ sagði Hákon léttur að lokum.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira