Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan | Keflvíkingar tóku við sér í síðasta leikhluta Hjörvar Ólafsson skrifar 9. mars 2024 16:34 vísir/hulda margrét Keflavík, topplið Subway deildar kvenna í körfubolta, bar sigurorð af Stjörnunni þegar liðin áttust við í Blue-höllinni í Keflavík í dag. Eftir að hafa verið lengi í gangi innbyrtu deildarmeistararnir 77-56 sigur. Stjarnan hóf leikinn af miklum krafti og ætlaði greinilega að láta nýkrýnda deildarmeistara hafa vel fyrir sigrinun. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik voru gestirnir 38-29 yfir. Undir lok þriðja leikhluta tóku Keflvíkingar við sér og vöknuðu til lífsins. Elisa Pinzan skoraði sex síðustu stig leikhlutans og Keflavík var þremur stigum yfir, 53-50, fyrir lokaleikhlutann. Þar komst Keflavíkurliðið á almenniegt skrið og liðið landaði að lokum sannfærandi 21 sitga sigri. Sverrir Þór Sverrisson og Elentínus Margeirsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Sverrir Þór: Vissum að við þyrftum að hafa fyrir þessu „Við vorum búnar að fara vel yfir það að Stjarnan væri með lið sem spilar af fullri ákefð í 40 mínútur og við þyftum að hafa fyrir því að ná í stigin tvö sem í boði voru. Við vorum lengi í gang en við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að spila betri liðsvörn,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. „Við fáum á okkur 17 stig í seinni háfleik sem er bara mjög vel af sér vikið. Það komst gott flæði á sóknarleikinn með þessum sterka varnarleik. Nú er sá áfangi í höfn að lyfta deildarmeistaratitlinum og alvaran fram undan að freista þess að lyfta stóru bikurunum,“ sagði Sverrir Þór enn fremur. Arnar Guðjónsson: Góð frammistaðan heilt yfir í þessum leik „Við göngum bara sáttar frá borði og erum mjög sáttar við spilamennskuna í þessum leik. Það er í raun ekkert sem við gerum illa þegar þær komast inn í leikinn og byggja upp forskot sitt. Þær bara fara að spila sterkari vörn og þvinga okkur í tapaða bolta og erfið skot,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við erum bara einfaldlega að spila við ofboðslega sterkt lið, það besta á landinu í dag. Þetta er það lið sem við berum okkur saman við og viljum vera eins og eftir nokkur ár. Það er heilmargt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik og nú er bara að vinna áfram í að bæta okkar leik,“ sagði Arnar þar að auki. Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni í leik hjá Stjörnunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið var værukært framan af leik en þegar á hólminn var komið sýndi liðið mátt sinn og megin. Keflavík herti á klónni í varnarleik sínum og það skilaði auðveldari körfum hinu megin á vellinum. Keflavík hefur gríðarlega breidd og Sverrir rúllaði liðinu vel í dag, það skilaði sér þegar líða tók á leikinn og heimakonur voru með ferska og hæfileikaríka fætur undir lok leiksins. Hverjar sköruðu fram úr? Anna Ingunn Svansdóttir og Daniel Wallen báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn hjá Keflavík en Anna Ingunn skoraði 21 stig í leiknum. Fjögur af sex þriggja stiga skotum Önnu Ingunnar rötuðu rétta leið en hún var einnig öflug í varnarleik Keflavíkurliðsins. Hjá Stjörnunni var Denia Davis-Stewart stigahæst með 16 stig en Kolbrún María Ármannsdóttir og Katarzyna Trzeciak komu næstar með 12 stig hvor. Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að brjóta á bak aftur ógnarsterka vörn Keflavíkur í seinni hálfleik eftir að hafa geislað af sjálfstrausti í sóknarleik sínum í þeim fyrri. Stjarnan skoraði einungis 17 stig í þeim seinni og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Hvað gerist næst? Stjarnan sækir Njarðvík heim í Ljónagryfjuna á þriðjudaginn kemur en daginn eftir fær Keflavík svo Hauka í heimsókn. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan
Keflavík, topplið Subway deildar kvenna í körfubolta, bar sigurorð af Stjörnunni þegar liðin áttust við í Blue-höllinni í Keflavík í dag. Eftir að hafa verið lengi í gangi innbyrtu deildarmeistararnir 77-56 sigur. Stjarnan hóf leikinn af miklum krafti og ætlaði greinilega að láta nýkrýnda deildarmeistara hafa vel fyrir sigrinun. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik voru gestirnir 38-29 yfir. Undir lok þriðja leikhluta tóku Keflvíkingar við sér og vöknuðu til lífsins. Elisa Pinzan skoraði sex síðustu stig leikhlutans og Keflavík var þremur stigum yfir, 53-50, fyrir lokaleikhlutann. Þar komst Keflavíkurliðið á almenniegt skrið og liðið landaði að lokum sannfærandi 21 sitga sigri. Sverrir Þór Sverrisson og Elentínus Margeirsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Sverrir Þór: Vissum að við þyrftum að hafa fyrir þessu „Við vorum búnar að fara vel yfir það að Stjarnan væri með lið sem spilar af fullri ákefð í 40 mínútur og við þyftum að hafa fyrir því að ná í stigin tvö sem í boði voru. Við vorum lengi í gang en við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að spila betri liðsvörn,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. „Við fáum á okkur 17 stig í seinni háfleik sem er bara mjög vel af sér vikið. Það komst gott flæði á sóknarleikinn með þessum sterka varnarleik. Nú er sá áfangi í höfn að lyfta deildarmeistaratitlinum og alvaran fram undan að freista þess að lyfta stóru bikurunum,“ sagði Sverrir Þór enn fremur. Arnar Guðjónsson: Góð frammistaðan heilt yfir í þessum leik „Við göngum bara sáttar frá borði og erum mjög sáttar við spilamennskuna í þessum leik. Það er í raun ekkert sem við gerum illa þegar þær komast inn í leikinn og byggja upp forskot sitt. Þær bara fara að spila sterkari vörn og þvinga okkur í tapaða bolta og erfið skot,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við erum bara einfaldlega að spila við ofboðslega sterkt lið, það besta á landinu í dag. Þetta er það lið sem við berum okkur saman við og viljum vera eins og eftir nokkur ár. Það er heilmargt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik og nú er bara að vinna áfram í að bæta okkar leik,“ sagði Arnar þar að auki. Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni í leik hjá Stjörnunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið var værukært framan af leik en þegar á hólminn var komið sýndi liðið mátt sinn og megin. Keflavík herti á klónni í varnarleik sínum og það skilaði auðveldari körfum hinu megin á vellinum. Keflavík hefur gríðarlega breidd og Sverrir rúllaði liðinu vel í dag, það skilaði sér þegar líða tók á leikinn og heimakonur voru með ferska og hæfileikaríka fætur undir lok leiksins. Hverjar sköruðu fram úr? Anna Ingunn Svansdóttir og Daniel Wallen báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn hjá Keflavík en Anna Ingunn skoraði 21 stig í leiknum. Fjögur af sex þriggja stiga skotum Önnu Ingunnar rötuðu rétta leið en hún var einnig öflug í varnarleik Keflavíkurliðsins. Hjá Stjörnunni var Denia Davis-Stewart stigahæst með 16 stig en Kolbrún María Ármannsdóttir og Katarzyna Trzeciak komu næstar með 12 stig hvor. Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að brjóta á bak aftur ógnarsterka vörn Keflavíkur í seinni hálfleik eftir að hafa geislað af sjálfstrausti í sóknarleik sínum í þeim fyrri. Stjarnan skoraði einungis 17 stig í þeim seinni og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Hvað gerist næst? Stjarnan sækir Njarðvík heim í Ljónagryfjuna á þriðjudaginn kemur en daginn eftir fær Keflavík svo Hauka í heimsókn.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti