Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. mars 2024 11:40 Jóhanna Guðrún segir ekkert lag hafa staðið upp úr í Söngvakeppninni um fram önnur. Sigga Ózk og Aníta hafi þó verið flottar og þá er Hera í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Vísir/Vilhelm Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. Þetta segir Jóhanna Guðrún í hlaðvarpinu Götustrákar. Tilefnið er nýleg Söngvakeppni RÚV þar sem Hera Björk hafði sigur eftir harða baráttu við Bashar Murad. Bashar var með nokkuð forskot eftir símakosningu og niðurstöðu dómaranefndar og fór í einvígið gegn Heru Björk. Þar kusu töluvert fleiri Heru og hafði hún sigur með rúmlega þrjú þúsund atkvæðum. „Þessi bráðabani ruglar rosalega í kosningunni og mér hefur fundist það undanfarin ár oft brengla kosninguna,“ segir Jóhanna Guðrún. Fyrir tveimur árum höfðu Reykjavíkurdætur forskot gegn Systrum áður en farið var í einvígið. Í einvíginu, þegar almenningi gefst kostur á að kjósa aftur, höfðu Systur betur. Sama var uppi á teningnum þegar María Ólafsdóttir hafði betur gegn Friðriki Dór Jónssyni árið 2015. „Ég væri til í að sjá þennan bráðabana bara ekki eiga sér stað. Bara ein kosning og bara lagið sem vinnur, vinnur. Vegna þess að það hefur sýnt sig, ekki bara núna heldur líka mörg önnur ár að útkoman er önnur,“ segir Jóhanna Guðrún. Einvígið var reyndar orðið nokkuð umdeilt á því herrans ári 2015, eins og lesa má um í fréttaskýringunni hér að neðan. Annars er það að frétta af sigurlagi Söngvakeppninnar að RÚV hefur enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision í ár. Frestur til að skila inn gögnum og ganga frá skráningu er til 11. mars. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04 „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights. 4. mars 2024 11:53 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Þetta segir Jóhanna Guðrún í hlaðvarpinu Götustrákar. Tilefnið er nýleg Söngvakeppni RÚV þar sem Hera Björk hafði sigur eftir harða baráttu við Bashar Murad. Bashar var með nokkuð forskot eftir símakosningu og niðurstöðu dómaranefndar og fór í einvígið gegn Heru Björk. Þar kusu töluvert fleiri Heru og hafði hún sigur með rúmlega þrjú þúsund atkvæðum. „Þessi bráðabani ruglar rosalega í kosningunni og mér hefur fundist það undanfarin ár oft brengla kosninguna,“ segir Jóhanna Guðrún. Fyrir tveimur árum höfðu Reykjavíkurdætur forskot gegn Systrum áður en farið var í einvígið. Í einvíginu, þegar almenningi gefst kostur á að kjósa aftur, höfðu Systur betur. Sama var uppi á teningnum þegar María Ólafsdóttir hafði betur gegn Friðriki Dór Jónssyni árið 2015. „Ég væri til í að sjá þennan bráðabana bara ekki eiga sér stað. Bara ein kosning og bara lagið sem vinnur, vinnur. Vegna þess að það hefur sýnt sig, ekki bara núna heldur líka mörg önnur ár að útkoman er önnur,“ segir Jóhanna Guðrún. Einvígið var reyndar orðið nokkuð umdeilt á því herrans ári 2015, eins og lesa má um í fréttaskýringunni hér að neðan. Annars er það að frétta af sigurlagi Söngvakeppninnar að RÚV hefur enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision í ár. Frestur til að skila inn gögnum og ganga frá skráningu er til 11. mars.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04 „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights. 4. mars 2024 11:53 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04
„Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17
Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights. 4. mars 2024 11:53