Tveir þrettán ára drengir lentu í snjóflóði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. mars 2024 17:20 Svona voru aðstæður við skíðasvæðið í Stafdal á laugardaginn. Skíðasvæðið í Stafdal Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði á skíðasvæðinu í Stafdal í Seyðisfirði á laugardag. Annar þeirra missti meðvitund og lá grafinn í flóðinu í tuttugu mínútur, en hinn barst niður með flóðinu. RÚV greindi fyrst frá. Vísir hafði samband við Júlíus Brynjarsson föður drengsins sem lenti undir flóðinu. Hann segir að drengirnir hafi verið að skíða um svæðið allan daginn. Sonur hans hafi hringt og sagst ætla að fara eina ferð enn, en verið var að loka svæðinu. Júlíus segist hafa komið að svæðinu um fjögur og svipast um eftir syni sínum, en móðir hins drengsins hafi einnig verið þar. Þau sáu svo einhvern vera að brasa eitthvað í brekkunni, og annan á leiðinni upp brekkuna með skóflur. Þau áttuðu sig fljótlega á stöðunni. Snjóflóð fallið „Þá fæ ég það staðfest að það er fallið snjóflóð. Það er þarna skófla við lyftuskálann og ég fæ hana lánaða og fer bara á staðinn. Svo eru minningarnar svolítið óljósar,“ segir Júlíus. Varðandi tildrög flóðsins segir Júlíus að sonur hans hafi farið fyrr af stað niður brekkuna, misst af sér annað skíðið og stoppað í brekkunni. Þá hafi flóðið farið af stað og sonur hans orðið undir. Umfangsmikil leit Júlíus segir að leitin hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur. Leitarhópurinn hafi orðið stærri eftir því sem leið á leitina. Vinurinn hafi hringt á neyðarlínuna um leið og flóðið féll og byrjað undireins að grafa eftir vini sínum. Ekki leið á löngu þar til viðbragðsaðilar voru mættir á vettvang með leitarstöng og annan búnað. „Fyrst finnum við eitt skíði, og fljótlega grefur vinur hans niður á hann og kallar. Þá voru liðnar kannski um tuttugu mínútur,“ segir Júlíus. Fljótlega eftir að þau losuðu drenginn vaknaði hann og virtist heill heilsu. Hann mundi eftir því að hafa lent undir flóðinu og legið pikkfastur en hafði svo misst meðvitund. Júlíus segir þetta auðvitað hafa verið gríðarlegt áfall fyrir drengina, en þeir beri sig vel. Þeir hafi sloppið mjög vel og hafi eiginlega alveg sloppið við líkamlegt tjón. Þeir hafi fengið áfallahjálp, og þeir hafi komið fljótt til og séu brattir í dag. Allt viðbragð til fyrirmyndar Júlíus kveðst vera gríðarlega ánægður með þá sem komu þarna fljótt að og hjálpuðu til við þetta. Þetta hafi verið stuttur tími og menn hafi lagt mikið á sig þessar mínútur. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skíðað um vinsælt gil utan brautar Drengirnir höfðu verið að renna sér um gil um fimmtíu metrum frá lyftunni. Gilið er ekki skíðabraut en samt sem áður vinsæl leið meðal þeirra sem þekkja svæðið. Júlíus segist hafa farið um þúsund ferðir þar um í bernsku sinni og drengirnir hafi verið í þriðju ferð sinni um gilið þann daginn. Júlíus segir ekkert við reglur eða skipulag skíðasvæðisins að athuga. Skíðasvæði Múlaþing Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. Vísir hafði samband við Júlíus Brynjarsson föður drengsins sem lenti undir flóðinu. Hann segir að drengirnir hafi verið að skíða um svæðið allan daginn. Sonur hans hafi hringt og sagst ætla að fara eina ferð enn, en verið var að loka svæðinu. Júlíus segist hafa komið að svæðinu um fjögur og svipast um eftir syni sínum, en móðir hins drengsins hafi einnig verið þar. Þau sáu svo einhvern vera að brasa eitthvað í brekkunni, og annan á leiðinni upp brekkuna með skóflur. Þau áttuðu sig fljótlega á stöðunni. Snjóflóð fallið „Þá fæ ég það staðfest að það er fallið snjóflóð. Það er þarna skófla við lyftuskálann og ég fæ hana lánaða og fer bara á staðinn. Svo eru minningarnar svolítið óljósar,“ segir Júlíus. Varðandi tildrög flóðsins segir Júlíus að sonur hans hafi farið fyrr af stað niður brekkuna, misst af sér annað skíðið og stoppað í brekkunni. Þá hafi flóðið farið af stað og sonur hans orðið undir. Umfangsmikil leit Júlíus segir að leitin hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur. Leitarhópurinn hafi orðið stærri eftir því sem leið á leitina. Vinurinn hafi hringt á neyðarlínuna um leið og flóðið féll og byrjað undireins að grafa eftir vini sínum. Ekki leið á löngu þar til viðbragðsaðilar voru mættir á vettvang með leitarstöng og annan búnað. „Fyrst finnum við eitt skíði, og fljótlega grefur vinur hans niður á hann og kallar. Þá voru liðnar kannski um tuttugu mínútur,“ segir Júlíus. Fljótlega eftir að þau losuðu drenginn vaknaði hann og virtist heill heilsu. Hann mundi eftir því að hafa lent undir flóðinu og legið pikkfastur en hafði svo misst meðvitund. Júlíus segir þetta auðvitað hafa verið gríðarlegt áfall fyrir drengina, en þeir beri sig vel. Þeir hafi sloppið mjög vel og hafi eiginlega alveg sloppið við líkamlegt tjón. Þeir hafi fengið áfallahjálp, og þeir hafi komið fljótt til og séu brattir í dag. Allt viðbragð til fyrirmyndar Júlíus kveðst vera gríðarlega ánægður með þá sem komu þarna fljótt að og hjálpuðu til við þetta. Þetta hafi verið stuttur tími og menn hafi lagt mikið á sig þessar mínútur. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skíðað um vinsælt gil utan brautar Drengirnir höfðu verið að renna sér um gil um fimmtíu metrum frá lyftunni. Gilið er ekki skíðabraut en samt sem áður vinsæl leið meðal þeirra sem þekkja svæðið. Júlíus segist hafa farið um þúsund ferðir þar um í bernsku sinni og drengirnir hafi verið í þriðju ferð sinni um gilið þann daginn. Júlíus segir ekkert við reglur eða skipulag skíðasvæðisins að athuga.
Skíðasvæði Múlaþing Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent