Bellingham í tveggja leikja bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2024 16:30 Jude Bellingham kvartar í Gil Manzano, dómara leiks Valencia og Real Madrid. getty/Aitor Alcalde Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk eftir leikinn gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Bellingham skoraði undir lok leiksins á laugardaginn og hélt að hann hefði tryggt Real Madrid 3-2 sigur. En dómari leiksins, Gil Manzano, flautaði af þegar boltinn var á leið inn í vítateiginn. Madrídingar voru æfir og Bellingham gekk býsna hart fram gagnvart Manzano, svo hart að hann fékk rauða spjaldið. Real Madrid áfrýjaði rauða spjaldinu en hafði ekki erindi sem erfiði því Bellingham hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann. Enski landsliðsmaðurinn fékk einnig sex hundruð evra sekt sem jafngildir tæplega níutíu þúsund íslenskum krónum. Real Madrid fékk sömuleiðis sjö hundruð evra sekt (tæplega 105 þúsund króna). Bellingham verður því í banni þegar Real mætir Celta Vigo á sunnudaginn og Osasuna laugardaginn 16. mars. Hann getur hins vegar spilað þegar Real Madrid tekur á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Real er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn. Leikur Real Madrid og Leipzig hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Spænski boltinn Tengdar fréttir Fara fram á fimm ára fangelsi yfir Ancelotti Saksóknarar á Spáni hafa sakað Ítalann Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, um skattsvik og krefjast tæplega fimm ára fangelsisdóms vegna meintra brota hans. 6. mars 2024 10:27 Vinícius kom til bjargar eftir að Real lenti tveimur mörkum undir Real Madríd, topplið La Liga – spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu – náði í stig gegn Valencia eftir að lenda 2-0 undir. 2. mars 2024 22:10 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Bellingham skoraði undir lok leiksins á laugardaginn og hélt að hann hefði tryggt Real Madrid 3-2 sigur. En dómari leiksins, Gil Manzano, flautaði af þegar boltinn var á leið inn í vítateiginn. Madrídingar voru æfir og Bellingham gekk býsna hart fram gagnvart Manzano, svo hart að hann fékk rauða spjaldið. Real Madrid áfrýjaði rauða spjaldinu en hafði ekki erindi sem erfiði því Bellingham hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann. Enski landsliðsmaðurinn fékk einnig sex hundruð evra sekt sem jafngildir tæplega níutíu þúsund íslenskum krónum. Real Madrid fékk sömuleiðis sjö hundruð evra sekt (tæplega 105 þúsund króna). Bellingham verður því í banni þegar Real mætir Celta Vigo á sunnudaginn og Osasuna laugardaginn 16. mars. Hann getur hins vegar spilað þegar Real Madrid tekur á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Real er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn. Leikur Real Madrid og Leipzig hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Fara fram á fimm ára fangelsi yfir Ancelotti Saksóknarar á Spáni hafa sakað Ítalann Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, um skattsvik og krefjast tæplega fimm ára fangelsisdóms vegna meintra brota hans. 6. mars 2024 10:27 Vinícius kom til bjargar eftir að Real lenti tveimur mörkum undir Real Madríd, topplið La Liga – spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu – náði í stig gegn Valencia eftir að lenda 2-0 undir. 2. mars 2024 22:10 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Fara fram á fimm ára fangelsi yfir Ancelotti Saksóknarar á Spáni hafa sakað Ítalann Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, um skattsvik og krefjast tæplega fimm ára fangelsisdóms vegna meintra brota hans. 6. mars 2024 10:27
Vinícius kom til bjargar eftir að Real lenti tveimur mörkum undir Real Madríd, topplið La Liga – spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu – náði í stig gegn Valencia eftir að lenda 2-0 undir. 2. mars 2024 22:10