Þitt er valið Hafþór Reynisson skrifar 6. mars 2024 14:00 Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ljóðskáldið Refaat Alareer, höfundur ljóðsins "If I must die", var myrtur ásamt fjölskyldu sinni á heimili þeirra á Gaza. Svo virðist sem þessi svokallaða "hernaðaraðgerð" Ísraela á hendur Palestínu hafi lítið farið í manngreinaálit hvort að einstaklingar séu meðlimir Hamas eða ekki, eins og flestum er nú orðið ljóst. En það sem virðist vera deginum ljósara, eftir því sem líður á þetta stríð gegn sakleysingjum og óbreyttum borgurum, er að Ísraelski herinn virðist vera að sigta út einstaklinga sem hafa nokkurn tímann dirfst að skrifa um frjálsa Palestínu. Þannig hefur fjöldinn allur af rithöfundum, blaðamönnum, skáldum, baráttufólki fyrir mannréttindum og öðrum verið slátrað, oft á tíðum með fjölskyldumeðlimum sínum. Ef þetta er ekki þjóðarmorð, að drepa fjöldann allan af saklausu fólki ásamt því að koma yfir milljónum manns á vergang og sigta út menningararfleið þeirra, hvað er þetta þá? Mannúðarsamtök, samtök blaðamanna, hjálparsamtök ásamt aragrúa af öðrum samtökum og einstaklingum hafa fordæmt þessa aðför Ísraelsríkis að heilli þjóð, en fyrir utan Suður-Afríku þá á ég enn eftir að sjá nokkra þjóð virkilega standa í hárinu á Ísrael. Við vitum jú að ríkisstjórnir eins og okkar eru of ragar til að segja eitt orð sem gæti komið þeim í óvild Bandaríkjastjórnar, sem hefur fjármagnað þetta stríð og virðist setja þrýsting á aðrar þjóðir að sitja á hliðarlínunni. En hvað getur einstaklingurinn gert? Svo margir fórna höndum og segja að við getum ekkert gert. En það er einfaldlega ekki rétt. Rapyd er stærsta fjártæknifyrirtæki Ísraels. Rapyd var tiltölulega lítið fyrirtæki áður en þeir fengu fúlgur fjár frá alþjóðlegum vogunarsjóðum til að kaupa Korta og svo Valitor hér á landi. Rapyd var byggt á íslenskum grunni, eins þeir vilja svo oft minna á, og á mikla hagsmuni hér.Rapyd græðir tugi milljarða á ári fyrir það eitt að þú, neytandinn, rennir korti þínu í posa verslanna þar sem Rapyd hefur samning við viðkomandi verslun. Rapyd styður þessar aðfarir Ísrael að Palestínska fólkinu, og það með stolti, sama hversu mikið hinn íslenski forstjóri Rapyd Europe vill meina að þau geri það ekki. En hvað getum við gert ef ríkisstjórnin einfaldlega hlustar ekki? Við getum valið með peningum okkar að styðja ekki Rapyd. Við getum valið að velja eitthvað annað. Höfundur er áhugamanneskja um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ljóðskáldið Refaat Alareer, höfundur ljóðsins "If I must die", var myrtur ásamt fjölskyldu sinni á heimili þeirra á Gaza. Svo virðist sem þessi svokallaða "hernaðaraðgerð" Ísraela á hendur Palestínu hafi lítið farið í manngreinaálit hvort að einstaklingar séu meðlimir Hamas eða ekki, eins og flestum er nú orðið ljóst. En það sem virðist vera deginum ljósara, eftir því sem líður á þetta stríð gegn sakleysingjum og óbreyttum borgurum, er að Ísraelski herinn virðist vera að sigta út einstaklinga sem hafa nokkurn tímann dirfst að skrifa um frjálsa Palestínu. Þannig hefur fjöldinn allur af rithöfundum, blaðamönnum, skáldum, baráttufólki fyrir mannréttindum og öðrum verið slátrað, oft á tíðum með fjölskyldumeðlimum sínum. Ef þetta er ekki þjóðarmorð, að drepa fjöldann allan af saklausu fólki ásamt því að koma yfir milljónum manns á vergang og sigta út menningararfleið þeirra, hvað er þetta þá? Mannúðarsamtök, samtök blaðamanna, hjálparsamtök ásamt aragrúa af öðrum samtökum og einstaklingum hafa fordæmt þessa aðför Ísraelsríkis að heilli þjóð, en fyrir utan Suður-Afríku þá á ég enn eftir að sjá nokkra þjóð virkilega standa í hárinu á Ísrael. Við vitum jú að ríkisstjórnir eins og okkar eru of ragar til að segja eitt orð sem gæti komið þeim í óvild Bandaríkjastjórnar, sem hefur fjármagnað þetta stríð og virðist setja þrýsting á aðrar þjóðir að sitja á hliðarlínunni. En hvað getur einstaklingurinn gert? Svo margir fórna höndum og segja að við getum ekkert gert. En það er einfaldlega ekki rétt. Rapyd er stærsta fjártæknifyrirtæki Ísraels. Rapyd var tiltölulega lítið fyrirtæki áður en þeir fengu fúlgur fjár frá alþjóðlegum vogunarsjóðum til að kaupa Korta og svo Valitor hér á landi. Rapyd var byggt á íslenskum grunni, eins þeir vilja svo oft minna á, og á mikla hagsmuni hér.Rapyd græðir tugi milljarða á ári fyrir það eitt að þú, neytandinn, rennir korti þínu í posa verslanna þar sem Rapyd hefur samning við viðkomandi verslun. Rapyd styður þessar aðfarir Ísrael að Palestínska fólkinu, og það með stolti, sama hversu mikið hinn íslenski forstjóri Rapyd Europe vill meina að þau geri það ekki. En hvað getum við gert ef ríkisstjórnin einfaldlega hlustar ekki? Við getum valið með peningum okkar að styðja ekki Rapyd. Við getum valið að velja eitthvað annað. Höfundur er áhugamanneskja um mannréttindi.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar