Á vef Veðurstofunnar segir að það verði að mestu þurrt norðanlands og einnig á Vesturlandi í dag, annars rigning með köflum en samfelldari úrkoma um landið suðaustanvert.
Reiknað er með að hiti verði á bilinu tvö til tíu stig.
Rigning með köflum um landið suðaustanvert á morgun, annars úrkomulítið, en rigning sunnan- og vestanlands annað kvöld.
Síðdegis á föstudag styttir líklega upp og fer að lægja, þó má áfram búast við dálítilli vætu suðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Austan og suðaustan 8-13 m/s, en 13-18 syðst. Rigning suðaustantil, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 9 stig. Samfelld rigning á sunnanverðu landinu um kvöldið.
Á fimmtudag: Suðaustan 5-13 og rigning öðru hverju, einkum suðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig.
Á föstudag: Suðaustanátt og lðéttir víða til norðan heiða. Súld eða rigning í fyrstu sunnan- og vestanlands, en að mestu þurrt seinnipartinn. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag: Austanátt og bjart með köflum, en dálitlar skúrir eða slydduél austantil. Hiti 0 til 5 stig, en nálægt frostmarki norðanlands.
Á mánudag: suðaustlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda, hiti 1 til 6 stig. Stöku él norðantil á landinu og hiti um eða undir frostmarki.