Öskureiðir eftir rauðu spjöldin og saka Pulisic um óíþróttamannslega hegðun Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 12:45 Dómarinn sýndi fádæma lipurð þegar hann reif upp rauða og gula spjaldið á sama tíma. Paolo Bruno/Getty Images Leikmenn og stjórnarmenn Lazio eru öskureiðir dómaranum Marco di Bello eftir að hann rak þrjá leikmenn liðsins af velli í leik gegn AC Milan í gærkvöldi. Luca Pellegrini fékk gult spjald fyrir brot á 50. mínútu og leit svo annað gult sjö mínútum síðar þegar hann reyndi að stöðva leik vegna meiðsla Taty Castellanos. Þar sem dómarinn hafði ekki stöðvað leikinn reyndi Christian Pulisic að ná boltanum af Pellegrini, sem ýtti þá við Pulisic og uppskar gult spjald. Það sauð svo allt upp úr þegar komið var fram í uppbótartíma en þá fengu Adam Marusic og Matteo Guendozi báðir rautt. Luca Pellegrini, sem fór fyrstur af velli, birti svo færslu á Instagram þar sem hann sagði óíþróttamannslega hegðun hafa unnið leik kvöldsins og næst þegar liðsfélagi hans lægi blóðugur myndi hann bara sparka boltanum lengst upp í stúku í stað þess að stoppa inni á vellinum. View this post on Instagram A post shared by Luca Pellegrini (@lucapellegrini3) Stefano Pioli, forseti AC Milan, svaraði Pellegrini nokkurn veginn í viðtali eftir leik. Þá sagði hann reglur leiksins skýrar, ef dómarinn flautar ekki er leikurinn ekki stopp og skal haldið áfram. Hann var algjörlega ósammála því að Pulisic hafi sýnt óíþróttamannslega hegðun. Antonello Aurigemma, forseti Lazio, var harðorður í gagnrýni sinni á dómarann. Hann sagði algjöran skort á gagnsæi í ákvarðanatöku dómara og kallaði eftir því að hlutlaus þriðji aðili yrði fenginn til að skera úr um leikbann leikmanna sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marco di Bello hneykslar á flautunni. Hann dæmdi leik Juventus gegn Bologna í upphafi tímabils og var sendur í rúmlega mánaðarlangt leyfi vegna mistaka í leiknum. Ítalski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Luca Pellegrini fékk gult spjald fyrir brot á 50. mínútu og leit svo annað gult sjö mínútum síðar þegar hann reyndi að stöðva leik vegna meiðsla Taty Castellanos. Þar sem dómarinn hafði ekki stöðvað leikinn reyndi Christian Pulisic að ná boltanum af Pellegrini, sem ýtti þá við Pulisic og uppskar gult spjald. Það sauð svo allt upp úr þegar komið var fram í uppbótartíma en þá fengu Adam Marusic og Matteo Guendozi báðir rautt. Luca Pellegrini, sem fór fyrstur af velli, birti svo færslu á Instagram þar sem hann sagði óíþróttamannslega hegðun hafa unnið leik kvöldsins og næst þegar liðsfélagi hans lægi blóðugur myndi hann bara sparka boltanum lengst upp í stúku í stað þess að stoppa inni á vellinum. View this post on Instagram A post shared by Luca Pellegrini (@lucapellegrini3) Stefano Pioli, forseti AC Milan, svaraði Pellegrini nokkurn veginn í viðtali eftir leik. Þá sagði hann reglur leiksins skýrar, ef dómarinn flautar ekki er leikurinn ekki stopp og skal haldið áfram. Hann var algjörlega ósammála því að Pulisic hafi sýnt óíþróttamannslega hegðun. Antonello Aurigemma, forseti Lazio, var harðorður í gagnrýni sinni á dómarann. Hann sagði algjöran skort á gagnsæi í ákvarðanatöku dómara og kallaði eftir því að hlutlaus þriðji aðili yrði fenginn til að skera úr um leikbann leikmanna sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marco di Bello hneykslar á flautunni. Hann dæmdi leik Juventus gegn Bologna í upphafi tímabils og var sendur í rúmlega mánaðarlangt leyfi vegna mistaka í leiknum.
Ítalski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira