Frumsýning á Vísi: Halli boðar útgáfutónleika á NASA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 22:02 Haraldur Þorleifsson gefur út nýtt lag og myndband í kvöld og hefur boðað útgáfutónleika í maí. Vísir Haraldur Þorleifsson gefur í kvöld út sitt fimmta lag og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son. Hann hyggst halda útgáfutónleika á NASA, hefur neglt niður dagsetningu þann 4. maí og er miðasala hafin. „Núna þarf ég að fara að spýta í lófana,“ segir Haraldur hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hyggst búa til tónlistarmyndband við öll lög plötunnar sem kemur út í maí. Nýja lagið sem kemur út í dag heitir True Love Will Find You in The End og er um að ræða eina tökulagið á plötunni. Klippa: Önnu Jónu Son - True Love Will Find You in The End „Mér þykir rosalega vænt um þetta lag. Það er eftir bandarískan tónlistarmann sem heitir Daniel Johnston. Hann er með geðhvarfasýki og syngur á kassagítar og lögin hans eru alltaf rosalega hrá. Mér fannst þetta lag smellpassa inn í heildarmyndina á plötunni og mér líður eins og þetta sé mitt lag þó einhver annar hafi samið það.“ Haraldur útskýrir að fyrir sér sé lagið um það að reyna að elska sjálfan sig og finna sig. Það geti verið erfitt að fá að vera eins og maður vill vera. Eina leiðin til að vera hamingjusamur Myndbandið við lagið er framleitt í Ungverjalandi. Anna Nemes leikstýrir myndbandinu og segir Haraldur að þau hafi strax smollið saman. Hann hafi útskýrt fyrir henni hvað sér finndist lagið snúast um og hún í raun séð um rest. „Söguhetjan er raunverulegur maður. Hann heitir Dávid Várhegyi og er ungversk dragdrottning sem er að lenda í sífellt meiri útskúfun í heimalandinu samhliða lagabreytingum,“ útskýrir Haraldur. „Hann er að leita að leið til að fá að vera hann sjálfur. Sem er held ég eina leiðin til að við getum verið hamingjusöm.“ Spenntur fyrir tónleikunum Haraldur segir plötuna sína hafa verið tilbúna í eitt og hálft ár. Tími hafi farið í að búa til tónlistarmyndbönd við öll lögin en Haraldur hefur unnið með listamönnum um heim allan, meðal annars í Brasilíu og Íran. „Allt í allt verða þetta ellefu myndbönd. Ég er sirka hálfnaður með þetta. Útgáfutónleikarnir eru hinsvegar búnir að vera á dagskrá hjá mér í tvö en ég hef verið að fresta þessu og ýta þessu á undan mér og breyta um staðsetningu og dagsetningu, þetta hefur verið erfið fæðing en nú er komið að þessu og miðasalan er að byrja í dag kl 22:00 á Tix.is!“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
„Núna þarf ég að fara að spýta í lófana,“ segir Haraldur hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hyggst búa til tónlistarmyndband við öll lög plötunnar sem kemur út í maí. Nýja lagið sem kemur út í dag heitir True Love Will Find You in The End og er um að ræða eina tökulagið á plötunni. Klippa: Önnu Jónu Son - True Love Will Find You in The End „Mér þykir rosalega vænt um þetta lag. Það er eftir bandarískan tónlistarmann sem heitir Daniel Johnston. Hann er með geðhvarfasýki og syngur á kassagítar og lögin hans eru alltaf rosalega hrá. Mér fannst þetta lag smellpassa inn í heildarmyndina á plötunni og mér líður eins og þetta sé mitt lag þó einhver annar hafi samið það.“ Haraldur útskýrir að fyrir sér sé lagið um það að reyna að elska sjálfan sig og finna sig. Það geti verið erfitt að fá að vera eins og maður vill vera. Eina leiðin til að vera hamingjusamur Myndbandið við lagið er framleitt í Ungverjalandi. Anna Nemes leikstýrir myndbandinu og segir Haraldur að þau hafi strax smollið saman. Hann hafi útskýrt fyrir henni hvað sér finndist lagið snúast um og hún í raun séð um rest. „Söguhetjan er raunverulegur maður. Hann heitir Dávid Várhegyi og er ungversk dragdrottning sem er að lenda í sífellt meiri útskúfun í heimalandinu samhliða lagabreytingum,“ útskýrir Haraldur. „Hann er að leita að leið til að fá að vera hann sjálfur. Sem er held ég eina leiðin til að við getum verið hamingjusöm.“ Spenntur fyrir tónleikunum Haraldur segir plötuna sína hafa verið tilbúna í eitt og hálft ár. Tími hafi farið í að búa til tónlistarmyndbönd við öll lögin en Haraldur hefur unnið með listamönnum um heim allan, meðal annars í Brasilíu og Íran. „Allt í allt verða þetta ellefu myndbönd. Ég er sirka hálfnaður með þetta. Útgáfutónleikarnir eru hinsvegar búnir að vera á dagskrá hjá mér í tvö en ég hef verið að fresta þessu og ýta þessu á undan mér og breyta um staðsetningu og dagsetningu, þetta hefur verið erfið fæðing en nú er komið að þessu og miðasalan er að byrja í dag kl 22:00 á Tix.is!“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira