Enski boltinn

Liverpool þarf að bíða eftir Salah

Sindri Sverrisson skrifar
Mohamed Salah á við meiðsli að stríða.
Mohamed Salah á við meiðsli að stríða. Getty/Marc Atkins

Mohamed Salah á við meiðsli að stríða og verður ekki með Liverpool þegar liðið mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun.

Salah hefur glímt við vöðvameiðsli síðustu vikur. Hann meiddist á Afríkumótinu í janúar en kom inn á sem varamaður í leik gegn Brentford 17. febrúar, skoraði eitt mark og lagði upp annað. Síðan þá hefur hann ekki getað spilað og óvíst er hvenær nákvæmlega hann snýr aftur til keppni.

„Ég held að það sé nú ekkert of langt í Mo en hann verður ekki á vellinum á morgun og svo metum við bara stöðuna. Mögulega verður hann með í næstu viku, hann er á réttri leið, en ekki á morgun,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Liverpool hefur þrátt fyrir mikil meiðslavandræði unnið síðustu fimm leiki í röð í öllum keppnum. Eftir leikinn við Forest spilar liðið við Sparta Prag í Evrópudeildinni næsta fimmtudag, áður en kemur að stórleiknum við Manchester City 10. mars og bikarslagnum við Manchester United 16. mars.

Klopp greindi frá stöðunni á fleiri leikmönnum sem verið hafa frá keppni. Darwin Núnez og Dominik Szoboszlai æfðu með liðinu í gær og verða mögulega með á morgun, og staðan verður einnig tekin á Wataru Endo og Andrew Robinson, sem verið hefur veikur, en þeir áttu að geta verið með á æfingu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×