Rashford: Þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2024 10:00 Marcus Rashford hefur tjáð sig um þá hörðu gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir. Getty/James Baylis Marcus Rashford segir að það sé aldrei hægt að efast um hollustu hans til Manchester United. Enski framherjinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir spilamennsku sína á þessu tímabili. Til að bæta gráu ofan á svart þá þurfti knattspyrnustjórinn Erik ten Hag að taka á agavandamálum leikmannsins þegar hann mætti ekki á æfingu eftir skemmtiferð á næturklúbb í Belfast. Rashford skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð en hefur aðeins skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Hann sjálfur telur sig hafa fengið ósanngjarna meðferð frá fjölmiðlum. If you ever question my commitment to Man United, that s when I have to speak up. It s like somebody questioning my entire identity, and everything I stand for as a man. Marcus Rashford, in his own words.https://t.co/dLbQVKJ029— The Players' Tribune (@PlayersTribune) February 29, 2024 „Þegar ég geri mistök, þá er ég sá fyrsti til að rétta upp hendina og viðurkenna að ég þurfi að gera betur. En ef þú efast um hollustu mína til Manchester United þá verð ég að láta í mér heyra,“ sagði Marcus Rashford við Players' Tribune. „Ég ólst hér upp. Ég hef spilað fyrir þetta félag síðan ég var strákur. Fjölskylda mín hafnaði miklum peningum þegar ég var krakki svo að ég gæti spilað fyrir þetta félag,“ skrifaði Rashford. „Þegar þú ferð að efast um hollustu mína til þess félags og ást mína á fótboltanum þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku,“ sagði Rashford. Rashford var lofaður í hástert fyrir baráttu sína fyrir fátæk börn á Manchester svæðinu. Hann sá öðrum fremur til þess að þau fengu áfram mat í skólanum. Rashford telur að sú vinna hans hafi búið til meiri gagnrýni. „Ég var bara að reyna að nota mína rödd til þess að sjá til þess að börnin þurfi ekki að svelta. Ég veit sjálfur nákvæmlega hvernig það er. Af einhverjum ástæðum þá virtist það fara í taugarnar á sumu fólki,“ sagði Rashford. „Það lítur út fyrir það að þau hafi hreinlega verið að bíða eftir mannlegu atviki svo þau geti bent fingrinum á mig og sagt: Sjáið. Svona er hann í alvörunni,“ sagði Rashford. The stuff that gets written about me 90% of it is false. The problem is when people start to believe them. Marcus Rashford opens up on his journey, the media and his hopes for the rest of the season. pic.twitter.com/HCILy8ia5c— Players' Tribune Football (@TPTFootball) February 29, 2024 Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Til að bæta gráu ofan á svart þá þurfti knattspyrnustjórinn Erik ten Hag að taka á agavandamálum leikmannsins þegar hann mætti ekki á æfingu eftir skemmtiferð á næturklúbb í Belfast. Rashford skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð en hefur aðeins skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Hann sjálfur telur sig hafa fengið ósanngjarna meðferð frá fjölmiðlum. If you ever question my commitment to Man United, that s when I have to speak up. It s like somebody questioning my entire identity, and everything I stand for as a man. Marcus Rashford, in his own words.https://t.co/dLbQVKJ029— The Players' Tribune (@PlayersTribune) February 29, 2024 „Þegar ég geri mistök, þá er ég sá fyrsti til að rétta upp hendina og viðurkenna að ég þurfi að gera betur. En ef þú efast um hollustu mína til Manchester United þá verð ég að láta í mér heyra,“ sagði Marcus Rashford við Players' Tribune. „Ég ólst hér upp. Ég hef spilað fyrir þetta félag síðan ég var strákur. Fjölskylda mín hafnaði miklum peningum þegar ég var krakki svo að ég gæti spilað fyrir þetta félag,“ skrifaði Rashford. „Þegar þú ferð að efast um hollustu mína til þess félags og ást mína á fótboltanum þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku,“ sagði Rashford. Rashford var lofaður í hástert fyrir baráttu sína fyrir fátæk börn á Manchester svæðinu. Hann sá öðrum fremur til þess að þau fengu áfram mat í skólanum. Rashford telur að sú vinna hans hafi búið til meiri gagnrýni. „Ég var bara að reyna að nota mína rödd til þess að sjá til þess að börnin þurfi ekki að svelta. Ég veit sjálfur nákvæmlega hvernig það er. Af einhverjum ástæðum þá virtist það fara í taugarnar á sumu fólki,“ sagði Rashford. „Það lítur út fyrir það að þau hafi hreinlega verið að bíða eftir mannlegu atviki svo þau geti bent fingrinum á mig og sagt: Sjáið. Svona er hann í alvörunni,“ sagði Rashford. The stuff that gets written about me 90% of it is false. The problem is when people start to believe them. Marcus Rashford opens up on his journey, the media and his hopes for the rest of the season. pic.twitter.com/HCILy8ia5c— Players' Tribune Football (@TPTFootball) February 29, 2024
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira