„Besti dagur lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 07:31 Jayden Danns fagnar öðru marka sinna fyrir Liverpool á Anfield í gærkvöldi. Getty/ Justin Setterfield Táningurinn Jayden Danns var heldur betur í skýjunum eftir 3-0 sigur Liverpool á Southampton í ensku bikarkeppninni á Anfield í gærkvöldi. Danns byrjaði reyndar á varamannabekknum en kom inn á í seinni hálfleiknum og skoraði tvö síðustu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum vegna mikilla meiðsla en ungu strákarnir kláruðu leikinn með glæsibrag. 18-year old Jayden Danns was born in Liverpool. In only his second appearance at Anfield, he scored his first and second goals for the club to seal their spot in the FA Cup quarterfinals pic.twitter.com/18aArKaiPr— B/R Football (@brfootball) February 28, 2024 Fyrra markið skoraði Danns með laglegri vippu eftir sendingu frá Harvey Elliott og hann skoraði síðan aftur undir lokin eftir að hann fylgdi á eftir skoti Conor Bradley. „Ég gæti ekki verið ánægðari. Þetta er besti dagur lífs míns,“ sagði hinn átján ára gamli Jayden Danns við BBC eftir leikinn. Hann er fæddur í janúar 2006 eða eftir að Liverpool vann endurkomusigurinn í Meistaradeildinni í Istanbul. „Ég hef horft á Liverpool síðan ég var ungur strákur og að skora tvö mörk fyrir framan Kop stúkuna er meira en mig dreymdi um. Ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Danns. „Ég fékk nokkur færi til að skora í úrslitaleiknum í deildabikarnum án þess að nýta þau og ég kom inn á í þessum leik staðráðinn í því að klára næsta færi,“ sagði Danns. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni að fagna marki fyrir framan Kop stúkuna. Þetta er draumur að rætast. Það fyrsta sem kom upp í hugann ver að renna mér á hnjánum. Þetta var ótrúleg upplifun,“ sagði Danns. For the first time in our history, two players aged 18 or younger have scored in the same senior game Take a bow, Lewis Koumas and Jayden Danns pic.twitter.com/0LudjrOxlP— Liverpool FC (@LFC) February 28, 2024 Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Danns byrjaði reyndar á varamannabekknum en kom inn á í seinni hálfleiknum og skoraði tvö síðustu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum vegna mikilla meiðsla en ungu strákarnir kláruðu leikinn með glæsibrag. 18-year old Jayden Danns was born in Liverpool. In only his second appearance at Anfield, he scored his first and second goals for the club to seal their spot in the FA Cup quarterfinals pic.twitter.com/18aArKaiPr— B/R Football (@brfootball) February 28, 2024 Fyrra markið skoraði Danns með laglegri vippu eftir sendingu frá Harvey Elliott og hann skoraði síðan aftur undir lokin eftir að hann fylgdi á eftir skoti Conor Bradley. „Ég gæti ekki verið ánægðari. Þetta er besti dagur lífs míns,“ sagði hinn átján ára gamli Jayden Danns við BBC eftir leikinn. Hann er fæddur í janúar 2006 eða eftir að Liverpool vann endurkomusigurinn í Meistaradeildinni í Istanbul. „Ég hef horft á Liverpool síðan ég var ungur strákur og að skora tvö mörk fyrir framan Kop stúkuna er meira en mig dreymdi um. Ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Danns. „Ég fékk nokkur færi til að skora í úrslitaleiknum í deildabikarnum án þess að nýta þau og ég kom inn á í þessum leik staðráðinn í því að klára næsta færi,“ sagði Danns. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni að fagna marki fyrir framan Kop stúkuna. Þetta er draumur að rætast. Það fyrsta sem kom upp í hugann ver að renna mér á hnjánum. Þetta var ótrúleg upplifun,“ sagði Danns. For the first time in our history, two players aged 18 or younger have scored in the same senior game Take a bow, Lewis Koumas and Jayden Danns pic.twitter.com/0LudjrOxlP— Liverpool FC (@LFC) February 28, 2024
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira