Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 08:00 Albert Guðmundsson spilaði síðast fyrir Ísland í júní á síðasta ári, í naumu tapi gegn Portúgal. vísir/Hulda Margrét Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. Albert var kærður síðasta sumar en eftir rannsókn lögreglu sá héraðssaksóknari ekki ástæðu til ákæru heldur lét málið niður falla í síðustu viku. Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Vegna reglna KSÍ um val á leikmönnum sem grunaðir eru um ofbeldisbrot var Albert ekki gjaldgengur í síðustu sex leikjunum í undankeppni EM síðasta haust en eins og staðan er núna gæti hann mætt Ísrael. „Hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu. Við höfum ekki getað valið hann vegna reglna KSÍ en núna hefur lögreglan vísað málinu frá og það þýðir að ég get valið hann. Ég hef rætt við Albert um hans stöðu og hug eftir að hafa ekki mátt spila, og hann vill virkilega spila fyrir Ísland,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Engin tilkynning fyrr en skömmu fyrir leik Hareide tilkynnir val sitt á landsliðshópi 15. mars, sex dögum fyrir leikinn við Ísrael, en að óbreyttu verður Albert í þeim hópi. Ísland mætir Ísrael í Búdapest og sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, í leik um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Albert Guðmundsson er ofarlega á lista yfir markahæstu menn í efstu deild Ítalíu.Getty/Simone Arveda Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í vetur og skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni, og gæti því gagnast íslenska liðinu vel í þessu mikilvæga umspili, þar sem í húfi er sæti á stórmóti og 1,4 milljarðar króna. „Hann er góður leikmaður. Þegar hann spilaði síðast, gegn Portúgal og Slóvakíu í júní í fyrra, sérstaklega gegn Portúgal, þá var hann sá íslenski leikmaður sem hljóp mest. Það hefur maður líka séð hjá hans liði í síðustu leikjum. Hann leggur mjög hart að sér fyrir sitt lið. Hann er góður fótboltamaður, og auðvitað getum við nýtt hann í þessum hópi. Sem stendur getum við valið hann en ég vil ekki tilkynna neitt fyrr en að því kemur,“ segir Hareide. „Hefur sagt mér að hann sé saklaus“ Hann segist ekki óttast að mál Alberts og möguleg endurkoma hans geti haft neikvæð áhrif á landsliðshópinn. „Nei, það tel ég ekki. Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum. Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Albert var kærður síðasta sumar en eftir rannsókn lögreglu sá héraðssaksóknari ekki ástæðu til ákæru heldur lét málið niður falla í síðustu viku. Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Vegna reglna KSÍ um val á leikmönnum sem grunaðir eru um ofbeldisbrot var Albert ekki gjaldgengur í síðustu sex leikjunum í undankeppni EM síðasta haust en eins og staðan er núna gæti hann mætt Ísrael. „Hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu. Við höfum ekki getað valið hann vegna reglna KSÍ en núna hefur lögreglan vísað málinu frá og það þýðir að ég get valið hann. Ég hef rætt við Albert um hans stöðu og hug eftir að hafa ekki mátt spila, og hann vill virkilega spila fyrir Ísland,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Engin tilkynning fyrr en skömmu fyrir leik Hareide tilkynnir val sitt á landsliðshópi 15. mars, sex dögum fyrir leikinn við Ísrael, en að óbreyttu verður Albert í þeim hópi. Ísland mætir Ísrael í Búdapest og sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, í leik um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Albert Guðmundsson er ofarlega á lista yfir markahæstu menn í efstu deild Ítalíu.Getty/Simone Arveda Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í vetur og skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni, og gæti því gagnast íslenska liðinu vel í þessu mikilvæga umspili, þar sem í húfi er sæti á stórmóti og 1,4 milljarðar króna. „Hann er góður leikmaður. Þegar hann spilaði síðast, gegn Portúgal og Slóvakíu í júní í fyrra, sérstaklega gegn Portúgal, þá var hann sá íslenski leikmaður sem hljóp mest. Það hefur maður líka séð hjá hans liði í síðustu leikjum. Hann leggur mjög hart að sér fyrir sitt lið. Hann er góður fótboltamaður, og auðvitað getum við nýtt hann í þessum hópi. Sem stendur getum við valið hann en ég vil ekki tilkynna neitt fyrr en að því kemur,“ segir Hareide. „Hefur sagt mér að hann sé saklaus“ Hann segist ekki óttast að mál Alberts og möguleg endurkoma hans geti haft neikvæð áhrif á landsliðshópinn. „Nei, það tel ég ekki. Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum. Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“
Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira