Þrífst vel í brjálaðri vinnumenningu í New York Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. mars 2024 07:01 María Guðjohnsen er viðmælandi í Kúnst. Vísir/Einar „Stundum hef ég verið að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen. Hún hefur verið búsett í New York undanfarin ár og tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum á borð við hina virtu listahátíð Art Basel í Miami. Hún er viðmælandi í Kúnst þar sem hún ræðir meðal annars gríðarlega hraða þróun tækninnar, að mæta framtíðinni óhrædd, lífið í New York, líf eftir dauðann, að þróast innan listarinnar og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Maríu í heild sinni: Stafrænn heimur listarinnar „Í New York er listaheimurinn orðinn ótrúlega stafrænn. Það eru að spretta upp gallerí sem eru bara stafræn, helmingurinn af listahátíðum eru stafrænar og ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta væri stór sena fyrr en ég fór út.“ María Guðjohnsen fór í meistaranám í tölvumyndlist í listaháskólann School of Visual Arts í New York. Henni líður vel í borginni. „Ég er ekki mikið fyrir of mikið skipulag, ég fýla að hafa dálítið kaos. Það er það sem er geggjað við að vinna sjálfstætt, ég set svolítið mína tíma sjálf og er í flæði, hlusta á sjálfa mig hvenær ég vil vinna, hvenær ég vil vakna, hvað ég vil vinna lengi og svona. Það hentar mér í raun best. Mér finnst það geðveikt í New York þar sem að allt er opið allan sólarhringinn, það eru allir í einhverju flæði og það allir í kringum þig eru að vinna. Það er brjáluð vinnumenning þarna, mikið að gera og mikið hark. Maður er einhvern veginn á fullu allan daginn og stundum er ég búin að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Þakklát fyrir að geta sagt nei Hún segir að það sé erfitt fyrir utanaðkomandi fólk að átta sig á því hve mikil vinna fer í listsköpunina hennar. „Þetta er mjög tímafrekt starf og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta tekur langan tíma. Ég hef oft fengið beiðnir um að teikna upp eitthvað snöggvast, það virkar ekki alveg þannig. Það er svo ótrúlega langt ferli sem fer í að búa til allt. Einn maður í að gera hundrað manna verk. En mér finnst það líka geðveikt gaman því þá þarf ég aldrei að setja mig í neitt box og fæ að gera það sem ég vil gera.“ Aðspurð hvort það skipti ekki miklu máli að vera með breitt bak í stórborginni svarar María: „Jú alveg hundrað prósent, sérstaklega hér úti. Það eru svo margir að reyna að grípa í þig og fá þig til að gera alls konar hluti en ég hef verið það heppin að það er alltaf nóg að gera, þannig að ég fæ að segja nei við hlutum sem ég vil ekki gera og ég er mjög þakklát fyrir það að vera komin á þann stað.“ Kúnst Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“ „Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann. 28. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hún er viðmælandi í Kúnst þar sem hún ræðir meðal annars gríðarlega hraða þróun tækninnar, að mæta framtíðinni óhrædd, lífið í New York, líf eftir dauðann, að þróast innan listarinnar og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Maríu í heild sinni: Stafrænn heimur listarinnar „Í New York er listaheimurinn orðinn ótrúlega stafrænn. Það eru að spretta upp gallerí sem eru bara stafræn, helmingurinn af listahátíðum eru stafrænar og ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta væri stór sena fyrr en ég fór út.“ María Guðjohnsen fór í meistaranám í tölvumyndlist í listaháskólann School of Visual Arts í New York. Henni líður vel í borginni. „Ég er ekki mikið fyrir of mikið skipulag, ég fýla að hafa dálítið kaos. Það er það sem er geggjað við að vinna sjálfstætt, ég set svolítið mína tíma sjálf og er í flæði, hlusta á sjálfa mig hvenær ég vil vinna, hvenær ég vil vakna, hvað ég vil vinna lengi og svona. Það hentar mér í raun best. Mér finnst það geðveikt í New York þar sem að allt er opið allan sólarhringinn, það eru allir í einhverju flæði og það allir í kringum þig eru að vinna. Það er brjáluð vinnumenning þarna, mikið að gera og mikið hark. Maður er einhvern veginn á fullu allan daginn og stundum er ég búin að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Þakklát fyrir að geta sagt nei Hún segir að það sé erfitt fyrir utanaðkomandi fólk að átta sig á því hve mikil vinna fer í listsköpunina hennar. „Þetta er mjög tímafrekt starf og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta tekur langan tíma. Ég hef oft fengið beiðnir um að teikna upp eitthvað snöggvast, það virkar ekki alveg þannig. Það er svo ótrúlega langt ferli sem fer í að búa til allt. Einn maður í að gera hundrað manna verk. En mér finnst það líka geðveikt gaman því þá þarf ég aldrei að setja mig í neitt box og fæ að gera það sem ég vil gera.“ Aðspurð hvort það skipti ekki miklu máli að vera með breitt bak í stórborginni svarar María: „Jú alveg hundrað prósent, sérstaklega hér úti. Það eru svo margir að reyna að grípa í þig og fá þig til að gera alls konar hluti en ég hef verið það heppin að það er alltaf nóg að gera, þannig að ég fæ að segja nei við hlutum sem ég vil ekki gera og ég er mjög þakklát fyrir það að vera komin á þann stað.“
Kúnst Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“ „Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann. 28. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“ „Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann. 28. febrúar 2024 07:01