Enski boltinn

Rashford og Ten Hag talast varla við eftir fylleríið í Belfast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik ten Hag var langt frá því að vera sáttur við Marcus Rashford eftir djammferð hans til Belfast fyrir mánuði.
Erik ten Hag var langt frá því að vera sáttur við Marcus Rashford eftir djammferð hans til Belfast fyrir mánuði. getty/Robbie Jay Barratt

Samband Marcus Rashford og Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hefur versnað til muna eftir að leikmaðurinn fór á fylleríi í Belfast í síðasta mánuði.

Rashford hringdi sig inn veikan á æfingu eftir að hafa verið að djamma í Belfast langt fram á morgun, tveimur dögum fyrir bikarleik gegn Newport County.

Ten Hag var brjálaður út í Rashford og The Sun greinir frá því að þeir talist nú varla við, þrátt fyrir að Hollendingurinn hafi sagt að málið sé útkljáð.

Ten Hag ku einnig hafa refsað Rashford eftir að hann fagnaði afmæli sínu í miðbæ Manchester skömmu eftir tap fyrir Manchester City í október síðastliðnum.

Eftir að hafa skorað þrjátíu mörk á síðasta tímabili hefur Rashford ekki náð sér á strik í vetur. Hann hefur aðeins skorað fimm mörk í öllum keppnum.

Rashford og félagar í United mæta Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×