„Munum gera allt til þess að koma okkur á EM“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. febrúar 2024 18:30 Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að Ísland muni leika í A-deild Þjóðadeildar. „Það var markmiðið og það tókst. Þetta snýst um að vinna leiki og auðvitað var þetta erfiður leikur. Við vissum að þær væru góðar og við fórum af fullum krafti í þennan leik og sigldum þessu heim.“ Ísland lenti undir snemma og Þorsteinn viðurkenndi það að mark Serba gerði leikinn erfiðari fyrir íslenska liðið. „Þær komust yfir eftir einstaklingsmistök hjá okkur og auðvitað gerði það leikinn erfiðari fyrir okkur. Ég var sáttur með að hafa unnið þennan leik og um það snýst þetta bara.“ „Ég er ekki búinn að sjá markið aftur. Við töpuðum boltanum á miðjunni og þær kláruðu færið vel.“ Ísland var marki undir í tæplega 69 mínútur en hvernig fannst Þorsteini liðið spila einu marki undir? „Mér fannst við gera það þokkalega vel í síðari hálfleik. Við herjuðum á þær í seinni hálfleik reyndar þegar að fyrra markið kom þá var komið jafnvægið í leikinn og þær komnar framar sem gerði það að verkum að það var pláss á bakvið þær sem okkur tókst að nýta.“ Serbía komst snemma yfir og var mikið að tefja í leiknum sem kom Þorsteini þó ekkert á óvart. „Við vissum þetta alveg fyrir leik ef staðan yrði markalaus eða þær komnar yfir þá myndu þær liggja mikið og reyna að drepa leikinn. Þær voru klókar í því og það reyndi á kollinn á okkur en mér fannst við leysa vel úr því.“ Þorsteinn var gríðarlega ánægður með síðari hálfleikinn og að hans mati fannst honum leikurinn snúast við í byrjun síðari hálfleiks. „Í byrjun seinni hálfleiks fannst mér við liggja á þeim. Eftir jöfnunarmarkið fóru þær að hugsa að þær þyrftu að vinna þennan leik líka og fóru framar á völlinn og við fengum pláss á bakvið þær og urðum hættulegri við það.“ Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og Þorsteinn var afar ánægður með hana. Þetta var fyrsta landsliðsmark Bryndísar. „Þetta var týpískt mark eins og hún myndi skora. Hún er góð í þessu að finna pláss og stöður. Þetta var ekta mark fyrir hana og það var týpískt fyrir hana að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þorsteinn sagði að lokum að markmið liðsins væri að komast inn á EM en það væri þó langur vegur framundan. „Það er langur vegur eftir. Við skoðum framhaldið í næsta glugga og það er mikið eftir og mikið verk framundan. Það er markmiðið að komast á EM og það er það sem við stefnum að og munum gera allt til þess að koma okkur á EM,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
„Það var markmiðið og það tókst. Þetta snýst um að vinna leiki og auðvitað var þetta erfiður leikur. Við vissum að þær væru góðar og við fórum af fullum krafti í þennan leik og sigldum þessu heim.“ Ísland lenti undir snemma og Þorsteinn viðurkenndi það að mark Serba gerði leikinn erfiðari fyrir íslenska liðið. „Þær komust yfir eftir einstaklingsmistök hjá okkur og auðvitað gerði það leikinn erfiðari fyrir okkur. Ég var sáttur með að hafa unnið þennan leik og um það snýst þetta bara.“ „Ég er ekki búinn að sjá markið aftur. Við töpuðum boltanum á miðjunni og þær kláruðu færið vel.“ Ísland var marki undir í tæplega 69 mínútur en hvernig fannst Þorsteini liðið spila einu marki undir? „Mér fannst við gera það þokkalega vel í síðari hálfleik. Við herjuðum á þær í seinni hálfleik reyndar þegar að fyrra markið kom þá var komið jafnvægið í leikinn og þær komnar framar sem gerði það að verkum að það var pláss á bakvið þær sem okkur tókst að nýta.“ Serbía komst snemma yfir og var mikið að tefja í leiknum sem kom Þorsteini þó ekkert á óvart. „Við vissum þetta alveg fyrir leik ef staðan yrði markalaus eða þær komnar yfir þá myndu þær liggja mikið og reyna að drepa leikinn. Þær voru klókar í því og það reyndi á kollinn á okkur en mér fannst við leysa vel úr því.“ Þorsteinn var gríðarlega ánægður með síðari hálfleikinn og að hans mati fannst honum leikurinn snúast við í byrjun síðari hálfleiks. „Í byrjun seinni hálfleiks fannst mér við liggja á þeim. Eftir jöfnunarmarkið fóru þær að hugsa að þær þyrftu að vinna þennan leik líka og fóru framar á völlinn og við fengum pláss á bakvið þær og urðum hættulegri við það.“ Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og Þorsteinn var afar ánægður með hana. Þetta var fyrsta landsliðsmark Bryndísar. „Þetta var týpískt mark eins og hún myndi skora. Hún er góð í þessu að finna pláss og stöður. Þetta var ekta mark fyrir hana og það var týpískt fyrir hana að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þorsteinn sagði að lokum að markmið liðsins væri að komast inn á EM en það væri þó langur vegur framundan. „Það er langur vegur eftir. Við skoðum framhaldið í næsta glugga og það er mikið eftir og mikið verk framundan. Það er markmiðið að komast á EM og það er það sem við stefnum að og munum gera allt til þess að koma okkur á EM,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti