Arnór og félagar úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 22:46 Anthony Gordon skoraði mark Newcaslte í venjulegum leiktíma. Hann skoraði einnig úr fimmtu vítaspyrnu liðsins. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Arnór Sigurðsson og félagar hans í B-deildarliði Blackburn eru úr leik í ensku bikarkeppninni eftir tap gegn úrvaldeildarliði Newcastle í vítaspyrnukeppni í kvöld. Blackburn situr í 16. sæti ensku 1. deildarinnar, en Newcastle í því ítíunda í úrvalsdeildinni og því 26 sæti sem skilja liðin að. Af þeim sökum bjuggust líklega flestir við því að gestirnir frá Newcastle myndu klára dæmið nokkuð örugglega, en annað kom á daginn. Arnór hóf leik á varamannabekk Blackburn, en kom inn á fyrir heimamenn í hálfleik. Það voru þó gestirnir í Newcastle sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Anthony Gordon kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Miguel Almiron þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Arnór og félagar voru þó ekki lengi að svara og aðeins átta mínútum síðar jöfnuðu heimamenn í Blacburn metin. Arnór átti þá góðan sprett upp kantinn og gaf boltann fyrir, en Martin Dubravka varði sko heimamanna. Írinn Sammie Szmodics var hins vegar fyrstur til að átta sig á hlutunum, tók frákastið og kom biltanum í netið þegar enn voru rúmar tíu mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Hvorugu liðinu tókst að stela sigrinum áður en venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir urmul af færum á báða bóga tókst liðunum ekki að finna netmöskvana og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. PENALTIES 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/xsYedzqG01— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 27, 2024 Það voru gestirnir í Newcastle sem tóku fyrstu spyrnu vítaspyrnukeppninnar. Fabian Schär skoraði af miklu öryggi áður en Sammy Szmodics lét Martin Dubravka í marki Newcastle verja frá sér og gestirnir því strax komnir með forystu. Sú forysta var þó þurrkuð út um leið þegar Aynsley Pears varði aðra spyrnu Newcastle frá Harvey Barnes og Callum Brittain skoraði fyrir Blackburn. Bruno Guimares skoraði svo af öryggi fyrir Newcastle og setti pressu á Arnór Sigurðsson sem tók þriðju spyrnu Blackburn. Arnór var ískaldur á punktinum og þrumaði boltanum framhjá Martin Dubravka, staðan orðin 2-2 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr sínum fjórðu spyrnum áður en markaskorarinn Atnhony Gordon setti fimmtu spyrnu Newcastle á mitt markið og tryggði liðinu í það minnsta bráðabana. Það kom þó aldrei til þess því Martin Dubravka reyndist hetja Newcastle þegar hann varði fimmtu spyrnu Blackburn frá Dominic Hyam og tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum á kostnað Blackburn sem situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn
Arnór Sigurðsson og félagar hans í B-deildarliði Blackburn eru úr leik í ensku bikarkeppninni eftir tap gegn úrvaldeildarliði Newcastle í vítaspyrnukeppni í kvöld. Blackburn situr í 16. sæti ensku 1. deildarinnar, en Newcastle í því ítíunda í úrvalsdeildinni og því 26 sæti sem skilja liðin að. Af þeim sökum bjuggust líklega flestir við því að gestirnir frá Newcastle myndu klára dæmið nokkuð örugglega, en annað kom á daginn. Arnór hóf leik á varamannabekk Blackburn, en kom inn á fyrir heimamenn í hálfleik. Það voru þó gestirnir í Newcastle sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Anthony Gordon kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Miguel Almiron þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Arnór og félagar voru þó ekki lengi að svara og aðeins átta mínútum síðar jöfnuðu heimamenn í Blacburn metin. Arnór átti þá góðan sprett upp kantinn og gaf boltann fyrir, en Martin Dubravka varði sko heimamanna. Írinn Sammie Szmodics var hins vegar fyrstur til að átta sig á hlutunum, tók frákastið og kom biltanum í netið þegar enn voru rúmar tíu mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Hvorugu liðinu tókst að stela sigrinum áður en venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir urmul af færum á báða bóga tókst liðunum ekki að finna netmöskvana og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. PENALTIES 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/xsYedzqG01— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 27, 2024 Það voru gestirnir í Newcastle sem tóku fyrstu spyrnu vítaspyrnukeppninnar. Fabian Schär skoraði af miklu öryggi áður en Sammy Szmodics lét Martin Dubravka í marki Newcastle verja frá sér og gestirnir því strax komnir með forystu. Sú forysta var þó þurrkuð út um leið þegar Aynsley Pears varði aðra spyrnu Newcastle frá Harvey Barnes og Callum Brittain skoraði fyrir Blackburn. Bruno Guimares skoraði svo af öryggi fyrir Newcastle og setti pressu á Arnór Sigurðsson sem tók þriðju spyrnu Blackburn. Arnór var ískaldur á punktinum og þrumaði boltanum framhjá Martin Dubravka, staðan orðin 2-2 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr sínum fjórðu spyrnum áður en markaskorarinn Atnhony Gordon setti fimmtu spyrnu Newcastle á mitt markið og tryggði liðinu í það minnsta bráðabana. Það kom þó aldrei til þess því Martin Dubravka reyndist hetja Newcastle þegar hann varði fimmtu spyrnu Blackburn frá Dominic Hyam og tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum á kostnað Blackburn sem situr eftir með sárt ennið.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti