Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 16:31 Guðni lét ekki nægja að klæða sig í sokkana heldur hoppaði hann líka í þeim. Vísir/Arnar Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. Á hverju ári framleiðir og selur Krabbameinsfélagið Mottumarssokka með nýrri hönnun og fylgir eftir með auglýsingu og fjölbreyttri fræðslu. Sokkarnir koma í sölu 29. febrúar næstkomandi. Í ár eru sokkarnir hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW og eru Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana. Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu sem hefur í ár tekið á sig abstrakt yfirbragð og myndar mynstur í hinu hefðbundna litaþema átaksins. Mynstrið vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum greinist einhvern tímann á lífsleiðinni með krabbamein. Hér í klippunni að ofan má sjá þegar Guðni fékk sokkana í hendurnar, fékk smá kynningu á sokkunum, klæddi sig í þá og prófaði að hoppa í þeim. Guðni í sokkunum ásamt Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og tveimur af hönnuðum sokkanna í ár, Snæfríði Þorsteins og Grétu Hlöðversdóttur.Vísir/Arnar Sokkarnir ein meginstoð félagsins Sala sokkanna er ein meginstoðin undir starfsemi Krabbameinsfélagsins sem felst í ókeypis stuðningi og ráðgjöf fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur og öflugt rannsóknar- og forvarnarstarf. Allt starfið er fjármagnað með sjálfsaflafé, stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Forsetinn segir ánægjulegt að hafa getað lagt góðu málefni lið í gegnum árin. Hann hvatti fólk til að sinna eigin heilsu, fara í skoðun, leggja góðu málefni lið og til að klæðast fögrum sokkum í leiðinni. Þá hafði hann orð á því að sokkarnir væru óvenju þægilegir í ár og bætti við að þeir hefðu verið ansi stífir eitt árið. Krabbameinsfélagið þakkaði forsetanum fyrir að vera einn af fáum embættismönnum sem talað hafa af alvöru fyrir lýðheilsu og fyrir að hafa sýnt gott frumkvæði og fordæmi í gegnum árin. Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Á hverju ári framleiðir og selur Krabbameinsfélagið Mottumarssokka með nýrri hönnun og fylgir eftir með auglýsingu og fjölbreyttri fræðslu. Sokkarnir koma í sölu 29. febrúar næstkomandi. Í ár eru sokkarnir hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW og eru Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana. Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu sem hefur í ár tekið á sig abstrakt yfirbragð og myndar mynstur í hinu hefðbundna litaþema átaksins. Mynstrið vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum greinist einhvern tímann á lífsleiðinni með krabbamein. Hér í klippunni að ofan má sjá þegar Guðni fékk sokkana í hendurnar, fékk smá kynningu á sokkunum, klæddi sig í þá og prófaði að hoppa í þeim. Guðni í sokkunum ásamt Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og tveimur af hönnuðum sokkanna í ár, Snæfríði Þorsteins og Grétu Hlöðversdóttur.Vísir/Arnar Sokkarnir ein meginstoð félagsins Sala sokkanna er ein meginstoðin undir starfsemi Krabbameinsfélagsins sem felst í ókeypis stuðningi og ráðgjöf fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur og öflugt rannsóknar- og forvarnarstarf. Allt starfið er fjármagnað með sjálfsaflafé, stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Forsetinn segir ánægjulegt að hafa getað lagt góðu málefni lið í gegnum árin. Hann hvatti fólk til að sinna eigin heilsu, fara í skoðun, leggja góðu málefni lið og til að klæðast fögrum sokkum í leiðinni. Þá hafði hann orð á því að sokkarnir væru óvenju þægilegir í ár og bætti við að þeir hefðu verið ansi stífir eitt árið. Krabbameinsfélagið þakkaði forsetanum fyrir að vera einn af fáum embættismönnum sem talað hafa af alvöru fyrir lýðheilsu og fyrir að hafa sýnt gott frumkvæði og fordæmi í gegnum árin.
Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira